Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 17
eta það. Allt er kjöt þetta andstyggi- legt, bæði algerlega bragðlaust ogíitu- snautt; en þeim þykir þetta samt eink- ar gómsætt, enda þótt í því séu holur margar, samt ekki af maðka völdum heldur langrar geymslu. Aðrir hella fersku vatni í ketil og láta kjötið þar í; setja þeir ketilinn í sjóðandi vatnið eða hengja hann yfir það; þetta kjöt soðnar jafnvel og við eld, og bragð þess er betra en kjötsins, sem stungið er ein- faldlega niður í hverinn. Að þessum dæmum fara þeir, sem eiga malt, og heita í hvernum öl handa sér“. Ekki verður það að teljast líklegt að ís- lendingar hafi kastað á glæ þeim krafti og bætiefnum sem óhjákvæmilega glatast við pottlausa hverasuðu. Anderson hefur það einnig eftir heimildarmönnum sínum að íslendingar hengi kjötið í spotta niður í hverina og láti það sjóða þannig, en í and- mælum sínum telur Horrebow þetta hina mestu firru og segir að menn sjóði mat sinn í ílátum við hverahitann. Brauð Úr Möluðum FlSKBEINUM Fyrir utan þessi undur voru matarhætt- ir Islendinga í tveimur meginatriðum frábrugðnir því sem gerðist úti á megin- landinu á þessum tíma. Annars vegar var hér nær alger skortur á salti hjá alþýðu manna og hins vegar var kornmeti dýrt og af skornum skammti svo að brauð var hér sjaldgæti. Úti í Evrópu hafði salt verið notað til geymslu matvæla þá um langa hríð og þar var brauðmeti daglegt brauð í orðanna fyllstu merkingu. Þetta þótti mönnum sem voru vanir því að mjölmatur væri á borðum hversdagslega að vonum merkilegt ástand og var ekki úr því dregið í frásögnum eftir á. Bæði Blefken og Peerse segja að íslendingar sjái nær aldrei brauð og Blefken heldur því fram að þeir selji dætur sinar kaupmönnum til einnar nætur fyrir brauð og kex. Grískur maður sem fór um Norðurlönd einhvern tíma á miðöldum og skrifaði um þau rit, sem reyndar var ekki gefið út fyrr en við lok síðustu aldar, kallaði ísland fiskætueyjuna og segir að matur íslendinga sé fiskur, brauð þeirra sé fiskur og drykkur þeirra sé vatn. Sögur um að íslendingar hafi borðað fisk í brauðs stað voru algengar í þá daga. Eðli málsins samkvæmt juku þær við sig safa og varð brauð fslendinga stundum bakað úr stöppuðum fiski, möluðum harð- fiski eða jafnvel möluðum fiskbeinum. Harðfiskurinn hefur vafalaust verið stór þáttur i fæðu á fslandi en varla svo sem þessar lýsingar vilja vera láta. Þegar ferðamenn tala um að íslendingar éti hrátt, er ekki ólíklegt að átt sé við harð- fiskinn, sem kannske hefur verið illa hert- ur á stundum. f ritum erlendra landfræð- inga um fsland er fiskur stundum orðinn svo mikilvægur að það er ekki einasta að landsmenn lifi nær eingöngu á honum heldur er hann einnig orðinn aðalfæða hesta og búfénaðar. Salt Og Krydd Salt var lengi sjaldfengin vara á íslandi. Saltgerð úr sjó var eitthvað stunduð hér á fyrstu öldum íslandsbyggðar en lagðist síðan af að mestu. Innflutt salt var dýrt og ekki almenningseign. Það er ekki fyrr en upp úr miðri 18. öld að hér er farið að reka áróður fyrir saltnotkun til matargeymslu og þá er sett á stofn saltverksmiðja á Reykjanesi við ísafjörð en fljótlega upp úr því var farið að flytja inn salt á viðráðan- legu verði og þá fyrst byrjar saltnotkun hér að einhverju marki. Það virðist hins vegar hafa verið notað afar sparlega við matreiðslu, svo og annað krydd, a.m.k. kvarta erlendir gestir óspart yfir krydd- og saltlausum mat langt fram á 19. öldina. Það er jafnvel tekið til þess á 19. öld þegar íslendingar eru búnir að verka saltfisk til útflutnings í a.m.k. tvær aldir, að þeir beri þennan mat helst ekki á borð sjálfir. Schleisner, danskur læknir sem hér var við rannsóknir um miðja 19. öld, segir að salt- fiskurinn fari nær allur til verslunarinnar, en hins vegar sé súra smjörið notað eins og salt eða krydd og borið fram með öllum mat. Úti í Evrópu var salt nánast á hvers manns borði eftir að miðöldum lauk. Afleiðingarnar af þessu saltleysi voru að sjálfsögðu ýmsar verkunaraðferðir á mat sem voru talsvert frábrugðar því sem gerðist á meginlandinu og þá t.d. þessi mikla áhersla á harðfiskinn. Harðfiskur og súrt smjör með var hversdagsmatur ís- lendinga, matur sem óvönum leist oft hreint ekkert á. Smjör var hið mesta verð- mæti og var oft notað sem gjaldmiðill á öldum áður. Almennt var ekki farið að salta smjör hér fyrr en komið var töluvert LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. MARZ 1985 Tekið innanhúss á Búðum, Snæfellsnesi, í lok síðustu aldar. Þarna er greinilega bæði eldað og sofíð. Yfír eldstæðinu rið hliðina á rúminu bangir „hór“ en það rar færanlegur krókur sem pottar héngu á yfír eldinum. Mynd frá Nationalmuseet í Kaupmannaböfn í eigu Þjóðminjasafns. „Þeir éta mjög gráðugir í trýnið á sér feitt selspik, ósoðið, salt- laust og brauðlaust, rétt eins og væri það hænsni og hérasteik. Þeir láta sig litlu skipta þótt langt sé síðan sauðir og uxar hafi orðið sjálfdauðir, því að slíkan mat þykir þeim gott að borða og háma í sig.“ Göries Peerse í ferðalýsingu frá íslandi gjarnir, grályndir, heiftugir, prettvísir, falskir, óhófsamir, lostafullir, saurlífir, svikulir og þjófgefnir. Hvað mat og drykk varðar er þar eitt og annað kunnuglegt, t.d. að Islendingar noti fisk í brauðs stað, um saltlausa, háruga, græna eða svarta, þefilla, viðbjóðslega smjörið á íslandi, um að íslendingar éti matinn hráan eða hálf- hráan, um óhóf íslendinga við drykkjur, t.d. að ef þeir komist í brennivín geri þeir ekki handarvik fyrr en allt er uppurið, um græðgi íslendinga í feitmeti sem sætir oft undrun og athygli ókunnugra, o.fl. Ekki þarf þó Anderson að hafa ýkt eða logið af ásetningi, vel má vera að hann hafi bara trúað heimildarmönnum sínum of vel. Hvað íslandskaupmennina varðar voru nefnilega hagsmunir með í spilinu. Þeir vildu að sjálfsögðu ekki eiga það á hættu að menn fengju grun um að Islandsversl- unin væri ábatasöm, það var um að gera að viðhalda þeirri mynd af þjóðinni að þar væru óalandi og óferjandi villimenn, helst þurfti að líta út fyrir að íslandskaupmenn- irnir stunduðu þarna kaupskap af ein- tómri góðmennsku og fórnarlund. I landa- lýsingum Danans Holbergs frá 1729 segir hann m.a. fra samtali sem hann átti við einn af íslandskaupmönnunum. Sá fullyrti að hann hefði horft á íslending taka af sér skóna og stýfa þá úr hnefa eins og pönnu- kökur. Holberg harðneitaði að trúa þessu, en þá gerði kaupmaðurinn sér lítið fyrir og lagði eið út á sannleiksgildi orða sinna. Uppskriftir Andersons eftir kaupmönn- unum urðu hróðri íslands ekki til neins stórtjóns, því þegar hér var komið sögu fór að birta af degi upplýsingarinnar og erfið- ara reyndist að útbreiða stórar skröksög- ur. Danska þýðingin á Anderson var t.d. prentuð með viðauka, scm leiðrétti ýmsar villur í bókinni og nokkru seinna skrifaði danski fræðimaðurinn Horrebow, sem hér var við rannsóknir á vegum danska Vís- indafélagsins, heila bók gagngert til að mótmæla skrifum Andersons. Eldhús á Reykbólum í Reykhólasreit laust fyrir síðustu aldamót Mynd frá Nationalmuseet í Kaupmannahöfn, í eigu Þjóðminjasafnsins. Matreiðsla í Hverum Eitt var það fyrirbæri sem vakti ómælda athygli allra ferðamanna sem hingað komu og gerir enn. Það voru hver- irnir og þau not sem nábúar hverasvæð- anna höfðu af þeim. Þar þvoðu menn þvotta og ull, sveigðu tré í gjarðir og eld- uðu mat. Þetta fannst útlendingum að vonum afskaplega merkilegt og margir reyndu sjálfir að matreiða í hverunum, suðu sér egg t.d. Menn virðast hafa nýtt hverina til matreiðslu frá því á fyrstu öld- um byggðar í landinu. I Biskupasögum er t.d. sagt frá því að kona skaðbrenndist þegar hún var að taka pott upp úr hver, en yfirleitt virðist matreiðslan hafa farið þannig fram, að maturinn var látinn malla í pottum í hverunum. Við skulum líta á hvað Vetter segir um hveramatreiðsluna: „Ævinlega nýta þeir samt vatnið sér til hagsbóta, því að þeir sjóða sér í því kjöt; sumir láta það einfaldlega hanga á teini eða spotta í vatninu, þangað til fullsoðið er, sem getur orðið á skammri stundu sökum mikils hita þess. Þegar þeir hafa dregið kjötið upp úr vatninu, tina þeir úr því bein öll og skilja þau eftir, færa svo kjötið heim til híbýla sinna, hengja það upp í rjáfur og smám saman eftir langan tíma, kannski heilt ár, sneiða þeir af því eftir þörfum og 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.