Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 18
I ' - Mynd úr Ijóa- og prentmyndasafni Þjóðminjasafns fri þríum 1880 sem sýnir ferðafólk matreiða íbrer nálægt Geysi. Vínmenningin hjá Oddi Einarssyni Skálholtsbiskupi þótti óvenjuleg, en ekki að sama skapi geðfelld: „ ... lét hann bera fram vín í einu íláti, í öðru bjór, sem hann átti bestan, mjöð í því þriðja, í hinu fjórða brennivín og mjólk í hinu fimmta; öllu þessu blönduðu þau og helltu saman í eina könnu og drukku okkur til“ Daniel Vetter í ferðalýsingu fram á 19. öldina. Það var látið súrna og þannig mátti geyma það von úr viti og þótti jafnvel betra eftir því sem það varð eldra, fornt smjör er t.d. oft nefnt í mið- aldaritum. Þessi forneskjukeimur af súra smjörinu, sem íslendingum fannst bragð- bætir að þótti útlendum bending um sóða- skap og skemmdir. Sjálfsagt hefur líka víða verið misbrestur á hreinlæti við smjörgerðina. Langflestir þeirra ferða- manna sem á annað borð minnast á mat- inn gera athugasemdir við súra smjörið og algengasta athugasemdin var — alveg fram á þessa öld, eftir að geymslumátinn var hættur að hneyksla fólk — að smjörið væri vaðandi í hárum. ÓSALTAÐUR ÓSOÐINN FlSKUR MEÐ ÞRÁU Smjöri Það er i rauninni sannferðug lýsing á því hvernig ókunnugum hefur komið ís- lenskt hversdagsfæði fyrir sjónir í frásögn Vetters. Stutt og laggóð. Vetter er nýkom- inn til íslands og er á leiðinni frá Stykk- ishólmi á Þingvöll, ásamt íslenskum fylgd- armanni af höfðingjaættum: „Fæði okkar á ferðalaginu, áður en við komumst á þingið var að mestu leyti þannig: þurrkaður fiskur, ósaltaður og ósoðinn, með þráu smjöri, ef til vill tuttugu ogfjögurra vetra gömlu, til viðbits. Fengjum við nokkurn tímann soðinn kjötbita var hann einnig ósaltaður; og allt varð að snæða brauðlaust. Drykkj- arföng voru vatn og mysa, en ævin- lega var vatnið betra en mysan.“ Þegar þeir kumpánar komu síðan á þingið hittu þeir danska höfuðsmann- inn sem spurði strax um viðurværi þeirra. Þegar hann heyrði að það væri það sama og hjá innfæddum undraðist hann mjög hvernig þeir gætu afborið þetta og melt þessa fæðu. Hann skipaði síðan matsveini sínum að gera þeim almennilegan mat þegar í stað og var það gert. Vetter segir: „Hve okkur fannst matur þessi og drykkur vera gómsætur eftir skreið- ina, mysuna og vatnið, verður vart með orðum lýst.“ EKKI Mönnum Bjóðandi í lok 18. aldar komu hingað fyrstu skemmti- og rannsóknarleiðangrarnir, yf- irstéttarfólk utan úr Evrópu, sem sakir náttúrufræðiáhuga og fornvitni á að sjá þær kitlandi öfgar sem hér kváðu viðgang- ast í mannlífinu, tók land á íslandi. Ensk- ur hefðarmaður, sir Joseph Banks, kom með fríðu föruneyti vísindamanna árið 1772 og 1789 birtist hér landi hans, sir John Stanley barón af Aldersly og menn hans. Þeir höfðu frétt af ferðum Banks og vildu nú kanna af eigin raun þetta ævin- týraland. Með Banks í fyrri ferðinni var Svíinn Uno von Troil og gaf hann út ferða- bréf sín skömmu eftir heimkomuna. Eitt af bréfum Troils var alfarið um mataræði íslendinga. Það var stílað á frú Carlsson í Gautaborg og hefst á þessa leið: „Ekki er skemmtileg tilhugsun að ræða matargerð íslendinga á eftir hinu gómtama ljúfmeti fjögurra heimsálfa, sem ég snæddi hjá yður; vil ég þó ekki ganga á bak orða minna um að lýsa henni. Mér er sem ég sjái, hvað yður mun velgja við sumum af réttum þeirra. En ímyndið yður þó ekki, að íslendingar séu óhamingjusamir, þó að þeir geti ekki bætt sér í munni með kryddi, sem komið er um langa vegu. Þeir gera sér að góðu það, sem náttúr- an gefur þeim, eta sig metta og líður prýðilega, meðan við skemmum í okkur magann með kræsingum og væmir við hoíi'asia mat.“ Þrátt fyrir að hér er um nokkuð ýkju- lausa og sanngjarna umfjöllun að ræða getur höfundur i'fcki leynt viðbjóði sínum á umræðuefninu. Hann staldrar við súra smjörið, saltleysið, signa fiskinn og segir frá því að hann hafi hrak:st undan borðum vegna hákarlsbita sem þar var fyrir. Sjálf- ir höfðu leiðangursmenn m« ð sér matvæli og franskan matreiðsluman i. „Ég þarf ekki að geta þess,“ segir Troil í ' réfinu, „að við þurftum ekki að taka upp íslenska lifn- aðarhætti meðan við dvöldumst í landinu." HEFÐARFÓLK í Herlegri Veislu í dagbókum leiðangursmanna sir Stan- ley er víða að finna nákvæmar lýsingar á því sem borið var á borð fyrir þá á íslandi. Þó er þar mest lýst tveimur málsverðum, annars vegar miðdegisverði sem Levetzov stiftamtmaður á Bessastöðum bauð til daginn eftir að þeir tóku hér land, en hins vegar alíslenskum miðdegisverði sem þeir borðuðu með Jóni Sveinssyni landlækni. Að sjálfsögðu lifðu dönsku embættismenn- irnir hér á landi ekki á harðfiski, smjöri og skyri eins og íslensk alþýða, enda kveður við annan tón um matföng stiftamtmanns, en þegar að veislu landlæknis kemur. Við skulum líta á upplifun eins af gestunum, læknisins og grasafræðingsins James Wright sunnudaginn 5. júlí 1789 kl. rúm- lega 4 eftir hádegi á Bessastöðum: „Borðið var fallegt og ríkulega hlaðið. Réttirnir voru súpa, þar sem aðal- kryddið var kerfill, soðið og steikt kindaket, súrugrautur, reyktur lax, kartöflur, salat gert úr salatblöðum og karsa, nýr lax, gulrófur, tertur, kon- fekt, grænsúrs o.fl. o.fl. Seinast kom stór skál með hindberjamauki og rjóma. Með þessu var drukkið vauðvín frá Malaga ... Þegar síðasta réttinum var lokið stóðu allir skyndilega á fætur eins og eftir klukku, mér til undrunar og jafnvel leiðinda. Mér var þá sagt dálítið, sem ég aldrei mun gleyma, en það var að menn ættu að drekka eins og þeir gætu undir borðum því að eftir það fengi enginn neitt.“ Á eftir var borið fram heitt kaffi, sem var sjaldfengið nema meðal háttsettustu manna á íslandi á þessum árum. Það Djöfullegasta, VIÐB JÓÐSLEG ASTA OGVERSTA ... f hinni veislunni var öðruvísi á borð bor- ið, þó að þar hafi áreiðanlega ekki verið skorið við nögl. Um íslenska matinn hjá landlækni farast Wright orð á þessa leið: „Okkur var sagt, að ekki væri venja að nota borðdúk á íslandi, en hann var nú breiddur á borð okkar í heiðursskyni. Fyrir hvern okkar var látið stykki af börðum harðfiski, kringlótt rúgkaka og hnífur. Á miðju borði var skál með súru sméri og fat með reyktum hákarli, þar var einnig bæði salt og nýtt smér. Við borðuðum lítilsháttar harðfisk, brauð og nýtt smér. En þó að ég gerði þrjár alvarlegar tilraunir til að smakka hákarlinn og súra smérið kom ég eng- um bita niður. Þetta er undantekn- ingarlaust það viðbjóðslegasta, versta og djöfullegasta matarkyns, sem ég hefi látið inn fyrir mínar varir. Fjand- inn hirði það. Það eitt að hugsa til þess, nægir til þess ég fái klígju. Lyktin ein af sýrunni, sem verður til við gerjun af mysu, nægir til að eitra mann. Læknir- inn át þetta allt, meira að segja hákarl- inn, sem hann stráði vel á af pipar og sagði, að án þess yrði hann of þungur í magann. Smérið er látið súrna við geymslu, og þannig getur það haldist árum saman, og þykir íslendingum það hið mesta lostæti. Framyfir súpuna tókum við vatnsblandað vín, sem lyf- salinn skenkti okkur af meðaumkun. Þarna voru einnig hertir þorskhausar á borðum. Roðið á þeim er seigara en bókfell, en læknirinn stýfði það í sig með súru sméri, jafnléttilega og hann væri að borða pönnukökur. Þegar þetta var tekið af borðinu voru bornar fram tvær miklar skálar, í annarri var sauðaskyr og rjómi, en í hinni rjómi með rúgbrauðsrúst útá. Við gerðum þessu lítil skil, því að við höfðum þegar fengið nóg af hinum réttunum.“ Andans^mönnum Gefst Á Að Líta Sir Stanley var meðlimur í afskaplega fínum klúbbi hefðarfólks í Edinborg. Þeg- ar félagar hans þar fréttu af ferðinni óskuðu þeir eftir því að hann hefði með sér til Englands eitthvað af þeim frægu ís- lensku matvælum og hétu jafnvel að bragða á ef ósk þeirra yrði uppfyllt. Stan- ley tók því með sér sýnishorn af réttunum í veislunni sem á undan er lýst og þegar hann kom heim hélt hann sérstaka sam- komu, þar sem þessi matur var á borð borinn. Við þetta tækifæri var samankom- ið safn heimsfrægra lærdómsmanna, t.d. var þarna hagfræðingurinn alkunni, Adam Smith, Dr. James Hutton, einn frægasti jarðfræðingur seinni alda, heim- spekingar, bókmenntamenn og skáld. „Hver mundi sá vera sem ekki gæti étið jafnvel íslenskan mat, ef hann sæti að borðum með slíkum borðnautum" sagði Stanley um þetta tækifæri. Sýningin á matnum vakti mikinn fögnuð sem slík, en heimspekingarnir snertu varla við honum þrátt fyrir fögur fyrirheit. Fryst Uti A Hlaði Við höfum séð, hvernig matvæli íslend- inga komu betri borgurum utan úr hinni siðmenntuðu Evrópu fyrir sjónir á einu skeiði íslandssögunnar. Vissulega er tölu- verður sannleikskjarni í mörgum þeirra lýsinga sem hér hafa verið kynntar, en þó er deginum ljósara að ýkjur og uppspuni eru þar víða samanvið. Sumpart stafar þetta af fáfræði og heimsku, sumpart e.t.v. af ásetningi, vegna einhvers konar hags- muna. Kannske eiga einhverjar þessara sagna upphaf sitt í misskilningi á borð við þann sem franskur túristahópur í há- fjallaferð varð fyrir hérna á dögunum. Vinkona mín hitti þetta fólk uppi við Tungnafellsjökul og spurði þessarar sí- gildu spurningar: „Hvernig líst ykkur á Island?" Þeim fannst ísland stórkostlegt, loftið tærara, fjöllin blárri og jöklarnir hvítari en þau höfðu áður séð. Hraunin, hverirnir, gígarnir — allt var þetta frá- bært. Og maturinn var góður. Aðeins eitt skyggði á og það var hvað smjörið var ótrúlega andstyggilegt. Vinkona mín varð alveg steinhissa, hún hafði satt að segja staðið í þeirri meiningu að íslenska smjör- ið væri alveg sérstök gæðavara. Þau drógu þá fram eina af þessum gulu júgur- smyrsladósum með mynd af Búkollu fram- aná til að sanna sitt mál. Við getum ímyndað okkur auglýsinguna sem íslenskt smjör hefði fengið í Frakklandi, ef enginn hefði leitt þetta fólk í sannleika um með hverju það hefði í rauninni smurt brauð sitt á ferðalaginu. Og hvað varðar ýkjur og fáfræði gerast ótrúlegustu hlutir enn á þessari okkar fjöl- miðlaöld. í nýlegri bók um matargerð, þar sem kynntir eru réttir frá ýmsum löndum heims er uppskrift af léttfrystum íslensk- um sítrónubúðingi og þess er getið í leið- inni, að íslendingar séu ekki i vandræðum með frystinguna á slíkum réttum, þeir skáki þeim bara rétt sísona út fyrir dyrnar á snjóhúsinu sínu og bíði þar til allt sé tilbúið. Þeir eru sem sé með náttúrulega frystikistu í hlaðvarpanum hjá sér, vænt- anlega árið um kring. A.m.k. var ekki ann- ars getið. Heimildir: Glöggt er gests augaö. Úrval terðasagna um ísland. Siguröur Grfmsson sá um útgáfuna. Reykjavlk 1946. Niels Horrebow. Frásagnir um Island. Steindór Steindórsson Islenskaöi. Reykjavlk 1966. Islandsleiöangur Stanleys. Feröabók. Steindór Steindórsson þýddi. Reykjavlk 1979. Oddur Einarsson. Islandslýsing. Sveinn Pálsson þýddi. Reykjavlk 1971. Uno von Troil. Bréf frá Islandi. Haraldur Sig- urösson Islenskaöi. Reykjavlk 1961. Daniel Vetter. Island. Feröasaga frá 17. 8ld. Hallfreður örn Eirlksson og Olga Marla Frans- dóttir þýddu. Helgi Þorláksson sá um útgáfuna. Reykjavlk 1983. Þorvaldur Thoroddsen. Landfræöisaga Islands. Hugmyndir manna um Island, náttúruskoðun og rannsóknir fyrr og slöar. 1—4 bindi. Kaup- mannahöfn 1892—1904. Hallgeröur Glsiadóttir er sagnfræðingur og vinn- ur I þjóöháttadeild Þjóðminjasafnsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.