Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 20
 Öddi á Rangárröllum fyrir um það bil einni öld. Hér stendur séra Mattbías Jocbumsson rið kirkjudyr, en bann rar prestur í Odda á árunum 1881—1887. Oddi á Rangárvöllum Fornt höfðingjasetur og einn af uppsprettustöðum íslenzkrar menningar Eftir Árna Böðvarsson rag skó þína af fótum þér, því að staðurinn sem þú stendur á er heilög jörð. — Þessi orð sem skráð voru 1 heilaga ritningu í árdaga vestrænnar ritmenningar mega með nokkrum hætti eiga við Rangæinga og Oddastað. Þetta forna höfð- ingjasetur er einn sá staður sem verið hefur uppspretta íslenskrar menningar frá fornu fari. Raunar er það svo að upphaf menntaseturs hér í Odda er okkur hulið inni í þokunni sem hjúpar flest á fyrstu öldum þjóðarsög- unnar. Samt verður reynt að benda hér á nokkur atriði sem geta varpað dálitlu ljósi á mikilvægi staðarins í sögu héraðsins og íslenskrar menningar. Lærdómur þeirra manna sem sátu þennan stað, kunnátta þeirra í vísindum samtímans, barst þjóðinni við miklar breytingar sem urðu hér í kjölfar kristnitök- unnar. Vísindi öll á þeim tímum máttu kallast vera á vegum kirkjunnar manna og skyldu því stuðla að fram- gangi hennar mála. Skv. ísl. þjóðtrú lengst af var þó kunnátta hvorki af hinu góða né illa, heldur var hún máttur byggður á yfirráðum yfir náttúrulögmálum, eins konar orkubeislun þeirra tíma þótt hún kæmist ekki lengra en í þjóðtrúna. Það munu hafa verið ekki fáir sem hafa hugsað sér að nú væri gott að eiga kunn- áttu og vald Sæmundar fróða til að létta sér dagleg störf, sækja eldivið upp í Landskóga fyrir austan Búr- fell, bjarga heyi undan rigningu, eða bara moka fjósið. En til þessa notaði Sæmundur kunnáttu sína, jafnvel kennara sinn úr Svartaskóla. — Það var gott að geta flúið inn í þennan draumaheim þegar raunveruleikinn var öðruvísi. Það mun annars lítt þekkt, ef ekki með öllu óþekkt, í gervallri sögu kristninnar að fremstu menn kirkjunnar, einmitt þeir sem fólk hafði mestar spurnir af eins og séra Sæmundur í Odda og séra Hálfdan á Felli í Skaga- firði, hafi sótt lærdóm sinn í skóla hjá sjálfum erkióvin- inum. Fremstu menn hinnar alþjóðlegu kirkju eins og páfinn í Róm og erkibiskupar einhvers staðar úti í löndum voru utan við þetta áhrifasvæði þjóðtrúarinnar; þeir voru of fjarlægir raunveruleika hversdagsins. Það skipti engu máli þó að þessi trú væri ekki í neinu samræmi við kenningar kirkjunnar. En ef til vill er þetta eitt skýrasta dæmið um sjálfstæði íslendinga gagnvart útlendum kenningum. Stórhöfðinginn Jón Loftsson Einn kunnasti ábúandi í Odda var Jón Loftsson sem bjó hér fyrir átta öldum. Kalla má að hann hafi komist næst því að vera ókrýndur konungur íslands meðan hann stóð upp á sitt besta. Ekki getum við vitað nú hvort hugur hans hefur staðið til slíks, en hann hefur þekkt þjóðskipulag annarra ríkja um sína daga og jafn- framt skilið að þjóðskipulag íslendinga var ekki í sam- ræmi við það. Samt vill hann ekki flana að breytingum, sér ekki ástæðu til aö veita kirkjunnar höfðingjum meiri völd en þeir höfðu áður haft, enda er frægt svar hans þegar hann neitar að láta af hendi forræði fyrir kirkjunni á Höfðabrekku í Mýrdal, en þar átti hann völd og eignir sem víðar. Um boðskap erkibiskups í því sambandi eru þessi orð höfð eftir honum: „Heyra má ég erkibiskups boðskap, en ráðinn er ég í að halda hann að engu, og eigi hygg ég að hann vilji betur né viti en mínir foréldrar, Sæmund- ur hinn fróði og synir hans. Mun ég og eigi fyrirdæma framferðir (þ.e. ganga gegn ákvörðunum) biskupa vorra hér á landi er sæmdu þann landssið að leikmenn réðu þeim kirkjum er þeirra foreldrar gáfu guði, og skildu sér vald yfir og sínu afkvæmi." Það var þessi afi Jóns, Sæmundur fróði, sem lét reisa kirkju hér í Odda, og helgaði hana Nikulási frá Myru í Litlu-Asíu, fjórðu aldar manni sem var dýrlingur sæ- farenda. En Oddaverjar voru mjög í förum til annarra landa og þurftu því verndar dýrlings til að þeim farnað- ist vel. Og sú trú hefur hvílt á kirkjunni að verndar- dýrlingurinn dugi henni vel. Það var einmitt Sæmundur fróði sem studdi setningu tíundarlaganna árið 1096 eða 1097, þar sem kveðið var á um skattgreiðslu til almannaþarfa, og skyldi skipta tekjunum í fjóra hluta, til biskups, presta, kirkna og þurfamanna. Þetta fyrirkomulag segir Jón með þessum orðum að sé betra en það sem erkibiskup vildi innleiða. Tíundinni til kirkna fylgdi vitanlega auðsöfnun höfð- ingja því að þeir héldu áfram að fara með kirkjurnar sem sína eign eftir að þeir höfðu gefið þær Guði eða helgum mönnum. Og auðsöfnun ábúendanna í Odda hélt áfram margar aldir eftir dauða Jóns Loftssonar, en hún byggðist alla tíð á því valdi sem fylgdi skattheimtunni, ekki á búskapnum á jörðinni. Eflaust hafa þeir beitt þessu valdi misjafnlega. En þessi aðstaða þess sem hélt Odda gerði staðinn eitt eftirsóknarverðasta brauð landsins. Þessar tekjur af brauðinu tóku snemma að rýrna, en hurfu ekki fyrr en nútímahættir komust á og skattgreiðsla frá öllum bæjum í Rangárþingi féll niður, fyrst í raun og svo að lögum. Því sóttu hingað dugmiklir menn sem hugsuðu hátt. Sjö Oddaprestar Urðu Biskupar Af rúmlega 90 (líklega 93) biskupum á íslandi frá því er fyrst var reistur biskupsstóll í Skálholti, hafa sjö verið prestar hér (vígslubiskupar eru ekki taldir i þess- ari tölu). Ólafur Gíslason var hér prestur 21 ár áður en hann tók við embætti Skálholtsbiskups 1747, hafði áður hafnað biskupsembætti á Hólum. En Hólabiskupar komu að minnsta kosti fjórir héðan frá Odda, Ólafur Rögnvaldsson á 15. öld, og Björn Þorieifsson var hér ein átta ár áður en hann tók við embætti Hólabiskups 1697. Árni Þórarinsson var hér þrjú ár prestur áður en hann varð næstsíðasti biskup á Hólum 1784. Báðir eru þeir taldir til skörunga í hópi íslenskra biskupa. Þá er ónefndur sá Hólabiskupinn sem kunnastur er nú, Jón Arason. Hann hafði veitingu fyrir Oddastað 1519—25, en lét staðgengla sinna prestsverkum hér. Tveir af biskup- um yfir öllu landinu voru áður prestar í Odda, Stein- grímur Jónsson 1824—45 og Helgi Thordersen 1846—66. Mér sýnist við skjóta athugun að önnur prestssetur komist ekki nærri Ödda að þessu leyti, nema Reykjavík- urprestakall og dómkirkjuprestakallið á Hólum með sjö, og í Skálholti hafa víst verið 12 dómkirkjuprestar sem síðar urðu biskupar. — Þessi litla og smámunalega upptalning segir dálítið um stöðu Odda meðal presta- kalla hér á landi. Hér Lærði Snorri Að Lesa Og Skrifa Lítum þá aftur til búskaparára Jóns Loftssonar hér, áratuganna fyrir aldamótin 1200, fyrir 800 árum. Okkur tölvualdarfólki hættir til að líta svo á sem þessir tímar séu í órafjarlægð, og víst hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan. Þó er þetta ekki lengri tími en svo að áttræður maður hefur lifað tíunda hluta hans, og nú- verandi Oddakirkja hefur staðið rúman fjórtánda hluta þessa tímaskeiðs. Til að sætta menn vestur í Dölum tók Jón Loftsson til fósturs ungan son Sturlu Þórðarsonar í Hvammi. Þá var ráðinn sá hluti ævistarfs Snorra Sturlusonar sem hann er kunnastur fyrir. Hér hefur hann lært á bók, að lesa og skrifa, og orðið fyrir þeim uppeldisáhrifum sem réðu því hvað hann mat mest til skráningar, og hér hefur hann kynnst þeim fræðum, þeim fróðleik sem hann síðan setti á bækur. Þekking á sögu íslendinga og Norðmanna hefur verið hluti af þessari menntun hans — og annarra sem numið hafa hér, því að varla er gerandi ráð fyrir að hann hafi verið eini Oddasveinninn sem numið hafi bókleg fræði að marki. Tæpast mun Jón Loftsson þó hafa grunað hver áhrif yrðu af því að hann fræddi þennan unga Dalamann um meginþræðina í sögu Noregs. Hingað að Odda hefur Snorri frétt af deilum Orkneyinga og Norðmanna. Þar áttust við ann- ars vegar frændur fóstra hans í norsku kouungsættinni, hins vegar vinir þeirra Oddaverja í Orkneyjum. En viðskipti íslendinga við Orkneyinga virðast hafa gefið Oddaverjum bolmagn til að standa móti Norðmönnum í viðskiptum um þessar mundir og jafnvel gert þeim fært að þvinga niður verð á vöru norskra kaupmanna. Odda- verjar þeirra tíma tömdu sér siðu erlendra höfðingja í flestu eflaust í klæðaburði og hýbýlaháttum öllum, héldu uppi fræðslu fyrir unga menn og svo framvegis. Þannig komst Snorri í kynni við hið fremsta í alþjóð- legri menningu samtímans. í beinu framhaldi af veru sinni hér í Odda skráir Snorri svo megindrættina í sögu norskra konunga og valdabaráttu um nokkurra alda skeið, hann skrifar Heimskringlu. Og mjög sterk rök hafa verið færð til þess að hann muni einnig hafa ritað sögu Egils Skalla- grímssonar. Nægir að minna á stílfræðirannsóknir í því sambandi, kunnleika höfundar um norska staðhætti og ýmis minni atriði, svo sem frásagnir af landamerkja- málum sem eru mjög viðhallar Snorra. PÁLL OG SÆMUNDUR SYNIR JÓNS Sonur Jóns Loftssonar og Ragnheiðar hjákonu hans var Páll biskup í Skálholti, einn sá hérlendur biskup sem hvað mest virðist hafa hagað sér að hætti glbesi- legra erlendra stórhöfðingja. Hann lét gera sér líkkistu úr svo óforgengilegu efni að hún er á okkar dögum höfð til sýnis ferðamönnum í Skálholti, eini íslendingurinn sem vitað er um að hafi látið höggva handa sér stein- kistu til að liggja í dauður. Hann bjó að vísu ekki hér í Odda, því að skilgetinn bróðir hans sat staðinn, en hann var goðorðsmaður í Skarði á Landi uns hann gerðist biskup í Skálholti eftir Þorlák helga móðurbróður sinn og andaðist þar 1211. Sæmundur hét sá sonur Jóns Loftssonar sem hélt Oddastaö meðan Páll var biskup í Skálholti. Honum B

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.