Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 8
Þeir ræðast rið um trú og vísindí: Högni Óskarsson geðlæknir, til vinstri, og Torfí Ólafsson formaður kaþólskra leikmanna. Runólfur Ágústsson ræðir við Högna Oskarsson geð- lækni og Torfa Ólafsson, formann kaþólskra leik- manna um átökin milli trúar og vísinda í leikriti Leikfélags Reykjavíkur, Agnes — barn guðs Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir leikrit- ið AGNES — barn Guðs eftir bandaríska skáldið John Pielmeier. Verkið gerist í klaustri og fjallar um það að ein ungnunnanna eignast óskilgetið barn sem síðan finnst kyrkt ofan í ruslakörfu í herbergi henn- ar. Réttargeðlæknir (Sigríður Hagalín) er fenginn til að kanna sakhæfi ungnunnunnar Agnesar (Guðrún Gísladóttir), en abbadís klaustursins, Móðir Mirjam Ruth (Guðrún Ás- mundsdóttir), stendur í vegi fyrir rannsókninni og telur sig vera að vernda Agnesi. að kanna sakhæfi ungnunnunnar Agnesar (Guðrún Gísladóttir), en abbadís klaust- ursins, Móðir Mirjam Ruth (Guðrún Ás- mundsdóttir), stendur í vegi fyrir rann- sókninni og telur sig vera að vernda Agn- esi. í verkinu er gefinn möguleiki á krafta- verki. Hafna vísindin kraftaverkum og veita þau þar með svör við öllu, eða munu þau einhverntímann gera slíkt? Högni: Um leið og vísindin finna eitt svar sem tekist hefur að sanna, vekja þau tíu nýjar spurningar og þannig höldum við áfram. T.d. getum við litið á það hvernig heimsmynd okkar víkkar og þenst út. f dag munu vera til þeir stjörnufræðingar sem telja sig hafa fundið endamörk heimsins. Ég geri ráð fyrir að eftir svna 10—20 ár verði sú fullyrðing talin álíka gáfuleg og þegar sagt var að jörðin væri flöt. Eg tel þannig að sá dagur muni aldrei renna upp að vísindin geti skýrt alit. Þau geta leitt líkur að ýmsu en það er líka það eina sem þau geta gert. Torfi: Ég held að öllum vísindamönnum sé ljóst hversu óskaplega stórt viðfangsefnið er. Við sjáum ekki nema örlítið brot af heildinni og getum ekki gert okkur nokkr- ar vonir um að leysa gátuna til fulls. Guð hefur skapað allt, manninn líka, því getur maðurinn ekki vænst þess að skilja Hann og verk Hans til fulls. Ef við gætum það, værum við orðin jöfn Guði. Við verðum því að láta okkur nægja að skilja tiltölulega fátt, og margt af því sem við trúum getum við ekki sannað visindalega. Tökum kraftaverk sem dæmi, við erum sannfærð um að þau geti átt sér stað, en það getur verið erfitt að sanna þau fyrir öðrum. Sá, sem ekki trúir, útskýrir fyrirbrigðið á ann- an hátt. Trúið þið báðir á kraftaverk? Högni: Nei, ég trúi ekki á kraftaverk. En hins vegar gerast margir hlutir í lífi okkar sem ég get ekki skýrt, því get ég ekki sagt að kraftaverk séu ekki til. Torfi: Jú. Guð hefur skapað allt og heldur öllu við. Frá Honum stafar því einhver lífskraftur sem getur komið kraftaverki til leiðar. Þetta verður þegar krafturinn bein- ist sérstaklega að einhverjum punkti, t.d. fyrir tilstuðlan bænar. Að sjálfsögðu þarf þó það sem beðið er fyrir að vera í sam- ræmi við vilja Guðs. Högni: Læknisfræðin hefur að geyma margar sögur um kraftaverkalækningar. Menn hafa sýnt frammá að starfsemi ónæmiskerfis líkamans er tengd tilfinn- inga- og vitsmunalífi okkar, þannig að það hefur áhrif á batann. Þetta veldur því að ef fólk trúir að því muni batna, aukast líkurnar á bata. Það getur hins vegar verið jafnmikið kraftaverk fyrir því. Við getum kallað það kraftaverk, en hvort það hefur orðið fyrir tilstuðlan Guðs verð ég að láta liggja milli hluta. Meyfæðing Ef við höldum áfram að ræða kraftaverk. í leikritinu er varpað fram spurningu um það hvort meyfæðing geti átt sér stað, eða hvort hún sé eins og Martha er látin segja: „Mey- fæðingin var lýgi sem skelkuð kona sagði kokkáluðum eiginmanni sínum.“ Torfi: Guð er skapari alls og Honum er því í lófa lagið að gera það sem hann vill við sköpunarverk sitt. Meyfæðing er krafta- verk eftir vilja Guðs og að Hans frum- kvæði. Við getum ekki sannað að meyfæð- ing geti átt sér stað, ekki enn a.m.k., en við trúum því að í þessu sérstaka tilfeíli hafi Guð látið son sinn taka sér bólfestu í lík- ama Maríu og hann hafi síðan fæðst af hennar holdi. Högni: Fyrst spurningin er sett upp sem líkur þá myndi ég nú ekki veðja eftir þeim líkum. Meyfæðing er afskaplega ótrúleg. Hinsvegar get ég aldrei sagt nei með fullri vissu, enda finnst mér þetta ekki vera neitt höfuðatriði. Torfi: Já, það er alltaf áhætta að neita einhverju afdráttarlaust. Það er svo margt sem ekki er hægt að sanna, en hvað meg- um við neita miklu? Sá möguleiki er fyrir hendi að síðar finnist sönnun á einhverju þvi sem við vildum helst neita í dag. ÞJÁNING OG PÍSLARVÆTTI Kristur þjáðist fyrir mannkynið, eiga menn að þjást fyrir Krist? Agnes segir í leikritinu að það sé fallegt að þjást, hvað meinar hún? Torfi: Þjáningin, útaf fyrir sig, er ekki eft- irsóknarverð en við getum elskað einhvern svo heitt að við vildum bera byrðar hans með honum, jafnvel þótt um þjáningar væri að ræða. í tilfelli Agnesar er um að ræða þessi sáramerki. Kirkjan veit um 300 dæmi þess að menn hafi borið sáramerki Krists, en hefur aðeins í 60 tilvikum fallist á að hlut- aðeigendur hafi hvorki veitt sér þau sjálfir né að um móðursýki sé að ræða. Ég veit að það lætur undarlega í eyrum þeirra sem ekki trúa að menn geti elskað Krist svo heitt og lifað sig svo inn í þjáningar Hans að þeir óski einskis heitar en þess að bera krossinn með honum, en þó er þetta þann- ig- Högni: Mér finnst ekkert ótrúlegt að fólk fái sár sem þessi. Maður getur vel ímyndað sér að einstaklingur sem hefur svona sterka þörf fyrir að samsama sig einhverj- um öðrum, eins og t.d. Kristi, taki að ýmsu leyti á sig einkenni hans. Þetta hljómar kannski mjög óvísindalega en ég ætla mér ekki að sanna þetta. Það er aftur á móti hinn þátturinn í þessu sem mér finnst miklu athyglisverð- ari: Hversvegna þarf fólk að þjást? Er það svo göfugt, þó að það sé fyrir einhvern annan? Þó að það sé fyrir einhvern sem fólk trúir á? Ég sé sjálfur ákaflega lítið göfugt við þjáningu, og þörf til þess að þjást held ég að geti staðið í sambandi við óleystar sálarflækjur. Við höfum talað um píslarvætti, hvað með dýrlinga kaþólskunnar? Torfi, hvað er dýrl- ingur? Torfi: Dýrlingur er maður sem hefur dáið í vináttu við Guð og yfirleitt lifað lífinu þannig að kirkjan fallist á að hann hafi verið okkur fyrirmynd og geti talað máli okkar hjá Guði. Kirkjan gerir engan að dýrlingi, heldur viðurkennir helgi manna - eftir nákvæma rannsókn á lífi þeirra. Aft- ur á móti vonum við að sem flestir geti dáið í vináttu við Guð og enginn maður, ekki heidur kirkjan, getur lýst því yfir að einhver hafi ekki dáið í vináttu við Hann. AGNES — Geðveikur Dýrlingur Svo að við víkjum að leikritinu: Agnes, var hún dýrlingur eða bara geðveik? Högni: Ég held að Agnes hafi verið geð- veik. Það verður hins vegar að taka það til greina að það að hún hafi verið geðveik útilokar ekki að hún hafi haft mjög sterka trúarþörf. Það útilokar ekki heldur að hún hafi verið dýrlingur. Agnes sýnir ýmis einkenni geðveiki, hún heyrir raddir, sér sýnir og tengsl hennar við raunveruleikann eru á stundum ákaf- lega hæpin. Hún hefur þurrkað gjörsam- lega út ákveðna atburði úr lífi sínu og afneitar því að þeir hafi gerst. Hið rétta kemur ekki í ljós fyrr en við dáleiðslu. Agnes var geðveik, hún var líka ákaflega

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.