Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 7
Teikning/Flóki. kona nokkur. Hún var með hrafnsvartar fléttur sem tóku henni um hné og var bæði hávaxin og tíguleg, en eilítið harðleit. Kliður fór um söfnuðinn, þareð enginn kannaðist við yfirbragð hennar úr neinni ætt á Suður- nesjum né jafnvel af Suðurlandi. Konan benti á Þorgeir og sagði: „Þetta er þitt barn, Rauðkollur, og þú hést að láta skíra það ef ég kæmi með það til kirkju." „Slíkt heit hef ég aldrei gefið,“ sagði Þorgeir. „Kannastu ekki við að þetta sé þitt eigið afkvæmi?" Þorgeir hafði hörfað til baka og fór skjálfti um hann. Hann hélt höndum á loft einsog til að verjast einhverri aðsókn. Hann mælti: „Ég kannast ekki við neitt í þinni návist, auma norn!“ „Og þetta segirðu eftir að ég hef bjargað þér frá bráðum bana, hjúkrað þér og annast þig á allan hátt?“ „Ég segi þetta og meira til. Hafðu þig á burt héðan og taktu með þér þennan arga álfagrisling þinn!“ Konan horfði á hann augum sem virtust gúlpa æ meir út. Hún mælti: „Ég sagði þér að það yrði dýru verði keypt ef þú létir ekki skíra barnið. Og nú er komið að skuldadögum. Því héðan í frá, feita flón, skaltu verða viðbjóðslegasti, ódælasti og illræmdasti hvalur í ger- völlum heimshöfunum, og margir" — hún sveiflaði höndunum kringum sig — „margir munu láta lífið af þínum völdum!" Að svo mæltu greip hún vöggu og barn og var horfin. Nú steingleymdi fólkið útför Eiríks Magnússonar og hóf að skeggræða um atvikið og hina framandi konu. Ketill sagði: „Ég hef ekki séð heiminn, en ég hef verið í Hrísey og þessi kona hefur sömu augu og konur þar.“ Annar maður mælti: „Betri eru þjófsaugu Hallgerðar en augu þessarar konu.“ Einhver gat sér þess til, að ef til vill væri þetta ekkja sú í Mýrdalnum sem sagt var að Þorgeir hefði átt vin- gott við áður en hann varð innlyksa á skerinu. En aðrir héldu því fram, að umrædd ekkja hefði dáið í millitíð- inni og væri að auki löngu komin úr barneign. En það var flestra mál að konan með hrafnsvörtu flétturnar og illa augað væri álfkona, að hún væri af kyni huldufólks sem byggir eyðistaði allt frá Eldey til Hornstranda, frá Fróðá á Snæfellsnesi til Njarðvíkur á Austurlandi, og sömuleiðis Geirfuglasker, og að þetta hulda kyn hefði á engu meiri hug en blanda sínu eigin sauruga álfablóði við blóð íslendinga, og væri rauð- hærða barnið einmitt ávöxtur þessháttar blóðblöndun- ar. Nína, sem var bústýra hjá þeim mæðginum, kvaðst ekki hafa komist hjá að heyra til Þorgeirs þegar hann muldraði í ölæði við eldstóna, og þá, já, þá var hann vanur að tauta eitthvað um fólk sem hefði annast hann og um bönd sem hann hefði bundist. Guðrún kvaðst hafa vitað að eitthvað þessu líkt mundi koma fyrir. Hvernig sem hún hefði strokkað daginn á undan, þá hefði ekkert smjör komið. í brunn- inum hjá bænum hefði verið silungur á sundi. Og sést hefði til staks hrafns á sveimi yfir bæjarhúsunum. Hún sagði: „Sá hrafn var konan sem rændi veslings syni mínum!" Að svo mæltu reytti hún á sér hárið. Að því er Þorgeir sjálfan varðaði, þá virtist hann hirðulaus um allt umtalið. Lengi vel gróf hann andlitið í hönduin sér. Síðan fór skjálfti mikill um skrokk hans, og hann stóð upp og hljóp sem fætur toguðu frá kirkj- unni. Hann nam ekki einu sinni staðar heima hjá sér, heldur þaut áfram sem viti firrtur. Nokkrir menn veittu honum eftirför. Þeir vildu ekki að hann færi sér að voða. Þeir fylgdu honum eftir allt út að Stakksgnípu, háum hamri sem gekk í sjó fram. Þar stóð hann á blábrúninni eins og hann væri að búa sig undir að stökkva. Mennirnir reyndu að lokka hann til baka. En Þorgeir var orðinn svo stór og þunglamalegur af umönnun móður sinnar, að kletturinn klofnaði undan fótum hans og flís úr klettinum sentist á haf út og bar hann með sér. Einn eltingarmanna lét hafa eftir sér, að í sömu mund og Þorgeir snart vatnið hefði hann breyst í gríðarstóra steypireyði. Þessi hvalur, sagði maðurinn, var rauðleitur um allan hausinn. Hann hafði aldrei á ævinni séð stærri hval og hafði þó margsinnis verið á hinum rómuðu hvalaslóðum handan Reykjaness. Og brátt hafði hvalur, sem svaraði til þessarar lýs- ingar, tekið sér bólfestu í Faxaflóa, og mikill var skað- inn sem hann olli þar, því hann herjaði bæði á menn og báta án afláts. Orðrómurinn barst út: Varið ykkur á rauðhöfða hvalnum. Ægir var barnagaman í samjöfn- uði við hann. Ekki einu sinni aflakóngar, sem þó eru alkunnir fyrir þekkingu sína á lymskubrögðum hafsins, hefðu verið óhultir á slóðum hans. Rímur um hann voru fljótlega ortar og fóru víða; þær greindu frá hvernig hann renndi sér undir báta og hvolfdi þeim með bak- veltu og lamdi síðan með tröllvöxnum sporði þangað til allir sjómenn voru ýmist drukknaðir eða lostnir til bana. Fisktorfur lögðu á flótta þegar hann nálgaðist, selir skriðu á land. Og oft mátti sjá hann á sveimi skammt undan landi, eins og einhver áköf löngun í blóðinu ræki hann til að stíga uppúr sjónum og gera útaf við landkrabbana líka. Síðar hafðist hvalurinn einkum við á hafsvæðinu milli Akraness og Seltjarnarness og drekkti þar áhöfn- um átján báta. Meðal þeirra sem hann drekkti voru sonur prestsins í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og annar sonur prestsins á Kjalarnesi. Þessir tveir klerkar afréðu að leggja saman, þareð þeir tóku sonamissinn ákaflega nærri sér. Þeir stökktu helgu vatni á fjörðinn og fóru með margháttaðar særingar. Þeir sárbændu hvalinn, í nafni Jesú Krists, að hverfa frá siðspilltum lífsháttum sínum. og þeir fóru með Faðirvorið afturábak, því vitað var að með þeim hætti hafði heilagur Þorlákur hrakið burt alla illa anda úr Látrabjargi. En ekkert af þessu hafði tilætluð áhrif. Ef satt skal segja varð rauðhöfða hvalurinn sýnu verri viðskiptis eftir tilraunir prestanna til að yfirbuga hann. Hann drekkti þremur litlum telpum við Hvítanes og hvolfdi báti sem var í eigu Bjarna goða, og var Bjarni sjálfur innanborðs. Presturinn í Saurbæ mælti: „Má vera að við gerðum rétt í að leita hjálpar Guðrúnar Magnúsdóttur." „Hver er Guðrún Magnúsdóttir?" spurði hinn. „Það er sagt að hún sé móðir hvalsins." „Móðir hvalsins? Hefur mér ekki misheyrst, góði vin- ur? Hvað heldurðu að Guðmundur biskup segði um þvílíkan þvætting?" „Ég hefði ekki lagt trúnað á söguna sjálfur, ef ég hefði ekki heyrt hana af vörum séra Heimis Áskelsson- ar, sem er prestur á Suðurnesjum og mjög trúverðugur maður. Séra Heimir segir, að þessi kona haldi sig vera móður hvalsins. Ég hef tilhneigingu til að efast um það. En svo virðist sem hvalurinn vinni aldrei mein bátum þarsem hún er innanborðs. Keppinautar í fiskiflotanum á Suðurlandi eru farnir að etja kappi um að fá afnot af henni. Fyrir sitt leyti vill hún einungis vera nálægt þeim sem hún telur vera son sinn, hversu andstyggilegt sem framferði hans er.“ Þannig atvikaðist það að prestarnir tveir fóru á Suð- urnes til að heimsækja Guðrúnu, sem nú var orðin sköllótt, hálfgeggjuð gömul kerling sem látlaust var að þrátta við drukknaða frændur sína um ættartölur. í fyrstunni var hún treg til að láta prestana senda sig með báti útá fjörðinn. Því þann sama morgun hafði hún lesið mannslát úr flugi kríu; og hvað sem leið ættar- venju, þá vildi hún ekki drukkna einmitt núna. En þeir útskýrðu fyrir henni að hver sú móðir, sem ætti jafn- voldugan sækonung og sonur hennar væri, hún væri jafnóhult á hafi úti og heima við eldstóna. Þetta lét gamla konan sér vel líka. Og vissulega langaði hana til að sjá son sinn aftur. „ójá, hann Þorgeir minn rauðkoll- ur,“ sagði hún, „mikið hefur hann nú breyst síðan í gamla daga.“ Þau lögðu frá Saurbæ í lygnu. Og varla voru þau komin útí fjarðarmynnið þegar þau sáu kolsvarta rák nálgast eins og fisktorfu. Síðan sveigði hún til hliðar við þau og kom þá í ljós það sem þau voru að svipast eftir, stærsti og illræmdasti hvalur á öllu íslandi. Guðrún hallaði sér yfir borðstókkinn og heilsaði honum; og jafnvel presturinn af Kjalarnesi sá ekki betur en hval- urinn tæki kveðjunni með höfuðhneigingu. Brátt var gamla konan farin að þylja viðstöðulaust blending af gróusögum að heiman og ættartölum, en hvalurinn synti álengdar eins og hann væri að hlusta á raus hennar. „Við ginnum hann beint inn fjörðinn," sagði prestur- inn í Saurbæ. „Hann er eins og lamb að leika sér við fyrir tilverknað þessarar konu.“ Hvalurinn fylgdi þeim framhjá grýttum tanganum á Þyrilsnesi og inná grynningarnar í Botnsvogi, þar sem firðinum lýkur og Botnsá rennur í hann. Allan tímann hélt Guðrún áfram að masa við hann. Hún talaði um hórdómsmál Ketils Skaftasonar og sömuleiðis um hátt verð á kindakjöti. Hún sagði: „Eg vona þér líði vel, Þorgeir minn, þrátt fyrir allt.“ Presturinn af Kjalarnesi hvíslaði til félaga síns: „í minni sókn er vitfirringum eins og henni sleppt upp á heiðar þar sem þeir fá að ráfa í næði. „Já,“ sagði hinn, „en það er samt fyrir hennar tilstilli að við höfum loks náð tökum á skrímslinu." Og í þeim töluðum orðum heyrðist óguðlegt öskur eins og kemur frá djöflunum í Heklugíg. Hljóðin komu frá hvalnum þegar hann komst að raun um að hann var fastur á grynningunum. Hann fór að hlunkast og snúa sér á ýmsa vegu, en því meir sem hann barðist um þeim mun nær færðist hann þurru landi. Nú tóku prestarnir fram hrútshorn sín og blésu kröft- uglega. Skyndilega spratt fram her manns á ströndinni búinn spjótum og atgeirum. Þessir menn höfðu leynst bakvið kletta og hóla meðfram endilöngum Botnsvogi. Og nú nálguðust þeir flæðarmálið. Sonur Bjarna goða hrópaði á hefnd í nafni föður síns. Síðan stökk hann af kletti yfirá bak hvalsins og hóf að höggva æðislega með stríðsöxi sinni. Hinir voru ekki langt að baki honum. Þeir æptu og stungu vopnum sínum aftur og aftur í hvalinn. Svo mjög var hann stunginn að allur fékk skrokkurinn sama litarhátt og hausinn. Og því meira blóð sem rann, þeim mun ötulli voru mennirnir við iðju sína og stungu hvalinn eins djúpt og spjót þeirra náðu. Hvalurinn öskraði og lamdi vatnið með gríðarstórum sporðinum, en fékk ekki hrist þá af sér. Sagt var að meðan á bardaganum stóð hefði runnið á Guðrúnu berserksgangur og hún reynt af öllum mætti að stöðva drápið með því að ráðast á mennina hvern af öðrum, reyta hár þeirra með miklum öskrum, þrífa af þeim spjótin og gera þeim allt til miska. En enginn berserkur, ekki einu sinni sá sem knúinn er áfram að móðurhvötum, hefur nokkurntíma orðið jafnoki tvisvar sinnum hundrað manna. Og hversu mjög sem gamla konan lagði sig fram, gat hún ekki komið í veg fyrir að gerður væri spjótapúði úr syni hennar. Og jafnvel áður en hvalurinn hafði tekið síðasta and- varpið, voru karlarnir farnir að bollaleggja um að sjóða olíuna og hirða spikið. „Æ, elskulegi sonur, Rauðkollur minn kæri,“ sagði gamla konan grátandi, „alltaf vissi ég að illa mundi fara fyrir þér.“ SIGURÐIIR A. MAGNÚSSON ÞÝDDI Lawrence Millman er bandarlskur rithöfundur sem nokkrum sinnum hefur dvalist á islandi og vinnur nú aö bók um landið. Hann er kunnur vestanhafs fyrir skáldsöguna „Hero Jesse" (1982), sem vakti mikla athygli. Bók hans um irland, „Our Like Will Not Be There Again", hlaut PEN-verölaunin fyrir 1977. Ljóð hans og smásögur hafa birst I nokkrum helstu bókmenntatlma- ritum Bandarikjanna. Siguröur A. Magnússon er rithöfundur I Reykjavlk. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 30. MARZ 1985 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.