Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 19
heimsókn Örstutt saga eftir Guðmund Daníelsson Teikning/Arni Elfar Forstjórinn lokaði skrif- stofudyrunum á eftir gest- inum og sjálfum sér, maður hár vexti og bleikur á hör- und, hann greip flösku út úr skáphillu og hellti víni í glös. „Nýr bíll á hlaðinu?" spurði gesturinn og skálaði við furstann. „Rétt. Félagið gaf mér hann í tilefni af sínu eigin afmæli." „Félagið — hvað er það eiginlega?" „Það veistu þó, mannskratti, þótt fáfróð- ur sért,“ sagði Bleikur, „félagið, það er ég.“ „Já, þú stælir gömlu keisarana í orði og verki, og fólkið tekur það í alvöru — og unir því.“ „Þakka skyldi því! Það er ég sem skapaði FÁR. Það væri ekki til án mín, og sundrast vafalaust þegar ég er allur." „Fólkið heldur áfram að lifa þó að þú drepist og félagið líði undir lok. Nei, ég lái þér ekkert þó þú gæfir þér bílinn. Ánnars skal ég segja þér hvað þetta félag er: Það er ekki annað en gripagirðing — nátthagi. Þú nytjar fólkið í þessu byggðarlagi eins og það væri búpeningur og þín eigin eign. En það vill hafa það svona, og þá er ekkert við því að gera.“ „Þú ert kvikindi. Mikið helvítis kvikindi ertu, holtaþórinn þinn,“ hrópaði Bleikur svo undir tók í húsinu. „Ég sem hef safnað ukkur saman, dreifðum, úrræðalausum, einskis virtum, og gert ukkur að sam- stilltri heild — þjóðfélagsafli." „Að hópsál, ef nokkuð er,“ sagði gestur- inn, og lét stríðnisbrosið dansa um gran- irnar. „Þú ert mikilmenni, Bleikur." „0, kvikindið þitt. Þú ert af gamla tím- anum, eiginlega ekki brúklegur til neins, nema drekka með þér. Einhvurn verður maður reyndar að hafa til þess — mínir menn ganga snemma til náða. Þeir vinna á daginn og sofa á nóttunni." Hann stóð á fætur og gekk út að glugganum. Sköllótt höfuð hans bar hátt við dimma heiðríkj- una, eins og fullt tungl. „Skál,“ sagði hann og sveiflaði glasinu. „Þú ert eins og klipptur út úr himninum, og trúir niður fyrir þig,“ sagði gesturinn. „Meinarðu kontrakt minn við djöfulinn, sem er reyndar ekki nema skröksaga, þó ég hafi gaman af henni?" „Ég á við hlutskipti þitt — hlutverkið, manninn á stjórnpallinum: þú reisir verk- stoð, setur peninga í umferð, hefur á boð- stólum varning sem þú hefur vanið fólkið á að brúka. Þegar á allt er litið, þá er það fólkið sem hefur lyft þér hingað, til þess að það geti haft þetta gagn af þér, úr því þú gafst því kost á þér til þess. Afleiðingin er sú, að þú ert farinn að trúa niður fyrir þig og tilbiðja það sem þú fyrirlítur." „Gættu að því, holtaþór, að án djöfulsins væri guð ekki til. Það eru kontrastarnir sem allt veltur á,“ sagði Bleikur og veifaði staupinu beinum armi fram og til baka út í loftið eins og hann héldi á blysi og vildi láta það blakta. „Lífið,“ sagði gesturinn, „þú lifir því sterklega." „Hvað annað?" sagði Bíeikur og tæmdi glasið, „meðan tíminn leyfir. Þú veist hvur á bak við mann bíður!" Guömundur Danlelsson er þjóðkunnur rithöf- undur og býr á Selfossi. BLUENILE AliuiMooreliwul *$■*+&*<■ **•**-> l'* Orí* W.it«4«... Alan Moorehead: The Blue Nile Christopher Hibbert: Africa Explored Europeans in the Dark Continent 1769—1889. Penguin Books. Öld landkönnuðanna er liðin. Búið er að kortleggja alla heims- byggðina með aðstoð gervi- hnatta og margt bendir til að ekki verði þess langt að bíða að heimsbyggðin verði heldur til- ERLENDAR B Æ K U R breytingalaus hvað siði varðar ef stóralþjóðlegum gervihnatta- sjónvarpsnetum verður komið fyrir á braut um jörðu og úr þeim miðlað sjónvarpsbylgjum frá menningarsnauðum jöfrum fjölmiðlafársins. Og nú bíða menn úti í geimn- um eftir því að geimferjan komi aftur til að taka þá upp í, rétt eins og grár almúginn bíður eftir strætisvagni í bæinn eða út- hverfið. En hvað um það. Hér skulu kynntar tvær bækur sem fjalla um menn í ókunnri álfu. Önnur er ríkulega myndskreytt og segir í henni af könnuðum, lífsháttum og herleiðangri um Eþíópíu og leitina að upptökum Nílarfljóts. Hin greinir frá fjölmörgum landkönnuðum evrópskum í Afr- íku, en sú álfa er eins og mannshjarta í laginu. Báðar eru þær skemmtilegar aflestrar og af þeim má nokkuð nema. The Blue Nile er í stóru broti, tæplega 300 síður og í henni margar myndir í lit og svart/- hvítu. Africa Explored er á fjórða hundrað síður og eru í henni margar sögur af ævintýra- mönnum sem á átjándu og nítj- ándu öld ferðuðust um frum- skóga, eyðisanda og allt þar á milli. Joseph Campbell: The Masks of God vol I Primitive Mythology vol II Oriental Mythology vol III Occidental Mythology vol IV Creative Mythology. Penguin Books 1983. í fjórum bindum, sem eru upp á nálega tvö þúsund og fimm hundruð síður, segir Joseph Campbell undurmargt um mýt- urnar, breytingar sem orðið hafa á þeim og reyndar allt sem mað- ur getur ímyndað sér að þeim sé viðkomandi. í fyrsta bindinu fjallar Campbell um upphaf mýtanna, hvar á jarðarkúlunni þær kunna að hafa fyrst orðið til og hvert þær dreifðust og hvernig. Hann vill meina að svo fornar séu þær margar hverjar, að forfeður okkar, sem ekki einu sinni gátu ornað sér við elda, hafi þekkt þær. í öðru bindi gerir hann svo grein fyrir austrænum mýtum, leitar skýringa og ber saman Taó, Búddisma og Hindú. Að uppistöðu er þriðja bindið um goðafræði Grikkja og Róm- verja og svo gyðingdóm og kristni. Síðasta bindið fjallar svo um hina skapandi grein þessa alls, þ.e. á hvern hátt skáld og lista- menn hafa unnið upp, bætt við og snurfusað þessi fjörgömlu fræði. Joseph Campbell hefur ritað margar bækur, ekki einasta um mystík heldur bókmenntir einn- ig. í félagi við H.M. Robinson skrifaði hann lykil að því mikla og torræðna verki Finnegans Wake, en F.W. er illlæsileg þeim sem ekki þekkja til nokkurrar hlítar goðafræði alla. Campbell lagði stund á mið- aldafrönsku og sanskrít við há- skólana í París og Múnchen, hann er bandarískur og starfaði með Steinbeck í eina tíð áður en hann gerðist kennari. Þetta verk, The Masks of God, er góður förunautur hvers þess sem vill kynna sér mystík. Leiðrétting í Lesbók 9. mars sl. skrifaði ég rabb um orðin safa, saft og djús. Þar stendur m.a.: Nú kemur enskan til sögunn- ar. Hljóðrétt hliðstæða við safa er saft og heitir á því máli sap. Þarna átti að standa: Nú kemur enskan til sögunn- ar. Hljóðrétt hliðstæða við safa og saft heitir á því máli sap. Hvort sem endileysan atarna er nú frá mér komin eða til orðin í ritvinnslunni, þá bið ég lesend- ur virða á betra veg. .HELGI SKÍILI KJAKTANSSON LESBOK MORGUNBLAÐSINS 30. MARZ 1985 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.