Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 16
Svona kom íslenskt heimilislíf Ameríkumanninum J. Ross Browne fyrir sjónir árið 1862. Við sjáum að einn heimilismanna fær sér bita af mat sem hangir niður úr rjáfrinu út um allt. Úr íslandsferð J. Ross Browne 1862 (bls. 173). Kóngsíns aðall og kæstur hákall Lýsingar ferðamanna á mat og drykk íslendinga fyrr á öldum Eftir Hallgerði Gísladóttur Mörk hins byggilega heims hafa ævinlega búið yfir drjúgu aðdráttarafli fyrir þá sem leggja sig eftir fróðleik um lönd og mannlíf. Þannig hefur það ævinlega verið um ísland. Á öldum áður gengu margs konar sagnir um þessa dularfullu eyju á norðurhjara sem í meðförum ímyndunarríkra manna skópu smám sam- an furðufólk í undralandi. Við lok miðalda var fslands víða getið í erlendum land- fræðiritum. Menn sem heimsóttu landið fóru að skrifa og gefa út um það ferðasög- ur sem urðu feikna vinsælar. Slík iðja færðist einkum í aukana eftir að kom fram á seinni hluta 18. aldar og á 19. öldinni kom út fjöldi bóka af þessu tagi. Fram yfir miðja 18. öid, þegar áhrifa upplýsingar- stefnunnar fer verulega að gæta, voru þær fréttir sem heimsbyggðin hafði af landi og þjóð æði reyfarakenndar. Menn átu hver eftir öðrum staðhæfingar um bústað for- dæmdra í því síspúandi Heklufjalli, ein- hyrninga, hverafugla og búskap Islendinga í holum og hellum svo að nokkuð sé nefnt. Annað mátti heita að styddist við einhver rök, en ekkert var sparað til að gera lýs- ingarnar sem afskræmilegastar. Vottar þar víða fyrir hroka sem menningarþjóð- um svokölluðum hættir gjarnan til þegar fjallað er um aðra samfélagshætti en tíðk- ast hjá þeim sjálfum og er þetta viðhorf síður en svo úr sögunni. Spaugilegar ýkjulýsingar á lífsháttum þjóðarinnar fóru mjög fyrir brjóstið á mönnum hér. Risu margir góðir íslend- ingar og íslandsvinir upp til andmæla, enda varla bætandi á niðurlæginguna á •þessum myrku öldum erlends arðráns og nýlendukúgunar. PEERSE, Blefken Og Vetter Göries Peerse, þýskur útgerðarmaður frá Hamborg varð fyrstur til að setja sam- an ferðasögu, reyndar í bundnu máli, um fsland. Hann kom hingað líklega 1554 og bókin kom fyrst út í Hamborg í kringum 1561. Kvæði þetta bar íslendingum illa söguna og varð Arngrími Jónssyni lærða tilefni til þess að gefa út svarrit þar sem hann ræðst heiftarlega á skrif Peerse og aðrar kynjasögur um ísland og íslendinga sem ritaðar höfðu verið á útlendar bækur. Ekki leið á löngu þar til Arngrímur þurfti aftur að munda stílvopn sitt og verja heið- ur íslands því að árið 1607 kom út i Hol- landi einhver sú frægasta og jafnframt illræmdasta bók sem nokkru sinni hefur verið skrifuð um landið. Þetta var ferða- saga Hollendingsins Blefken, um ferð hans til íslands árið 1563. Lýsti hann landi og þjóð með miklum endemum og hafa ýmsir dregið í efa að hann hafi nokkurn tíma komið hér. Þá kom út skömmu seinna í Póilandi þriðja ferðabókin, eftir Tékkann Daníel Vetter sem var hér á landi 1612 eða 1613. Hefur sú bók þótt áreiðanlegust þessara þriggja þó svo að í henni örii víða á þeim kynjum sem voru hluti af hug- myndum manna úti i heimi um ísland á 17. öld. Þeir Sitja Og Urra Hér er ætlunin að draga fram i dagsljós- ið nokkrar af lýsingum þessara löngu horfnu gesta okkar á mat og drykk íslend- inga. Ekki gefst rúm til að minnast á nema örfáar þeirra bóka sem ástæða væri til að vitna í hér. Til að setja einhver mörk mun ég reyna að halda mig sem mest við 16., 17., og 18. öldina. í fyrstu ferðalýsingunni, bók Göries Peerse, koma margar lífseigar bábiljur fram um matarhætti landans. Við skulum líta á hvað hann hefur að segja: „Þá (borða þeir) harðan, úldinn, ósalt- an fisk og með honum mikið óbrætt, hárugt smjör. Og þeir salta heldur alls ekki kjötið. Sé það magurt borða þeir tólg við því. Hákarl og fisk borða þeir ósaltaðan. Skyr, drafla, melbrauð og blóðrfiör má aðeins bera fyrir höfð- ingja. Þeim finnst maturinn vera góður án salts og án brauðs. Þeir éta mjög gráðugir í trýnið á sér feitt selspik, ósoðið og saltlaust og brauðlaust, rétt eins og væri það hænsni og hérasteik. Þeir láta sig litlu skipta, þótt langt sé síðan sauðir og uxar hafi orðið sjálf- dauðir, því að slíkan mat þykir þeim gott að borða og háma í sig. Ég vissi eitt sinn til þess, að það hafði viljað til, að kýr sálaðist fyrir manni. Hún hafði sálast um jól, en hún var óskemmd í föstuinngang. Hann fann hana í snjón- um og hirti hana og honum smakkaðist þá kjötið enn eins og sælgæti. Þetta gerðist fyrir sunnan land, það er að segja á Akranesi... Og ef bjór flyst þangað með skipum, þá drekka menn af kappi, meðan hann endist. Þeir láta það þó ekki standa yfir lengur en í átta daga því þá kynni sætt að snúast upp í súrt... Og þar gengur enginn undan borðum sem þarf að kasta af sér vatni, trúið mér vel um það. Húsfreyjan verð- ur að rétta manninum næturgagnið, og víkur hún sér ekki frá, en verður að taka við því aftur, þegar hann er búinn að Ijúka sér af. Ekki blygðast hann sín fyrir þetta. Hún verður síðan í hljóði að skvetta úr koppnum, það er háttur og siður þar í landi. Þeir sitja og urra eins og birnir og hundar, og þegar bjórinn er þrotinn þurrka þeir sér um munn- inn. Síðan ganga gestirnir heim til sinna húsa, en húsbóndinn verður að vera eftir hjá lúsunum sínum.“ Ekki var lýsingin fögur. Og sá sem næst- ur gaf út bók, Dithmar Blefken virðist hafa tekið ýmislegt beint upp úr riti Peers- es. Þar er að finna lýsinguna á drykkju- veislum lítt breytta — í staðinn fyrir að urra eins og hundar í sögu Peerse, rýta íslendingar eins og svín við drykkjuna í bók Blefkens og syngja um dáðir forfeðra sinna. Þar kemur einnig fram að íslend- ingar geymi aldrei vínföng sem þeir kom- ist yfir, heldur drekki allt upp jafnharðan. Vetter gerir þetta einnig að umtalsefni. Segir hann að íslendingar láti ölið aldrei súrna í kauptiðinni heldur ljúki því fljótt en snúi sVo aftur til hversdagslegra lífs- hátta. Þess er raunar víðar getið í ferða- sögum frá íslandi að þar láti menn ekki af drykkju meðan eitthvað er á könnunni og enn í dag er vaskleiki landans við þessa iðju erlendum gestum undrunarefni. Ekki er gott að segja hvaða rök sagan um koppaburð í drykkjuveislum styðst við, en nefna má að líkir siðir munu hafa verið viðhafðir í hirðveislum Kristjáns dana- konungs fjórða. MORGUNVERÐARBOLLA í Skálholti Daniel Vetter lýsir einnig veislu þar sem drykkjusiðirnir komu greinilega flatt upp á hann. Ekki er það svo að um sé að ræða óheflaða alþýðuna í því tilviki, heldur höfðu Vetter og félagar dvalið hjá þeim merka biskupi Oddi Einarssyni í Skálholti. Daginn sem þeir voru á förum vildi bisk- upinn gera sérstaklega vel við gesti sína: „Hann lét elda góðan morgunverð og snæddi hann með okkur ásamt sinni ektakvinnu, börnum og öðrum vinum, sem þar voru í heimsókn, og til að heiðra okkur að lokum lét hann bera fram vín í einu íláti, í öðru bjór, sem hann átti bestan, mjöð í því þriðja, í hinu fjórða brennivín og mjólk í hinu fimmta; öllu þessu blönduðu þau og helltu saman í eina könnu og drukku okkur til; en þegar þau sáu og komust að því, að þessi drykkur var okkur ekki skapfelldur, drukku þau af honum ein; við fengum svo aðeins bjór og vín sitt í hvoru lagi, og féllumst við á það með miklum fögnuði.“ í íslandslýsingu frá þessum tíma sem sterkar líkur eru á að Oddur hafi sjálfur skrifað segir að í veislum ofhlaði íslend- ingar ekki einasta gesti sína með ofboðs- legum skálum, heldur hafi þeir líka gaman af að ofbjóða þeim með óheppilegu og óvæntu samsulli og samblöndun víns, mjaðar og öls þangað til hvorki fótur, hönd né tunga fái gegnt hlutverki sínu. „En,“ segir séra Oddur, „fyrir slíkum og þvílíkum landssiðum tjáir ekki annað en beygja sig og sætta sig við þá, ef menn vilja ekki vera taldir óheflaðir, einstreng- ingslegir og ókurteisir." Biskupinn hefur sem sé verið alþýðlegur í meira lagi og iðkað siði landa sinna feimnislaust jafnvel þó að erlendir heldri- menn væru viðstaddir. Lostætar kýr Sögunni um að íslendingar éti sjálf- dauðar skepnur bregður líka víða fyrir. Skálkurinn Blefken étur hana upp eftir Peerse. Þar á atburðurinn sem frá segir enn að hafa átt sér stað á Akranesi, en ekki er lengur um eina kú að ræða, heldur margar. Samkvæmt frásögn Blefkens höfðu þær legið í fönn frá því í janúar og fram í apríl og þegar hræin fundust var þeim skipt á milli nágrannanna og jafnvel höfuðsmanninum var færður biti. Tekur Blefken fram að kjöt af sjálfdauðu þyki fslendingum raunar hið mesta lostæti. Vafalaust hefur það oft hent í harðindum, að menn legðu sér til munns sjálfdauð dýr, en þessar frásagnir hafa yfir sér mjög ákveðinn þjóðsagna- og ýkjusvip. Enda augljóst að þarna hefur verið smurt vel á eins og víðar. Bækurnar voru jú skrifaðar öðrum þræði í von um að þær skiluðu höf- undum sínum aurum í handraðann og það eru gömul og ný sannindi að þegar slík sjónarmið eru annars vegar verður upplýs- ingamiðlunin ekki alltaf sem áreiðanleg- ust. Bækur Peerse og Blefken urðu enda afar vinsælar, þær voru gefnar út aftur og aftur og bók Blefken var þýdd á fjölda tungumála. SKÓR Stýfðir Úr hnefa Síðasta meiriháttar ýkjubókin um ís- land kom út 1746 og var eftir Johann And- erson borgarstjóra í Hamborg. Anderson kom að vfsu aldrei til íslands þannig að um eiginlega ferðabók er ekki að ræða, en hann kveðst styðjast við lýsingar íslands- kaupmanna og farmanna sem hafi siglt til landsins. Lýsingar á íslendingum í þeirri bók eru meðal annars að þeir séu deilu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.