Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 10
sem byggjast á einfaldleika oghlýh1 H.C. Andersen var óvenjulegur listamaður og ekkert var honum fjær en hið falsaða og tilbúna. Einföld ævintýri gerði hann ódauðleg með frásagnargáfu sinni. Eftir Þorstein Stefánsson „Þríggja þrepa tungumálaeldflaug var á leið út í heiminn,“ skrifaði Beríingske Tidende 1. febrúar 1974... íslenski rithöf- undurinn Þorsteinn Stefánsson, sem er sjálfmenntaður, kom til Danmerkur 1935 og hefur átt heima þar síðan. Þegar 1942 hlaut hann minnispening H.C. Andersen fyrir handrit sitt að skáld- sögunni „Framtíðin gullna“ („Den gyldne Fremtid“ (Dalen)), sem skrifað var á dönsku... Það var afrek að íslendingurinn skyldi fá útgefna bók á dönsku, en nú hefur hann enn aukið við listhróður sinn. Bók hans hefur verið gefin út af hinu virta útgáfufyrirtæki Oxford University Press og takið eftir, hann skrifaði hana sjálfur á ensku. Það er fádæmi að Dani (því að það er hann nú smám saman orðinn) skrifi bók á ensku ogfái hana gefna út. Karen Blixen gerði það, en slíkir viðburðir eru mjög sjaldgæfir. “ Varla finnst í heimi hér barn, sem ekki hefur heyrt eða lesið eitthvað af sögum H.C. Andersen. Þetta gilti um mig, þegar ég var lítill snáði í af- skekktri sveit langt í norðri. Ekki grunaði mig þá að mér, bóndasyninum, ætti eftir að hlotnast sá mikli heiður að tengjast á viss- an hátt hinu mikla ævintýraskáldi. Öll list er stæling, skrifar einn af fremstu gagnrýnendum okkar. En þá er H.C. Andersen heldur enginn listamaður. Vegna þess að skáldskapur hans er sann- ur. Ekkert var honum fjær en hið falsaða og tilbúna. — Fý, fý, sögðu ungfrúrnar, hann er náttúrlegur. „Fý, pabbi," sagði heimska prinsessan, „hún er ekki tilbúin, hún er náttúrleg." „Svei,“ sagði öll hirðin, „hann er náttúr- legur.“ Og „náttúrlegi næturgalinn var gerður útlægur úr ríki keisarans". „Því sjáið nú, þér hágöfugu tignar- menni, og æðstur allra keisarinn: Hjá náttúrlega næturgalanum verður aldrei reiknað út, hvað koma muni, en hjá gervi- fuglinum er allt niðurskorðað; svona verð- ur það og ekki öðruvísi. Maður getur gert grein fyrir því, maður getur tekið hann í sundur og sýnt hina mannlegu hugvits- semi, hvernig valtararnir liggja, hvernig þeir leika, og hvernig eitt leiðir af öðru.“ „Og tónmeistarinn skráði tuttugu og fimm bindi um gervifuglinn. Það var nú svo hálærð og langorð ritsmíð, með allra torskildustu orðum í kínversku máli, og sögðust allir hafa lesið og skilið, því ann- ars mundu þeir vitanlega hafa verið dæmdir heimskir og lamdir fyrir það á magann." Aö lúta leikreglunum Er hægt að hugsa sér sannari og raun- verulegri lýsingu á nútímanum? Eða eig- um við að minna á Nýju fötin keisarans? Ekki skortir hliðstæð dæmi. Síðan H.C. Andersen hvarf úr heimi héðan hafa margar byltingar átt sér stað í ríki andans. Til dæmis hefur skammaryrð- ið „natúralismi" komið fram á síðustu ára- tugum. Og auk þess mismunandi kyndug heiti frá ýmsum tímum svo sem existentíal- ismi, sósíalrealismi, súrrealismi, dadismi og módernismi. Og guð varðveiti rithöfunda, ef skrif þeirra eða fyrirlestrar lúta ekki leikreglum hinna keisaralegu leikmeistara hvers tíma ... Eins og hið sama gildi um skáldskap og nýjustu fatatískuna, París- arkjólana eða fyrirmyndina miklu: Kú- rekabuxur frá Texas. Eins og hlutverk listarinnar hafi ekki alltaf verið og muni verða, hvort sem not- að er líkingamál ævintýrisins eða skarpari raunveruleiki frásögunnar, að láta í ljósi skýrastan sannleika um lífið og eilífðina. Þorsteinn Stefánsson Liðinn er áratugur (1975—1985) síðan Bókaforlagið BHB (Birgitte Hövrings Biblioteksforlag) var stofnað í Danmörku. Forlagið hefur einvörðungu helgað sig útgáfu íslenskra bókmennta. Stofnendur voru Birgitte Hövring bókavörður og Þorsteinn Stefánsson rithöfundur. BHB-forlagið hefur á undariförnum árum gefið út fjölda bóka íslenskra höfunda og þannig unnið ómetanlegt starf á sviði kynningar ísl. bókmennta erlendis. Birgitte Hövring lést 1978, langt fyrir aldur fram. Síðan hefur Þorsteinn starf- rækt forlagið einn, og nefnir það nú BHB’s lcelandic World Literature. Þorsteinn Stefánsson fluttist til Danmerkur rúmlega tvítugur að aldri og hefur búið þar síðan. Hann var snemma staðráðinn í að gerast rithöfundur og hóf að rita á danska tungu að dæmi frægra landa sinna. Honum hefur hlotnast margvísleg viðurkenning og verk hans verið þýdd á mörg tungumál. Þá er hann einnig mikilvirkur þýðandi, því flestar útgáfubækur sínar íslenskar hefur hann þýtt sjáifur. Þrátt fyrir mikil umsvif hefur Þorsteinn aldrei lagt skáldskapinn á hilluna. í lok janúar sl. skrifaði skáldið aldna, sem býr í Humlebæk á Sjálandi, í bréfi til vinar síns hér heima: „Spáð er meira frosti og snjó. Ég get þó farið í mínar daglegu gönguferðir um skóginn og brotið heilann um nýjasta söguefnið. Ég hef ekkert á móti snjónum og er ekki hræddur við að detta. Eg er í loðkápu og með loðhúfu og tvenna íslenska ullarvettlinga, svo að mér verður ekki kalt.“ Nýlega birtist kjallaragrein eftir Þorstein í danska blaðinu Jyllands-Posten. Lesbók hefur góðfúslega fengið leyfi höfundar að birta þessa grein, ásamt kynningarorðum blaðsins. Hin einföldu og stundum nokkuð ótta- legu ævintýri eins og Eldfærin og Litli Kláus og stóri Kláus, sem Andersen end- ursagði með eigin orðum, gerði hann ódauðleg með frásagnargáfu sinni, ósvik- inni kímni og eðlilegu málfari. Það sem einkennir hans eigin sögur er miklu frjórra ímyndunarafl og hlýjan, sem frá þeim streymir. Sá hlýtur að hafa harðan skráp, sem er ósnortinn af undursamlegri lýsingu á Grenitrénu. Hér er auðvit.að lýst á táknrænan hátt þrá barnsins eftir hinu óþekkta, heimi hinna fullorðnu. Af ómót- stæðilegri snilld lætur skáldið okkur sjá og skynja skógartréð unga, ekki einungis sem tré, heldur ljóslifandi með — bróður — sem það í raun og sannleika er líka. En um leið heldur tréð öllum sínum náttúrulegu eiginleikum og virðingu sinni, jafnvel eftir að hávær og yfirborðskennd mannanna börn hafa hengt glingurskraut sitt á það. „Og tréð stóð grafkyrrt og hugsandi alla nóttina." Ovæntar hugdettur í þessum einföldu orðum, sem standa á hárréttum stað, rís ævintýrið hæst, álít ég. Margir eru þeir þættir í skáldskap H.C. Andersen, sem menn dást að. Þar má nefna hinar skemmtilegu og óvæntu hug- dettur hans auk mikillar innlifunar. Eins og í sögunni um Strætisljóskerið gamla, sem átti að láta af störfum. Þetta var angurvær tíð fyrir strætisljóskerið. En það er um það eins og svo oft skeður í mannheimum: Eins dauði er annars brauð. „A göturæsisborðinu stóðu þrír umsækj- endur, sem komnir voru á fund ljóskersins, í þeim vændum, að það mundi eiga að veita embættið. Einn umsækjandinn var síldar- höfuð, því síldarhöfuð lýsa í myrkri, og var ætlun þess, að það mundi verða hreinn sparnaður á lýsi, ef það kæmist upp á ljóskersstaurinn. Hinn umsækjandinn var dálítill fnjóskur, því fnjóskur lýsir líka, og það sagði hann sjálfur." Eða í ævintýrinu fagra um Snædrottn- inguna, þar sem drengurinn Karl, sem hafði fengið glerbrot skilningsins í augað og er síðan frelsaður með heitum tárum Gerðu litlu, sem bræða ískökkinn í hjarta hans svo að hann vaknar og sér hve kalt og tómt er umhverfis hann. Og sjá. Þá fyrst myndast orðið Eilífðin, sem hann hefur fram að þessu reynt að finna en árangurslaust, svo að hann verð- ur nú sinn eigin húsbóndi, og fær auk þess að gjöf „alla veröldina og spánnýja skauta". Alla veröldina og spánnýja skauta. Ég held fram að aldrei hafi verið né muni verða skrifað nokkuð betra, sem aft- ur sannar hve einfaldleiki, fegurð og sann- leikur eru nátengd. Töfrar hins hversdagslega — Og töfrar ævintýrisins Mér finnst eftirtektarvert að jafnvel

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.