Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 15
Ilærinn á Lágafelli, þegar Ólafur Stephensen kom þangað. Ólafur Stephensen ásamt fjölskyldu sinni framan rið húsið á Lágafelli, sem hann byggði þar 1897. mér í nefið hjá sér. Það mundi hressa mig. Ég kvaðst ekki kunna að taka í nefið, mundi allt lenda í tómum hnerrum — nú, en þeir mundu sjálfsagt vekja mig. Pékk ég í nefið hjá honum og hnerraði vel, gekk svo allt sklysalaust og klár- aði víst að mestu það sem ég þurfti að skrifa. Fór síðan að hátta og svaf vel. Þennan tíma sem ég dvaldi í Görðum var prófastur natinn við að kenna mér að taka í nefið og gekk mér námið vel. Einu sinni sem oftar er hann rétti mér dós- irnar sínar, þá fór ég að athuga dósirnar. Sá ég þá að þær voru dvergasmíði úr steini gjörðar. Fór ég að hafa orð á þessu og þá sagði hann mér eftirfarandi: ískur framfara- og atorkumaður, sem elskaði land sitt og þjóð og það er trú mín að dósir hans verði hverjum þeim dugnaðar- manni happagripur, sem lætur sér þykja vænt um þær og þar með minningu Skúla fógeta," sagði séra Þórarinn. Prófasts naut nú ekki lengi við eftir þetta. Á næsta vori, 7. maí 1895, andaðist hann. Nokkru eft- ir jarðarförina kom sonur hans, Jón Þórarinsson, þá skólastjóri í Flensborg, til mín með dósirnar og kvað hann föður sinn hafa lagt svo fyrir að ég fengi þær að honum látnum með þeim skil- yrðum sem að framan eru greind. Ég var satt að segja búinn að gleyma þessum ummmælum hér skakkt frá. Annars hef ég ekkert séð um þær skrifað eða skrafað og tel þessar sannanir nægileg rök. Eg hef nú ákveðið eftirmann minn að dósunum með þeim skil- yrðum sem prófasturinn setti. Og meiningin er að þessi skrif mín fylgi þeim héðan af. Þá vil ég geta þess hér, að dós- irnar eru úr steini eins og fyrr getur. Upphaflega hefur ekki verið annar silfurbúnaður á þeim en hjarirnar, sem festa lok- ið við belginn. En þegar dósin hefur brotnað hefur botngjörðin verið sett á og þykir mér ekki ólíklega til getið að það hafi gert Þorgrímur gullsmiður á Bessa- stöðum, faðir Gríms. Af minni brúkun fór að mylj- „Dósirnar þessar eru neftób- aksdósir Skúla fógeta Magnús- sonar og eru mér gefnar af Grími Thomsen á Bessastöðum. Á fyrstu árum okkar Grims hér á Álftanesi, fór vel á með okkur, við vorum vinir og þá var það einu sinni í dálitlum glaðningi heima hjá honum að hann gefur mér dósirnar. Þótti mér vænt um og þakkaði vel. Svo liðu mörg ár og vinskapur okkar fór kóln- andi útaf bæði kirkjumálum og stjórnmálum. Einu sinni sem oftar höfðum við lent í pexi miklu, þá var það að Grímur heimtar af mér dósirnar, kveðst aldrei hafa gefið mér þær, held- ur lánað. Neitaði ég því harðlega og sagði honum að dósirnar yrðu þar að vera sem þær væru komn- ar. Ég sleppti þeim ekki og þar við sat. „Eftir minn dag átt þú að fá dósirnar," sagði prófasturinn við mig, „þú átt þær meðan þú lifir, svo ræður þú hvernig þú ráðstaf- ar þeim. Vilji minn er að þær lendi hjá dugnaðarmönnum." „Það getur ekki átt við mig,“ skaut ég inn í. „Skúli var prakt- prófastsins að ég skyldi eignast dósirnar eftir hann. Og ekki var neftóbakskunnáttan frá árinu áður fastari en það í mér, að ekki var ég farinn að bera á mér nef- tóbak, en í nefið tók ég hjá kunn- ingjum er svo bar undir. Eg þakkaði gjöfina og nú þótti mér sjálfsagt að fara að taka í nefið er þessar merkilegu dósir voru fengnar. En eftir 14 ár gafst ég alger- lega upp á neftóbaksbrúkun. Ég hef alltaf haft erfið þingabrauð og ferðalög mikil. A svoleiðis ferðum, oft í vonskuveðrum, er neftóbak ekki þægileg tóbaks- brúkun. Nú eru dósir Skúla búnar að vera í minni eigu í 39 ár. Ég er kominn á áttræðisaldur og heilsa mín þrotin. Má því búast við að mín njóti ekki lengi við hér eftir. Taldi ég sjálfsagt að skrifa nokkur orð um dósirnar, hvernig ég hefði eignast þær svo það mætti geymast efirkomend- unum. Ummæli hins mæta manns Þórarins próf. tel ég að taki af allan vafa að hér eru á ferð dósir Skúla og ég vona að enginn væni mig um að ég skýri ast úr öðrum gaflinum. Fékk ég þá Ólaf Sveinsson gullsmið í Reykjavík til að setja silfur- þynnuna fyrir gaflinn og skella þar á gifsi. Kom okkur saman um, þótt ekki þyrfti, að setja eins þynnu á hinn gaflinn. Það skapaði „symetri". Enda hætti ég að brúka dósirnar í mínar svaðilfarir eftir þetta og best tel ég að þeim yrði hlíft við öllum ferðalögum fyrir aldurssakir hér eftir. Á fyrstu árum sem ég átti dós- ir Skúla sýnd ég próf. Þorvaldi Thoroddsen þær og spurði hann hvaða steinn mundi vera í þeim. Honum þótti dósirnar hinn besti gripur og sagði að steinninn mundi vera íslenskur jaspis. Fyrir eitthvað 6—8 árum sýndi ég próf. Guðmundi Bárðarsyni þær og spurði um hans álit, hver steinninn væri. Kvaðst hann helst hallast að því að hann væri agat. Séra Ölafur Stephensen frá Viöey var fæddur 1863 og dó 1934. Hann rifjaði þetta upp slðustu árin sem hann lifði og hefur Stefán Stephen- sen komið þessu á framfæri við Lesbók. MAXIM TANK ÞÉR VITIÐ ÞAÐ Guömundur Daníelsson þýddi meö aöstoö Jerzys Wielunski og Amórs Hannibalssonar Það vex ein fura á hárri hæð, þér vitið það, og fléttar rótum fast í jörð, þér vitið það, og hennar krónu krýnir sól, þér vitið það, og þandir ymja strengir storms, þér vitið það, mæður, ogfálki í hvíld, í blundi barn og vindar, sem sterkra boga strengi slá um storð og loftsins geima, og regn sem svæfir votan við og villtan fugl þar hjá, og faðmar húsið heima. Eitt þekktasta skáld Hvlta-Rússlands, sem er eitt af ráðstjórnar- lýðveldum Sovótrlkjanna, Maxim Tank, fæddur 1912, hefur sent mér Ijóðasafn sitt, gefiö út 1982, á móðurmáli hans, sem ég skil ekki. Mér til hjálpar við að skilja hafa þeir lagt mér lið Jerzy Wiel- uhski I Lublin og dr. Arnór Hannibalsson I Reykjavlk. Maxim Tank rímar Ijóð sín sum, þeirra á meðal Ijóðiö aö ofan. í „Lexikon der Welt Literatur", sem gefinn er út I Stuttgart 1975, er Maxim Tank talinn meistari Ijóðformsins. Fálkinn, sem fyrir kemur I meðfylgjandi Ijóði, er táknfugl hreysti og föðurlandsástar I Hvlta- Rússlandi, og vlðar I slavneskum löndum, svo sem Búlgarlu. Furan er skáldið, tunga þess og þjóöerni, hún er llfsmeiðurinn, Yggdrasill sjáltur. G.D. KRISTINN MAGNÚSSON Á HREINU Snæðið mér til heiðurs ogykkur til friðþægingar, og spyrjið ekki undrandi: hver hefur svikið yður Meistari? Éger í Föðurnum og Faðirinn í mér til að FYRIRGEFA JÚDASI Ellefu undruðust í sætum sínum — og sátu sem fastast — hinn seki fór frá borði fyrir fullt og allt Kristinn Magnússon er prentari og stöðumælavörðúr I Reykjavlk. Hann hefur samið lög og Ijóö eftir hann hafa oft birzt I Lesbók. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. MARZ 1985 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.