Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 2
E. Evtusenko BABÍ JAR Árni Bergmann og Matthías Johannessen sneru á íslenzku Engin minnismerki yfir Babí Jar. Brött hæðin eins og klunnaleg grafskrift. Ég er hræddur. Ég er eins gamall og kynkvísl Gyðinga. í augum sjálfs mín er ég nú Gyðingur. Hér ráfa ég um Egyptaiand hið forna, hér er ég deyjandi á krossi. Naglaförin jafnvel enn sýnileg. Mér finnst að Dreyfus, hann sé ég. Smáborgararnir eru dómarar mínir og ákærendur. Afkimaður í járngrindum, króaður, umkringdur, útspýttur, rægður. Ýlfrandi konur með flæmskar biúndur reka sólhlíf í andlitið á mér. Einnig er ég drengur í Bélosdok, drjúpandi blóðið flýtur um gólfið. Barhetjurnar láta öllum illum látum þefjandi af vodka og lauk. Ég hef ekki krafta, tekst á loft undan stígvélinu, ég biðst vægðar, þeir hlusta ekki. Kornkaupmaðurinn lemur móður sína með „lúberjið júðana og bjargið Rússlandi“ á vörum. Ó, mín rússneska þjóð, ég þekki þig. Eðli þitt er alþjóðlegt í raun. En einatt létu flekkaðar hendur glamra í tandurhreinu nafni þínu. Ég þekki gæzku minnar moldar. Hve hryllilegt þetta hátíðlega nafn sem gyðingahatarar skreyttu sig með af stakri rósemi,: „Bandalag rússneskrar þjóðar“! Mér finnst ég vera Anna Frank, gagnsær eins og aprílsproti ástfanginn og þarf ekki á orðum að halda, þarfnast þess eins að við horfum hvort á annað. Hvað lítið við megum sjá og finna ilm af, slitin frá laufskrúði og himni. En samt megum við svo margt faðmandi hvort annað í dimmu herbergi. Þeir koma ? Óttastu ekkert. Dimmur dynur vorsins, það kemur þessa leið. Komdu til mín réttu mér varir þínar, fljótt. Þeir brjóta upp hurðina? Neiþetta er ísabrot, skrjáf í villtu grasi við BabíJar. Trén setja upp strangan dómarasvip. Allt er hér þögult óp. Þegar ég tek af mér hattinn finn ég að hárið gránar hægt. Og ég er sjálfur þögult 6p á gröfum þúsunda manna; ég er hver öldungur hér drepinn, sérhvert barn hér myrt. Ekkert í mér getur nokkurn tíma gleymt því. Þegar síðasti gyðingahatarinn er loks dauður og grafinn skulum við láta Tjallann hljóma. Ekkert gyðingablóð rennur í æðum mínum, samt er ég hataður eins kröftuglega af júðahöturum og væri ég Gyðingur. Því er ég sannur Rússi. Evtusenko er eitt helzta Ijóðskáld Sovétrlkjanna um þessar mundir. Gráttu — grátur Maðurinn er eina skepnan á jörðinni, sem grætur. Tárin, sem renna af sorg eða gleði, eru ekki eðlileg við- brögð hjá neinni annarri lífveru. En hver er svo ástæðan til þess, að maðurinn hefur þróað með sér hæfileikann til að gráta? Mannfræðingurinn Ash- ley Montagu við Princeton-há- skóla hefur leitað svara við þess- ari spurningu og komizt að þeirri niðurstöðu, að skýringin sé sennilega fólgin í hinu langa tímaskeiði, sem ungbarnið er al- gerlega háð öðrum manneskjum. Ungbörn eru ósjálfbjarga og mállaus. Eina leiðin fyrir þau til að gefa umheiminum til kynna, að eitthvað sé aö, er að gráta. Ef ungbörn grétu án tára, væri það skaðlegt. Grátur án tára þurrkar slímhúðir í nefi og koki barnsins og býður sýklum heim. Því er nefnilega þannig háttað, að i slími í nefi og koki er hvati (ensým), sem kallast lyso- zym og eyðir sýklum á skömm- um tíma. Þessi hvati er einnig í tárum. Ashley Montagu telur því, að grátur hafi orðið að mannlegum eiginleika, af því að grátur hamli gegn hinum skaðlegu áhrifum, sem grátur án tára hafi á slím- himnur ungbarna. Snemma á þróunarskeiði mannsins voru lífsmöguleikar þeirra barna, sem grétu án tára, miklum mun minni en þeirra, sem flóðu í tárum. Þess vegna varö þróunin sú, að hin tárvana tjáning vanlíðunar varð að gráti, sem síðan hefur ef til vill stuðlað að þróun samúð- artilfinningar mannsins. — Hæfileikinn til að gráta er einkennandi fyrir mannkynið í heild, og það sýnir, að þessi hæfileiki á sér djúpar líffræði- legar rætur. Hann tengist jafn- framt hinni veigamiklu gáfu að geta fundið til samúðar — sem tárin vekja, segir Ashley Mont- agu. Hann segir ennfremur, að það hafi einkennt manninn frá því er sögur hófust, að hann hafi haft hæfileika til samúðar, fé- lagstilfinningar og samvinnu. er hollur Og það eru einmitt þessir eig- inleikar, sem Ashley Montagu telur eiga rætur að rekja til gráts ungbarnsins. Frummenn- irnir hafi komizt að raun um, að ungbarnið gréti til að láta í ljós óánægju eða til að vekja á sér athygli, og smám saman hafi hæfileikinn til að finna til með öðrum orðið ríkari með mönnum. — Það er því sennilegt, segir Ashley Montagu, að ungbarns- grátur hafi haft áhrif til aukinn- ar mannúðar meðal mannkyns- ins í heild. Þess vegna telur hann, að það sé illt til þess að vita, að það sé liður í barnauppeldi okkar, að drengjum sé kennt að gráta ekki. Litlum drengjum er sagt, að þeir verði að gera það fyrir for- eldrana að gráta ekki og til að vera stórir í augum umheimsins. Þess vegna lærist drengjum að gráta ekki, þótt þá langi til þess. — Seinna kemst pilturinn eða maðurinn að þvi, að þó að hann vilji gráta, þá getur hann það ekki. I stað þess kemur „grátur- inn“ fram í líkamanum. Honum verður þungt um andardráttinn eða þá hann fær meltingar- truflanir, segir Ashley Montagu. Hann telur það afar óvitur- legt, að grátur skuli vera bann- helgur, þegar karlmenn eigi í hlut: — Grátur er hollur. Ekki ein- ungis fyrir einstaklinga, heldur fyrir samfélagið einnig. Grátur fær menn til að hugsa um aðra en sjálfa sig. Það eitt, að maðurinn skuli hafa framstætt nef, sýnir, að það muni vera gott að gráta. Það fer illa með slímhimnur, táragöng og sálarheill að neita sér um það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.