Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 14
Geimskip er komið i braut umbverfís Marz og Marzfarar eru að leggja upp sfðasta spölinn í skutlu, sem i teikningunni er að yfírgefa geimskipið. Geimfararnir munu einnig leita lausnar á gátunni um hinar horfnu ár á Mars. Ef menn vissu, af hverju Mars missti vatn sitt, kynni þaö að skýra, hvers vegna jörð- in gat haft stöðugt loftslag, sem leiddi til myndunar hafa og fljóta. Mars gæti einnig að vissu marki stuðlað að öruggari veðurspám. Með því að kanna veðurfar Mars, sem er einfaldara en hið jarðneska, kynni að mega prófa aðferðir við veðurspár á jörðu. Mars kann jafnvel að geyma vísbend- ingar um örlög risaeðlanna. Með því að mæla aldur gíga á hinu örótta yfirborði Mars, gætu jarðfræðingar ef til vill komist að því, hvort sólkerfið, eins og sumir halda fram, verði á 26 milljóna ára fresti eða svo fyrir skothríð halastjarna, sem þyrli upp ógurlegum rykskýjum, þegar þær lenda á jörðinni, og kæli hana með því og valdi útrýmingu fjölda dýrategunda. ,,VlÐ MUNUM Saurga Mars“ Er hugsanlegt, að á Mars sé örverulíf, sem Víkingaförunum hafi yfirsézt? Því verður erfitt að svara, þótt geimfarar komist til Mars. Hinir „nýju Marsbúar" myndu sennilega yfirbuga allt líf, sem þar væri fyrir, með sínum eigin sýklum. „Við munum saurga Mars, þegar við lendum þar,“ sagði einn þeirra á ráðstefnunni. En G.Soffen, líffræðingur hjá NASA, sem vann við undirbúning að leiðöngrum Vík- inga-geimfaranna, er nær sannfærður um, að Marsfararnir yrðu aleinir á þeim hnetti. Reyndar var einsemd eða einmanaleiki eitt af þeim vandamálum, sem starfshóp- unum í Boulder tókst ekki að leysa. J.B. Bluth, félagsfræðingur, sem vinnur að undirbúningi að geimstöð hjá NASA, skýrði frá þvi, að einangrun frá jörðu leiði út af samferðamönnum og álagið af því að lifa úti í geimnum hafi valdið deyfð og drunga meðal áhafnanna á hinum sex og sjö mánaða löngu geimferðum Sovét- manna — hinum lengstu, sem enn hafa verið lagðar á menn. Þegar leið að lokum einnar maraþon-geimferðarinnar, sagði Bluth, að geimfararnir hefðu verið farnir að sofa 12 tíma á sólarhring til þess óafvit- andi að reyna að gleyma, hvar þeir væru staddir. Marsfararnir munu einnig þurfa að berjast við líkamlegar þrautir svo sem vöðvarýrnun og hreyfihömlur sem og mis- si kalks úr beinum, sem fylgir langri dvöl í þyngdarleysi. Þegar geimfarar áðlagast aftur þyngdarafli jarðar, en það kostar nokkur óþægindi, batnar þetta þó smám saman. Og þess eru jafnvel dæmi frá ný- legum ferðum Sovétmanna, að kalkþurrð, sem menn hafa lengi haft áhyggjur af, þar sem hún virtist halda áfram óslitið í löng- um geimferðum, hafi gert minna vart við sig eftir nokkurra mánaða dvöl manna í geimnum. En eigi að síður gæti jafnvel hið væga aðdráttarafl Mars, sem er þriðj- ungur þess, sem jörðin hefur, skapað að- lögunarvandamál hjá geimförunum fyrstu daga þeirra á reikistjörnunni, en þeir geta skipt sköpum, þar sem þá reynir mest á þá í leiðangrinum. Verður Það Kapphlaup VlÐ SOVÉTMENN? Fyrstu Marsfararnir verða ef til vill ekki Bandaríkjamenn. G. Soffen sagði frá því, að hann hefði verið að drekka kaffi með Georgiy Skryabin, frá soveáku vís- indaakademíunni, er hann var í heimsókn í fyrra, þegar hann var allt í einu spurður: „Hvaða áætlanir hafið þið varðandi Mars?“ Soffen svaraði því að þeir hefðu engar fyrirlætanir á prjónunum. Þá sagði Skryabin: „Við ætlum til Mars.“ Og meira að segja voru þrír geimfarar um borð í Salyut 7-geimstöðinni á braut umhverfis jörðu að nálgast 211 daga metið úti í geimnum, þegar ráðstefnan stóð yfir í Boulder, en með því öðluðust þeir reynslu, sem er mikilvæg fyrir leiðangur til Mars. Millilending á Fóbosi J. Oberg, flugumsjónarmaður hjá NASA, sem hefur fylgzt náið með athöfn- um Sovétmanna á sviði geimrannsókna, gaf stutt yfirlit yfir það, sem áunnizt hefði af þeirra hálfu nýlega í þágu hugsanlegrar Marsferðar. Þar á meðal var hönnun nýrr- ar eldflaugar, sem væri enn kröftugri en hin stórfenglega tunglflaug Satúrnus 5. Hann kvað flaugina geta sent Salyutfar með nokkrum geimförum ásamt „tengi- vagni" með birgðir til Mars. „Mars var aldrei bannorð hjá Sovétmönnum," sagði Oberg, eins og það hefði verið í Bandaríkj- unum lengst af á 8. áratugnum. Hann býst við, að þeir reyni ekki að lenda á Mars, heldur á fylgihnetti hans, Fóbosi. Þyngd- araflið á yfirborði þess tungls er svo lítiö, að við lendingu þar þurfti varla á hemlun- arflaugum að halda. Þess vegna myndi ferð þangað krefjast minni orku en ferða- lag milli jarðar og tungls þess. Með því að ná til hins illa útleikna Marstungls myndu geimfararnir fá aðstöðu á náttúrulegri geimstöð. Og möguleikinn á að kanna Fób- os, sem kann að vera flækingssmástirni, sem þyngdarafl Mars hafi náð á sitt vald, gerir áætlunina fýsilegri. Margir stjörnu- fræðingar telja, að Fóbos sé að samsetn- ingu svipað kolefnisríkum loftsteinum. Sé sú raunin á, ætti gestum þess að standa til boða hráefni í loft, vatn og jafnvel elds- neyti. Af hálfu Sovétríkjanna hefur þegar ver- ið skýrt frá áætlunum um að senda mann- laust könnunarfar til Fóbos 1988, og verði það ef til vill búið leysitæki til að leysa upp sýni af yfirborði tunglsins og efnagreina þau. Slík rannsókn myndi geta dugað langt til að kveða á um það, hvort það borgaði sig að senda mannað geimfar til þessa tungls. Oberg sagði á ráðstefnunni, að það myndu ekki líða nema 15 ár, þangaö til Sovétmenn gætu sent mannað geimfar til Fóbos. Horfurnar á hinum rússneska leið- angri urðu áhrifamönnum hvatning til að beita sér fyrir því, að á verkefnalista Bandarísku geimferðastofnunarinnar yrði sett mannað geimfar til Mars. Þar voru fremstir í flokki Harrison Schmitt, tungl- fari og fyrrum öldungadeildarþingmaður, og Thomas Paine, sem stjórnaði stofnun- inni, þegar fyrstu Apolloförin lentu á tunglinu. Paine var minnugur þess, hve samkeppnin við Sovétmenn hefur haft mikil áhrif í þessum efnum. „Mér leiðist að segja, að sagan muni endurtaka sig,“ sagði hann, „en "svo kynni að fara, að okkur fyndist við vera orðnir langt á eftir, og að það gæti orðið erfitt að jafna metin." Mars kallar, eins og hann hefur áður gert, en nú er spurningin sú: Hver ætlar að svara og hvenær. — SvÁ — þýtt og endursagt úr „Dis- cover“. ÞJOÐFRÆÐI Lesbók/RAX Neftóbaksdósir Skúla fógeta eru nú í eigu Stefins Stephensen og líta þannig út Neftóbaksdósir Skúla fógeta Eftir séra Ólaf Stephensen að var víst á útmánuð- um 1894 sem fyrsta inflúensan barst hingað til lands. Þá var ég nýlega (1890) orðinn prestur á Mosfelli í Mosfellssveit. Lagðist hún víða þungt að og dóu margir. Þá voru nágrannaprestar mínir eldri menn, sr. Þorkell á Reyni- völlum og próf. sr. Þórarinn í Görðum, veikir. Einn daginn um vorið kemur til mín að Mosfelli Böðvar veit- ingamaður í Hafnarfirði, bróðir sr. Þórarins, með þau skilmæli frá prófasti, hvort ég geti ekki komið og jarðað fyrir sig nokkr- ar manneskjur, þá nýdánar, sem hann ekki treysti sér til vegna veikinda, og yfir höfuð veitt sér aðstoð við þjónustu prestakalls- ins, meðan hann væri veikur, því hann hefði frétt að ég væri hraustur. Sagði ég Böðvari að flytja prófasti þau orð að sjálfsagt væri að ég léti honum í té alla þá aðstoð sem ég megnaði og mundi koma dag eftir. Er ég kom að Görðum var fremur köld aðkoma: fjórar manneskjur lágu þar á börunum, þar á meðal prófastsfrúin, og prófastur liggjandi í rúminu, þó ekki þungt haldinn, vel mál- hress. í Bessastaðasókn voru aðrar 4 manneskjur ójarðaðar. Nú varð ég að setjast við ræðugerð því ákeðið var að ég skyldi jarða daginn eftir þrjá af þeim sem látnir voru í Görðum. Var ég illa undirbúinn þær ræðugerðir, því nóttina áður var ég sóttur út á Kjalarnes að skíra veikt barn, nýfætt. Er það hin ömurlegasta sjón, sem mætti mér í mínum prestskap,’ er ég kom þar upp á baðstofuloftið, litla kytru með 4-rúðu glugga á stafni. Ætlaði ég að kafna af loftleysi er ég kom upp og rauk því strax í gluggann til að opna hann, en hann var ekki á hjör- um. Engin loftrás var utan svo sem lófastórt gat (túða) á bað- stofumæni. Sjón sú sem mætti mér var sú, að öðrum megin við gluggann lá konan mikið veik með nýalið barnið, sem var að sjá fárveikt. En hinum megin við gluggann lá bóndinn þungt haldinn af lungnabólgu. Ég skírði barniö og gerði ráðstafanir til að gluggann yrði hægt að opna og fór svo mína leið. Meira hafði ég ekki þar að gjöra. Fyrir miskunnsemi guðs náðu hjónin, sem nú eru löngu dáin, fullri heilSu og sveinbarnið er nú velmetinn bóndi á Kjalar- nesi. Af þessu sést að ég var ekki vel undir ræðusmíðina búinn, þar sem ég var búinn að vera á ferð nærri sólarhring og hafði ekker sofið um nóttina. Núlifandi eldri menn, sem kunnugir voru í Görðum í gamla daga, rekur máske minni til þess, hvernig herbergjaskipan var niðri í prófastshúsinu gamla. Að vestan við útidyr var stór borðstofa og á norðurvegg henn- ar voru þrennar dyr. Gengu ein- ar til eldhúss, aðrar inn á skrifstofu prófasts og þær þriðju (vestast) inn í svefnherbergi þeirra hjóna. Þegar ég hafði „rústað" mig upp og matast, settist ég inn að rúmi prófasts og fór hann að segja mér æviatriði hinna þriggja látnu, sem jarða átti daginn eftir. Að því loknu settist ég inn á skrifstofuna og fór að skrifa. Gekk það vel fram eftir kvöldinu. Var prófastur að smá tala við mig gegnum þilið, sem var einfalt — minna mig á það sem hann hafði sagt mér og bæta ýmsu við sem hann vildi að yrði tekið fram. Þegar leið á kvöldið varð próf- astur þess var að ég hætti að ansa þegar hann talaði til mín. Eftir nokkra stund fékk hann mig til að ansa og kvaðst búast við að ég hefði sofnað, sem og líka tilfelliö var. Ég hafði sofnaö ofan í blöðin. Spurði hann mig hvort ég vildi ekki koma og fá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.