Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 13
N MENNHL MARZ Á ráðstefnu geimvísindamanna og verkfræðinga í Bandaríkjunum, hefur verið lagt á ráðin um mannaðar geimferðir til Marz. Senn verður kleift tæknilega að senda menn þangað, en leiðin er 300 milljón km, ferðin aðra leiðina tæki 6 mánuði og menn yrðu að bíða á annað ár eftir hagstæðri afstöðu Marz og Jarðar til að komast heim. Eftir ANDREW CHAIKIN. nnrásin gæti átt sér stað þegar árið 2010. Eftir sex mánaða siglingu um geiminn myndi farkost- urinn, samsafn af sívölum einingum, eldsneyt- isgeymum og eldflaugahreyflum, nálgast áfangastaðinn. Framundan koma í ljós hin miklu gljúfur, fjöll og rauðu eyðimerkur á Mars. Þrjú lítil för skiljast við móðurskip- ið, og undir fjölda fallhlífa og við dyn hemlaflauga lenda þau í rauðu ryki. Fimmtán menn og konur rétta úr sér, stíga út úr lendingarförunum og koma fyrir flaggi úr málmi í jarðveginum. Er- indi þeirra er að stofna fyrstu varanlegu stöðina á annarri reikistjörnu. Þessi atburðarás, sem eitt sinn heyrði til heimi vísindaskáldsagna, gæti orðið að veruleika. Áhugi manna á því að senda menn í leiðangur til Mars fer vaxandi meðal ábyrgra manna. Hans hefur meira að segja orðið vart meðal opinberra aðila í Washington, sem fjalla um fjárveitingar í þágu tækni og vísinda. Þannig hefur þing- nefnd nýlega mælt með könnun á Mars með það langtímamarkmið fyrir augum að nema þar land. KOSTAR UM 40 MILUARÐA DOLLARA Þennan áhuga og stuðning við leiðangur manna til rauðu reikistjörnunnar má að miklu leyti rekja til hóps jarðbundinna „draumóramanna", sem kalla sig „Mars Underground" (Neðanjarðar-) „Lestin til Mars“. Þeir halda því fram, að á tímum geimferja og geimstöðva ætti leiðangur til Mars ekki að vera eins erfiður og dýr og áður var talið og sérstaklega, ef önnur lönd myndu taka þátt í fyrirtækinu. Það kemur til dæmis fram í nýlegri skýrslu frá Reikistjörnufélaginu (Planetary Society), að minni háttar leiðangur, sem byggðist að miklu leyti á þeirri tækni, sem þegar er fyrir hendi, myndi kosta innan við 40 milljarða dollara, sem er helmingur þess, sem Appollo-áætlunin kostaði, er farið var til tunglsins. í júlí sl. komu yfir 100 vísindamenn, verkfræðingar og aðrir áhugamenn saman í Colorado-háskóla í Boulder til að ræða og leggja á ráðin um, hvernig, hvenær og til hvers menn myndu fara til Mars — ekki til stuttrar heimsóknar, heldur til dvalar þar. Þessi 5 daga ráðstefna á vegum Reiki- stjörnufélagsins var önnur í röðinni undir heitinu „The Case for Mars“ (Marsmálið). Eftir að einstök atriði málsins höfðu verið reifuð af hverjum sérfræðingnum á fætur öðrum, virtist Mars ekki lengur vera kald- ur, þurr og hrjóstrugur hnöttur. Þátttakendur höfðu ástæðu til að ætla, að umræður þeirra yrðu teknar alvarlega. í ljósi þess, að Hvíta húsið hefur léð sam- þykki sitt fyrir því, að mannaðri geimstöð verði komið upp á 10. áratugnum, kynni Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) að vera reiðubúin að gera frekari áætlanir. Og vísindamenn og talsmenn geimrann- Mnoig hugsa erðimörk. menn sér ferju, sem send nefur verið frá geimskipi á nraut umhverfis Marz — og hefur íent heilu og höldnu með menn mnanborðs í hina' rauðleitu sókna eru að vinna að því, að aftur verði farið til tunglsins, þar sem geimfarar myndu setja á fót fasta stöð ef til vill í því skyni að vinna úr yfirborði tunglsins súr- efni og önnur efni til notkunar bæði á tunglinu og stöðvun á braut umhverfis jörðu. (Það þarf minni orku til að flytja birgðir frá tunglinu vegna hins litla þyngdarafls þess, heldur en til að koma þeim frá jörðu.) 300 MlLLJÓN KM LÖNG FERÐ Fyrsta ráðstefnan um leiðangur til Mars var haldin í apríl 1981 í Boulder, og þá komust menn að þeirri niðurstöðu, að það væri framkvæmanlegt að koma upp stöð á Mars. Tilgangur ráðstefnunnar í júlí sl. var að útfæra hina upprunalegu hugmynd og sýna fram á, hvernig landnemar gætu í raun og veru lifað á Mars. Ævintýrið myndi hefjast, þegar eldflaug flytti einingar í Marsfarið á braut um- hverfis jörðu. Eftir að farið hefur verið sett saman í geimnum, verður það sent út af brautum jörðu og hefur þá hina 300 millj. km löngu leið sína til Mars. Þremur dögum fyrir komuna til áfanga- staðarins myndi áhöfnin fara úr móður- skipinu í lendingarför, sem hvert væri um helmingi minna en geimferja. Hinn þunni lofthjúpur á Mars myndi vera notaður til að hægja á förunum, sem héngju þess vegna í fallhlífum, en hemlunarflaugarnar væru geymdar fyrir síðasta hluta ferðar- innr niður á yfirborð Mars. Þeim, sem væru við sjónvarpsskermana á jörðu og myndu eftir lendingu Apollós, myndi finn- ast, eins og þeir hefðu séð þetta áður. En þar með er einnig lokið þvi, sem líkt er með þessum tveimur ferðum til annarra hnatta. Þeir könnuðir, sem þarna hefðu lent, kynnu ekki að eiga á mörgu völ. Eftir hina sex mánaða ferð myndi afstaða jarðar og Mars ekki lengur vera hagstæð, og ferð til baka þegar í stað myndi krefjast of mikils eldsneytis og taka of langan tíma (tvö ár). Næsta hagstæða staða hinna tveggja reikistjarna yrði ekki fyrr en 16 mánuðum síðar. svo að í stað þess að fara stutta ferð eins og farin var með Appolló til tunglsins nokkrum sinnum munu fyrstu Marsfar- arnir ienda bess albúnir að reisa bar var- aniega stöð. Geimskipið þeirra myndi sigla Landanám á Marz Skýringar við myndina Marzfarar hafa komið sér fyrir i sléttum gígbotni á Marz. Landið er rauðleitt og himíninn einnig. Tveir geimfarar í sér- stökum búningum, sem falla tiltölulega þétt að líkamanum, vinna rið að taka jarðvegssýni. 2. Geimfarinn lengst til hægri hefur brugðið sér á loft og til þess hefur hann fyrirferð- arlítið þrýstiloftstæki á bakinu, en tiltölu- lega lítill þyngdarkraftur á Marz, gerir það mögulegt. 3. Vistarverur geimfaranna og rannsókn- arstofur eru grafnar niður til að verjast geislun. Þær eru úr einingum, sem likjast geysistórum rörum. 4. Röð gróðurhúsa, þar sem ræktað er grænmeti og ávextir. 5. Trektlaga kæliturnar standa uppúr yfir- borðinu, en undir eru kjarnorkuknúnar aflstöðvar. 6. Sérstök belglaga farartæki á lofti, sem notuð verða til könnunar. Þau eru knúin með sólarorku. 7. Á „flugvellinum“ standa tilbúnar þrjár skutlur, sem notaðar verða til að ferja Marzfara og farangur milli geimfarsins ogyfírborðs plánetunnar. 8. Ferjuskutlan kemur til lendingar, setur út fallblífar og hemlar með þrýstilofti áður en hún lendir með tæki og geimfara, sem leysa aðra af. um kolvetnum, en hins vegar myndu þeir þarfnast ætijurta af sálfræðilegum ástæð- um. Það gæti orðið jafn einfalt mál að koma upp gróðurhúsum á Mars og það að blása upp nokkur skýli úr plasti við lágan loftþrýsting. Síðar myndu varanlegar byggingar með glerþökum, sem vernduðu gróðurinn gegn hinum sterku útfjólubláu sóiargeislum, er ná gegnum lofthjúpinn á Mars, taka við af þeim. Stöðin á Mars myndi líkjast mjög hlið- stæðri stöð á tunglinu. Geimstöðvar-ein- ingar, sem sendar yrðu með ómönnuðum flutningaförum, gætu myndað húsasam- stæður. Áhöfnin þyrfti aðeins að hylja ein- ingarnar með jarðvegslagi til verndar gegn sólar- og geimgeislum. Farartæki á landi knúin rafhlöðum eða sólarorku myndu vera landnemunum til ráðstöfunar til ferðalaga um hinn nýja hnött þeirra, flutt þangað með sérstökum geimförum, en þeir myndu ef til vill fyrst vilja kanna landslagið úr lofti. í þvi skyni kom fram tillaga um stýranleg loftför. Til öryggis yrðu þau þannig úr garði gerð, að þau væru ekki það létt, að þau gætu svifið í hinu þunna lofti á Mars, en hægt yrði að koma þeim á loft með skrúfubúnaði knúð- um sólarorku. Könnuðirnir gætu síðan kannað athyglisverð svæði úr þeirri hæð, sem þeir kjósa, áður en þeir færu þar um á landi. Þær könnunarferðir munu væntanlega skila þeim árangri frá vísindalegu sjón- armiði, að stöðin á Mars þyki hafa borgað sig. Um fleiri hliðar á þessu fyrirtæki vís- ast til orða Carl Sagans síðar í þessari umfjöllun. í gljúfrum rauðu reikistjörn- unnar, dölum, eldfjöllum og pólhettum eru ekki aðeins fólgnir lyklar að leyndardóm- um Mars, heldur einnig annarra pláneta og reyndar sólkerfisins alls. Þegar jarð- fræðingar eru farnir að kynnast annarri veröld eins og þeirra eigin, er óhætt að segja, að jarðfræði og geimvísindi verði aldrei hin sömu aftur. I könnunarleiðöngr- um sínum um Mars munu geimfararnir kynnast furðulegu landslagi. Þar eru gljúf- ur, sem eru þúsundir kílómetra löng, og eldfjöll, sem gnæfa út í geiminn. SVQR VlÐ MÖRGUM SPURNINGUM Ein mikilvægasta rannsóknarferðin verður til norðurpólsins á Mars, þar sem skiptast á lög af ísi og salla, sem gætu sagt til baka tíl nliðar 18 mánaða leið, þar sem ný áhöfn í'æri um borð til að leysa hina fyrri ;tf ú Mars. Marzfarar verða Að lifa a landinu Marsfararnir myndu ekki að öllu leyti brjóta nýtt land. Mikið af þeirri reynslu, sem fengizt hefði við byggingu tunglstöðv- ar, myndi beinlínis koma að haldi þar. Michael Duke, jarðfræðingur hjá NASA, segir: — Aðalmunurinn verður birgðaöfl- unin. Landnemarnir á tunglinu gætu feng- ið allt, em þeir þörfnuðust, frá jörðu. En Marsfararnir yrðu að lifa á landinu. I því tilliti hefur Mars þann mikla kost fram yfir tunglið, að hann hefur vatn. Myndir, sem Mariner- og Víkingageimförin sendu til jarðar, sýndu, að mikið vatnsmagn hafði einhvern tíma runnið um yfirborð Mars. Á ráðstefnunni í Boulder var það mikið rætt, hvar það vatn væri nú niður komið og hvort landnemar á Mars myndu geta nýtt sér það. Nokkuð af vatni er bundið í ís á pólhettunum, en lágt hitastig og miklir stormar myndu gera lífið erfitt þarna. Sennilega er meira vatn bundið í jarð- skorpu Mars. En jafnvel þótt hægt væri að ná í vatn úr yfirborðinu, myndi það ekki vera í nothæfu formi. Víkinga-lendinga- förin fundu margs konar sölt í jarðvegin- um, svo að vatn úr frostinu á Mars myndi líklega vera brimsalt. „Það kynni að vera eins þykkt og sjórinn í Dauðahafinu, og við hitastigið á Mars myndi það vera eins og gler,“ sagði Benton Clark, jarðfræðingur hjá NASA, sem vann að greiningu upplýs- inga frá Víkingaförunum. Það kom fram á ráðstefnunni, að öllu vænlegri vatnslind væri fólgin í lofthjúpi Mars. Um þúsundir milljarða lítra af vatni er að finna í andrúmsloftinu í mynd gufu. Með því að þjappa saman „loftinu" á Mars, en það er að miklum hluta koldíoxíð, gætu geimfararnir náð úr því nægilegu fljótandi vatni til sinna þarfa. Loftþjappan og önnur hjálpartæki yrðu send með sérstöku geimfari á undan Marsförunum til að treysta stöðu þeirra í lífsbaráttunni eftir lendingu. Eftir að áhöfnin hefur lent, munu aðrar birgðir berast stöðuft frá jörðu í flutningaförum. Auk þess að drekka vatnið gætu land- nemarnir á Mars klofið það efnafræðilega, fengið úr því súrefni til öndunar og vetni, sem oota mætti til að framleiða fæðu, piast, og önnur efni. .Frumeindir vetnis t eru gull á Mars,'1 segir Clark. Hafa má Tilsýndar er Marz rauð á litinn. Þar er mikið um risastóra gíga og þar eru farvegir, sem bera vitni um rennandi vatn. Á heimskautunum er ís. fleiri not af lofthjúpnum á Mars. Koldíox- íði er hægt að breyta í kolmónoxíð, sem má nota sem eldsneyti fyrir eldflaugar. „Það er ekki ýkja gott eldsneyti, en það má nota það,“ sagði J. French, sérfræðingur við þotueldsneytistilraunastofu í Kaliforníu. Garðyrkja á Mars Koldíoxíð mun einnig koma sér vel fyrir garðyrkju á Mars. Eins og G. Soffen, líf- fræðingur hjá NASA. benti á, þá gætu tandnemarnir á Mars komizt af með mat- 1 væii, sem byggöist á efnafræðilega tilbún- sögu hundraða milljóna ára. Með því að mæla hlutfallslegt magn íss og salla í lög- unum gæti verið hægt að fá yfirlit yfir breytingarnar á loftslagi Mars í tímans rás. Meiri salli hefði safnazt saman á hlýj- um tímabilum, þegar lofthjúpurinn var þykkari. Vísindamenn telja, að ísaldir eins og þær, sem hrjáð hafa jörðina, séu til komnar vegna lítillegra, tímabundinna breytinga á brautum reikistjarna. Vitn- eskja um það, hvernig Mars hefði brugðizt við þessum áhrifum, myndi auðvelda vis- ndamönnum að gera sér grein fyrir, hvernig isaldir eigi sér stað á jörðu. b'SBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. MARZ 198S

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.