Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 6
Smásaga eftir Lawrence Millman Maður var nefndur Sveinn, sonur Eyjólfs gráa, úr Hraunhreppi á Suðurnesjum. Sveinn gat stát- að af frændsemi við útlagann Eyvind sem rændi bæi á Hornsströndum og um gervalla Vestfirði. Af sömu ætt var Ein- ar Finnbogason, sá er rak í gegn með atgeiri sýslumanninn í Reykholti og mælti: „Maðurinn var flón, svo ég fargaði honum." Einar þessi var ofstopamaður og mikils virtur. Afi Sveins var Þor- geir loðbrók, alkunnur sauðaþjófur og rómaður í mörg- um rímum. Einar gekk að eiga konu frá Melabergi í Hvalsnes- sókn. Sú kona, Guðrún að nafni Magnúsdóttir, átti ekki sama ættarláni að fagna. Einungis skriður og sjávarofsi virtust róma ættmenn hennar. Þráttfyrir viðvörun hrafns nokkurs varð systir hennar undir aurskriðu hjá Ólafsvík. Þrír föðurbræður hennar höfu drukknað, og lögðu vofur þeirra í vana sinn að klöngrast upp klettana hjá Hellnum með sælöðrið drjúpandi af sjóstökkunum. Sjálf sá Guðrún þá oftar en einu sinni. En eftir fyrsta fund, þegar þeir birtust henni með hauskúpur fyrir ásjónur, var hún aldrei söm kona. Hugsanir hennar tóku mjög að hníga til hinna myrkustu efna. Aldrei sá hún svo merki eða fyrirboða að ekki væri útlagt sem tákn um einhverja nýja ógæfu til handa ættinni. Og þegar Guðrún gekk með barni var enginn hörgull á ógæfumerkjum. Einn morgun féll svart regn af himn- um ofan og varð hvergi vart nema á Suðurnesjum. Síðan var forustusauðurinn fyrirvaralaust sleginn blindu. Kýr ein bar kálfi með fiskhausi. Og kálfur sá leit upp og mælti þessi orð mennskri raust: „Æ hvílík hörm- ung! Eg er fordæmd sál.“ Guðrún lét þess getið við Svein, að sig uggði að barnið sem hún bæri undir belti mundi á einhvern hátt verða öðrum börnum frábrugðið, og mætti mildi heita ef það reyndist ekki vera ein- hverskonar afskræmi. Sveinn bað hana fella niður því- líkt tal. Honum var kunnugt um að margt afskræmið átti upptök sín á tungum kvenna. Og síðan ól Guðrún son. Drengurinn sýndist í engu tilliti ólíkur öðrum börnum. Móðirin kannaði kropp hans gaumgæfilega, en fann engin lýti. Ef nokkuð var, virtist hann helsti sterkbyggður, helsti heilsuhraustur af venjulegu barni að vera. Hann verður stríðsmaður á ungum aldri, hugsaði Guðrún, og fellur í orrustu. „Færðu mér hann, kona,“ sagði Sveinn. Samkvæmt siðvenju lagði Guðrún kornabarnið á gólfið og beið úrskurðar Sveins: hvort hann ætti barnið sjálfur og mundi veita því ást og vernd, eða hvort fara bæri með það uppá fjallstind handa örnum eða ein- hverjum sem vanhagaði um fósturson. Jafnvel þó Sveinn hefði treyst sér til að velja fjallstindinn, þá hefði hann ekki gert það í þessu tilfelli, því hann sá sér til óblandinnar ánægju að barnið hafði yfirbragð og ef til vill lyndiseinkunn langafa síns, Þorgeirs loðbrókar. Þessvegna var það nefnt Þorgeir. Og það var krýnt þvílíkum flóka af rauðu hári sem liðaðist um höfuðið, að hann gaf því viðurnefnið rauðkollur. Eftir því sem drengurinn óx að málþroska og skiln- ingi tókst faðirinn á hendur að fræða hann um heimsins gagn og nauðsynjar. Hann sagði honum frá fjöllunum sem væru í reyndinni tröll, frá dvergunum sem héldu uppi festingunni, frá konum og vélabrögðum þeirra, og frá hyggindum hrafnsins. Sveinn kunni margar sögur um ránsferðir og sagði frá víkingum sem réðust inní ókunn lönd þar sem þeir brenndu heimili til ösku og slátruðu öllum kárlmönnum sem væru ómaksins virði. Drengurinn lærði líka að herða líkamann með því að synda i jökultjörnum eða hvar sem ískalt vatn vakti húðinni hroll. Hann synti bæði í Jökulsá á Fjöllum og í hafinu umhverfis fsland. Hann varð þvílíkur afburða- sundmaður, að haft var fyrir satt að enginn, ekki einu sinni sjálfur Grettir sterki, hefði getað tekið honum fram í kröftugu skriðsundi, og þó var hann ennþá ein- ungis fjórtán vetra piltungi. „Þessi drengur mun með vissu færa okkur frægð,“ sagði Sveinn. Móðirin svaraði: „Hefurðu litið í strokkinn? Sauða- nytin er orðin græn. ólánið er á næstu grösum ..." Og ólánið lét ekki á sér standa. Sveinn lagðist í rúmið eftir kvöldskattinn næsta dag. Hann kvartaði yfir maga sem væri eins og spjótapúði og útlimum sem fengjust ekki til að hrærast hvernig sem hann beitti sér. Næsta morgun var hann nár. Drengurinn fór á kreik og kunn- gerði andlát föður síns. Ættmenn Sveins Eyjólfssonar komu hvaðanæva til að syrgja hann. Var það almennt hald manna að hann hefði lagt sér til munns skemmdan hákarl, sem ekki hefði legið nógu lengi í jörð til að ná fullum þroska. Pétur Eyjólfsson, bróðir Sveins, sagði frá heilli fjölskyldu í grennd við Vík í Mýrdal sem hefði hnigið í valinn, og seinna orðið uppskátt að hákarlinn hefði verið skemmdur. Pétur lét þess getið að margir fleiri mundu eiga eftir að grafa upp skemmdan hákarl ef ríkjandi tíska langra vetra héldist enn um sinn. Og nú varð Þorgeir rauðkollur einasta fyrirvinna móður sinnar. Hann var mikill dugnaðarpiltur og sagði sem svo: „Nú er ég hvorttveggja í senn, faðir og sonur." Framá daga Þorsteins þessa var Hraunhreppur tal- inn mesta örreyti. Land var þar hrjóstrugt og harð- hnjóskulegt. Sagt var að það væri aðeins byggilegt sauðaþjófum slíkum sem Þorgeiri gamla loðbrók, því þeir gætu aflað sér fanga annarsstaðar. En Þorgeir ungi lét sér það ekki lynda. Svo kröfuharður sem búskapur- inn var, þá lagði hann á sig tvöföld afköst. Brátt hafði hann breytt grýttum melum og hraunflákum í grösug tún. Brátt kom líka að því að ýmsir bændur á Suður- landi töídu hann geta orðið ákjósanlegt mannsefni dætrum sínum. Og sjálfar litu dæturnar svo á, að rauða hárið væri vísbending um að hann mundi halda eldum ástarinnar skíðlogandi um dimmar nætur. Nú var það siðvenja Suðurnesjamanna að hætta sér útí Geirfuglasker til að fanga geirfugla og taka egg þeirra. Þvílikar ferðir voru háskasamlegar og einungis farnar við rétt veðurskilyrði. Stafar það af því að skerið liggur vænan spöl frá landi og er sveipað þungri ylgju og sömuleiðis lamið brotsjóum sem slitið hafa margt ættarbandið. Og er haft fyrir satt að þeir sem þau örlög hreppa verði sjálfir að sjófuglum og gargi frá einmana- legum hömrum Geirfuglaskers. Einn bjartan sumardag lagði bátur frá Suðurnesjum og stefndi á skerið. Og í þeim báti var Þorgeir rauðkoll- ur. Fyrirliði fuglafangaranna, maður að nafni Steinar, hafði beðið hann að slást í förina. Hann hafði oftsinnis séð piltinn leita týndra sauða í hæðunum handan Hraunhrepps fráan á fæti. Honum hugkvæmdist að svo kvikur sveinstauli ætti að geta náð til torsóttustu fugl- anna. Þessvegna sagði Þorgeir móður sinni að hann hygðist leita eldiviðar á ströndinni, því að öðrum kosti hefði hún ekki leyft honum að fara í svo ótryggan stað. Þegar tekist hafði með erfiðismunum að lenda bátn- um, urðu fáeinir mannanna um kyrrt í fleytunni, en hinir klifu norðurhamar skersins. Fyrir þeim öllum fór Þorgeir, stökk af einni nöf á aðra eins og fjallahrútur meðal þungfærra ásauða. Hann varð fyrstur til að kom- ast í fuglabjargið. Brátt var hann farinn að klifra niður bjargið og grípa feng sinn af syllum og snösum. Hann gat gripið i þröm og hálsbrotið fugl með lausu hendinni. Hinir urðu að notast við kaðla og vindur, þareð bjargið var um eða yfir hundrað faðmar. Þá heyrðist hrópað frá bátnum að mennirnir ættu að hraða sér til baka. Sjór var orðinn úfinn og aðkallandi að leggja frá í snarhasti. Mennirnir fóru aftur útí bátinn með talsverðri fyrir- höfn, allir nema Þorgeir. Hann hafði klifrað lengst og var enn önnum kafinn við að snúa fugla úr hálsliðnum. Þeir kölluðu til hans aftur og aftur, en heyrn hans var sýnilega ekki jafnnæm og líkaminn var liðugur. Um síðir sáu þeir sig tilneydda að leggja frá án hans. Steinar sagði: „Annaðhvort skiljum við hann eftir eða við verðum allir skildir eftir. En hann er ákaflega úr- ræðagóður, hann Rauðkollur minn. Hann getur nærst á geirfuglum og eggjum þeirra og líka skarfakáii þangað til við komum aftur." Einn mannanna hló við. „Og ég hef líka séð þar ásta- gras; það vex á syllunum," sagði hann. „Pilturinn verður ugglaust búinn að koma fáeinum geirfuglum fyrir, þeg- ar okkur ber að garði næst.“ Þeir létu sér málið í léttu rúmi liggja. Þareð enn var sumar áttu þeir ekki von á að hann yrði innlyksa nema fáeina daga. En í þetta sinn kaus Ægir að gefa sínum stóru, hvítu fákum lausan tauminn, þannig að hver dagurinn leið af öðrum án þess hægt væri að senda bát eftir piltinum vegna sjávarofsa. Guðrún fann hvergi nein merki sem gæfu bendingu um hvort sonur hennar væri enn í tölu lifenda. Löngum stundum stóð hún í flæðarmálinu og reytti á sér hárið. Loks þegar fyrstu snjóar féllu, lagðist hún í rúmið og fékkst hvorki til að prjóna né neyta matar. Öldruð kona, Nína, dóttir Bjarna, var send á vegum hreppsnefndar- innar til að annast um hana, til að gæta þess að hún fargaði sér ekki. Nú leið timinn framá snemmsumar og enn héldu Suðurnesjamenn til fuglatekju á Geirfuglaskeri. Þegar þeir nálguðust norðurhamarinn sáu þeir mann hvílast i klettunum. „Ef þetta er veiðiþjófur frá Keflavík," sagði Starkað- .ur nokkur, „þá skal hann hníga í gras fyrir þessu egg- járni." Ketill. sonur Skafta, mælti: „Ef það væri bara veiði- þjófur! Iskyggilegri hluti hefur borið fyrir augu á þess- um nöturlegu tröllaslóðum." Maðurinn í klettunum kom til móts við þá og urðu þeir meira en lítið forviða að sjá, að þar var kominn Þorgeir rauðkollur. Þeir áttu von á að finna bein hans hvítnöguð af sjófuglum. En hér var hann kominn ljós- lifandi og eins hýr og hugsast gat. Hann kvaðst alls ekki hafa þjáðst af vosbúð veturlangt, öðru nær; honum hefði verið fjarskalega hlýtt. Eitthvað var einkennilegt við fas hans. Glaðværðin rímaði ekki við ársdvöl í ein- semd á Geirfuglaskeri. Ekki vildi hann svara spurning- um þeirra en spurði þeim mun meir um móður sína og líðan hennar. Augu hans virtust dansa í margar áttir í senn. Og hann var orðinn miklu holdugri en áður, sem ku vera fátítt um menn sem einungis nærast á geirfugli og skarfakáli. Eigi að síður fagnaði Guðrún honum með allri sinni týndu gleði þegar hann var leiddur heim til hennar. Eins og hver sönn móðir var hún þakklát fyrir að sonur hennar var enn á lífi. Væri hann ekki fyllilega með sjálfum sér, gæfi það henni færi á að hjúkra honum til fullrar heilsu. Nótt sem dag annaðist hún um hann. Hún færði honum hrossarif að naga og eldaði ljúffenga grauta. Hún gaf honum kryddað vín að drekka. Og hann sat lon og don fyrir framan eldstæðið, þó enn væri sumar, og ornaði sér eins og hann væri Egill Skalla- grímsson á efri árum. Þegar komið var að göngum um haustið var hann orðinn svo værukær að hann komst varla uppúr stólnum, hvaðþá honum væri ætlandi að klífa fjöll og hóla handan Hraunhrepps. Svo var það einn sunnudag þegar messað var á Suður- nesjum, að kom fyrir atvik sem vakti mikla furðu. f kirkjunni var múgur manns, þar á meðal Þorgeir rauðkollur. Guðrún hafði nuddað honum frá eldstónni til að vera við jarðarför Eiríks hálfbróður hennar, sem hafði oltið af hestbaki í Ölfusá og drukknað einsog var siður í þeirri ætt. Þegar fólkið kom úr kirkjunni með kistuna blasti við því lítil vagga með áklæði, sem var fínlega og fagurlega unnið, ofið úr einhverju óþekktu efni. Við fótagafl vöggunnar var bréfmiði sem þessi orð voru rituð á: „Sá sem er faðir þessa barns mun sjá til þess að það verði skírt." Presturinn lyfti ábreiðunni og sá undir henni korna- barn með mikinn lubba af rauðu hári. Hann spurði hvort nokkur kannaðist við vöggu eða barn, eða hefði komið með þau á þennan stað. Enginn kannaðist við neitt, þó margra augu beindust að Þorgeiri, því barnið var skírasta eftirmynd hans. Prestur mælti: „Veist þú nokkuð um þetta, Þorgeir?" Þorgeir svaraði: „Ég veit ekkert um vögguna. Og að því er barnið varðar, þá vil ég að það sé fest upp í sperru í því reykhúsi sem nálægast er.“ Um leið og hann mælti þetta birtist meðal fólksins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.