Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 5
er aðfall og útfall, alltaf hreyfing og líf. Og svo var fuglinn — hann setur alltaf sér- stakan svip á fjöruna." „Málarar sóttu líka mikið í fjöruna á tímabili, en mér finnst eins og það hafi minnkað. “ „Sem myndefni úreldist fjaran aldrei. En það er nú svona í þessu eins og ýmsu öðru: Menn róa á ein mið í dag og önnur á morgun. Fjörumálverkið var yfirleitt mjög stílfært eða afstrakt og afstraktlist er skyld nútíma ljóðlist. Það er þessi áherzla á einfaldleikann, stundum með mystísku ívafi. í þeirri óreiðu, sem er allt í kringum okkur í lífinu, freistast skáldið og málar- inn til að koma á einhverskonar reglu. Listaverkið minnir á kyrrð — verður eins- konar athvarf. Að sjálfsögðu er það þó ekkert lokatakmark." „Hvert er þá lokatakmarkið?“ „Ætli það sé ekki að spegla einhvern smáheim, sem maður þekkir af eigin raun — spegla hann vel.“ „Er ekki mikilsvert í því sambandi, að skáldið byggi á því, sem það hefur sjálft upplifað?“ „Ekki er vafi á því. Það vill verða erfitt og ósannfærandi að byggja á upplifun annarra. En það er þó hægt. Til eru skáld, sem geta vel sett sig í spor annarra og þau virðast geta túlkað sjónarmið og upplifun annarra af miklu innsæi. En til þess verð- ur þó að gefa mikið af sjálfum sér.“ „Afsakaðu þó ég skírskoti enn til mál- ara. Ég ræddi í fyrra við ungan málara, sem sagði í samtali íLesbók: „Myndlist er list hinna skyggnu — og þeir eru fáir.“ Gætiþetta gilt einnig um ljóðlist; er nútíma ljóðlist eitthvað, sem út- heimtir sérstaka skyggni til að hægt sé að meðtaka hana?“ „Hvað skáld varðar, þá má segja að þau séu ekki mjög mörg, sem raunverulega marka tímamót. Þrátt fyrir það er nauð- synlegt að margir yrki og að margskyns skáldskapur sé til. Frá sjónarhóli skálda má kannski svara þessu sem svo: Mér kem- ur þetta ekki við. Ég yrki —og hvort 4—5 meðtaka það, eða 4—5 þúsund, er ekki mitt mál og ég mun ekki hafa áhyggjur af því. Hér er komið að veigamiklu atriði, sem skáld hafa velt fyrir sér ekki síður en les- endur. Ég hlýt að játa að hafa gert tilraun til að yrkja með þeim hætti, að ljóðið höfði ekki bara til skálda og bókmenntamanna. Ég hlýt að leita annarra leiða en þeirrar að skrifa einskonar sendibréf til skálda, eða þegar dýpst er kafað: Að stunda það að síma til Guðs. Þegar fyrstu bækur mínar komu út, var atómskáldskapur ríkjandi og vegur hans fór vaxandi þegar árin liðu. En í skáldskapnum er ekki kyrrstaða. Gegn því, sem fastmótað er, verður að gera upp- reisn." „Hvenær telur þú þá, að komið hafi að uppreisninni gegn atómskáldskapn- um ?“ „Ég tel að það hafi gerzt með hinu svo- kallaða opna ljóði, en viss uppreisn gegn honum — og um leið hefðbundinni ljóðlist — hafi komið fram með Hannesi Péturs- syni, mínum eigin ljóðum, Matthíasi Jo- hannessen og Þorsteini frá Hamri. Hannes gaf sína fyrstu bók út 1955, fyrsta bók mín kom 1956, en Þorsteinn og Matthías komu með sínar fyrstu bækur 1958. í öllum þessum bókum er viss tilhneig- ing til samræmingar; þær vísa fram á leið, en hafna ekki fornum arfi.“ „Og nú ert þú með nýja bók á döfinni. Hvenær má eiga von á henni?“ „Ætli hún komi ekki út í vor hjá Al- menna bókafélaginu." „Ég var að glugga í handritið og mér skilst hún eigi að heita Ákvörðunarstað- ur myrkrið. Mér finnst þér verða tíðrætt um myrkrið í þessu handriti: „Botn- laust, andlitslaust myrkur,“ segirþú og „myrkrið ræður áfram för.“ Hvers- vegna allt þetta myrkur? Birtir þetta lífsskoðun þína um þessar mundir?“ „Ég get svarað þessu sem svo, að nafnið á bókinni birtir andrúm margra ljóða í þessari væntanlegu bók. Ég á einnig von á því, að mörgum muni finnast þetta nokkuð dimmleit niðurstaða, en hér eru tilvistar- legar spurningar á ferðinni. Bókin fjallar að miklu leyti um för, sem við vitum ekki betur en endi í myrkri: Ferð frá ljósi til myrkurs. Ætli bókin sé ekki töluverður vitnisburður skálds, sem telur sig vera á miðri leið. Á fleiri en einum stað er vísun í Dante, þar sem talað er um að vera stadd- ur miðja vega í Hinum guðdómlega gleði- leik.“ „Þessar yrkingar þínar um myrkrið eru svo svartsýnislegar, að þær minna á Kristján Fjallaskáld, samanber: Allt er kalt og allt er dautt/ eilífur ríkir vetur. Og svo framvegis. “ „Um þá samlíkingu hef ég það eitt að segja, að ég tel mig í ágætum félagsskap, þar sem Kristján Fjallaskáld er. Vera má þó, að í heiti bókarinnar og ýmsum ljóðum í henni séu spurningar af öðrum toga en hjá Kristjáni Fjallaskáldi. En kannski spyr einhver sem svo að lestri loknum, hvort það muni vera mín skoðun, að við taki einungis myrkur og hvort engin stoð sé þá í því að trúa. Ég tel mig vera í hópi þeirra, sem hafa góða viðleitni til að trúa. En lesendur verða að ráða í, hvernig sú viðleitni hefur tekizt — og við skulum ekki gleyma að undirstrika, að viðleitni er mikilvæg. Það getur reynzt þungt í skauti að sætta sig við lífið, en ætli það megi ekki greina einskon- ar sáttargjörð í bókinni, þegar betur er að gáð — ég býst að minnsta kosti við því.“ „Er bölmóður og svartsýni eins ríkj- andi í skáldskap núna og fyrir 30 árum eða svo, þegar kalda stríðið og atóm- bomban settu í ríkum mæli mark sitt á ljóð ungra skálda ?“ „Ég er ekki viss um að svo sé. En því ber ekki að neita, að erfið reynsla virðist oftar hvetja menn til að yrkja en sú, sem telst ánægjuleg. Það að menn yrkja, finnst mér alltaf bera vott um bjartsýni." „Getur það ekki alveg eins verið merki um það gagnstæða ?“ „Það getur sprottið af svartsýni, en er samt einskonar svar við henni.“ „Eru þá skáldin þrátt fyrir allt ekki eins áhyggjufull um afdrif heimsins og framtíð mannkynsins ogþau voru?“ „Mér virðist, að í ljóðum yngstu skáld- anna sé þessi gífurlegi ótti við tortímingu að koma aftur í ljós. Þó er enn meira áber- andi ótti þeirra við sig sjálf." „Finnst þér dæmin sanna, að skáld geti haft raunveruleg, pólitísk áhrif og skapað það almenningsálit, sem stjórn- málamenn neyðast til að taka tillit til?“ „Það er erfitt fyrir mig að svara þessu, því í ljóði sem ég orti eitt sinn stendur, að skáldið breyti ekki heiminum, heldur breyti heimurinn skáldinu. Sá tími, að skáld séu leiðtogar, virðist vera liðinn hér á íslandi. Þar með er ekki sagt, að skáld- skapurinn geti ekki orðið áhrifamikill og dugað. Skáldskapur höfðar kannski ekki til mikils fjölda; ekki til hugtaks eins og „allrar þjóðarinnar". En hann getur átt erindi við einstaklinga — og erindi hans við einstakling getur valdið miklu — kannski breytt heilli þjóð.“ „Það er að vonum algengt í ljóðlist, að grundvallarspurningar skálda snúist um hugtök eins og líf og dauða og fleiri en Hallgrímur Pétursson hafa ort um „dauðans óvissa tíma“. Þegar maður skoðar handritið að þessari væntanlegu bók þinni, þá sést að dauðinn er yrkis- efni eins og myrkrið. Þú segir m.a.: „Fjall bergmálar dauðann, vatn speglar dauðann" ogá öðrum stað: „Dauðinn er andblær, gjóla í skarði, gára á vatns- borði.“ Hvað áttu við með því, að fjall bergmáli dauðann og vatn spegli hann ?“ „í þessum línum er lögð áherzla á, að dauðinn er alltaf og allsstaðar nálægur. Það er töluvert um vísanir í eldri skáld í þessari bók. Sum ljóðanna eru tilbrigði við ljóð, sem önnur skáld hafa þegar ort — einskonar túlkanir, enduryrkingar. Það er, vona ég, eitthvað af andblæ frá fornum, norrænum skáldskap í bókinni, en það eru líka á fleiri en einum stað tekin upp yrkis- efni fornra, japanskra skálda; til að mynda er skáldið Baso nærverandi. Eitt eða fleiri ljóð í bókinni eru túlkanir á því, sem hann orti um dauðann. Til dæmis orti hann, að ferðamaðurinn örmagnast áður en hann kemur í áfangastað, en andi hans heldur áfram yfir auðnina. Ljóðin eru kannski eitthvað, sem heldur áfram að ferðast og lifa eftir dauðann; einhver vitn- isburður sem lifir þrátt fyrir allt.“ „Ugglaust er einhver huggun íþví fyrir skáldið, að ljóðið muni lifa það — og halda áfram að lifa. Samt er eins og ekkert fagnaðarefni sé til; ekki einu sinni vorið og sumarið eftir langan og harðan vetur. 1 „ Vorkvöldi við glugg- ann“ segir þú svo: „Framundan nýtt sumar, tóm til að fylla áður en haustar.“ Hvers vegna finnst þér sumarið aðeins vera tóm til að fylla ?“ „Það er ekki aðeins sumarið, sem ég hugsa mér sem tóm, heldur gervallt líf mannsins. Að lifa er að fylla þetta tóm með ýmsum hætti; það er í okkar höndum, hvernig við gerum það. Líf mannsins er einskonar óvissa — hvernig vinnst okkur úr þessu sumri, þessum vetri?" „Vitaskuld má kalla þetta tóm. En ég vil fremur líta á það sem tækifæri. Komandi sumar er tækifæri og það er í okkar valdi, að minnsta kosti að ein- hverju leyti, að vinna úr þessu tæki- færi. Þetta er ugglaust sjónarmið bjartsýnismannsins. Og í framhaldi af þessu með tómið, langar mig til að koma að öðru, sem ég hnaut um. Þú yrkir um stofur „þar sem sitja eftir- myndir af fólki". Hverskonar fólk er það; er þetta ekki eitthvað yfirmáta neikvætt?“ „Ég á við fólk, sem ekki er lengur virkt. Það hefur sætt sig við að vera einungis viðtakendur. Ég á til dæmis við þá, sem láta mata sig. En ekki þá einungis. Ég á líka við, að við höfum ekki svo mikið val. við sitjum föst í þessu ákveðna rúmi og getum að vísu reynt að fylla út í tómið á ýmsan hátt og eftir ýmsum leiðum. En það eina, sem við vitum með vissu, er, að dauð- inn tekur við.“ „Kannski er komið nóg um svartsýni. En mig langar til að koma að einu enn, sem ég sá í bókinni. Þú yrkir um vetur- inn og segir: „Þessi vetur... hefur birzt okkur í líki dýrs“ og siðar: „í vetrinum urðum við grimm hvert öðru — án von- ar um annað en nýjan vetur.“ Hverskonar vetur og hverskonar grimmd er þetta?“ „Við verðum að sætta okkur við mann- lega annmarka. Þegar bezt lætur, erum við menn með góða viðleitni, en innst inni er- um við dýr og hvatir okkar eru jafnt af hinu góða sem hinu illa. Það verðum við að játa. Við erum kannski einhverskonar englar, en þá í merkingunni fallnir engl- ar.“ „Og kannski þá í þeirri merkingu, að við höfum lifað áður hér á jörðinni?“ „Já, til dæmis í skáldskap." „Égmeinti ekki líf í skáldskap, heldur í veruleika. “ „Ef til vill. Við erum líklega ekki annað en endurtekning." „Lífið og náttúran — allt er endurtekn- ing. Hver dagur er endurtekning, hvert mannslíf, hver öld. Leggst þetta þungt á þig með endurtekninguna ?“ „Það leggst á mig með misjöfnum þunga, en stundum er að því léttir. Skáldið er jafnan í hlutverki Sísífosar." „Að endingu dálítið um form. Sum ljóð- in í þessari væntanlegu bók eru svo stutt — aðeins þrjár línur og þær ör- stuttar. Dæmi: „Helbjört dögunin stritar við bjargið. Skaflinn kemur inn ísvefnherbergið.“ Mér datt í hug, hvort kalla mætti slík ljóð örljóð, samanber örvera. Og þá er spurningin: Getur ljóð ekki orðið svo knappt í formi, að það nái ekki tilgangi sínum sem miðill; hætti að geta miðlað hugmynd eða kennd til lesandans?“ „Þetta Ijóð og þessi ljóð, sem þú hefur í huga, eru sennilega náskyld svokölluðum hækum, japönskum smáljóðum, sem aftur á móti eru skyld íslenzkum ljóðum, ýmsum fornljóðum og ljóðum á borð við Yfir kald- an eyðisand, svo við komum aftur að Kristjáni Fjallaskáldi. í þessum ljóðum er reynt að segja sem mest í sem fæstum orðum, en fyrst og síðast er tilgangurinn sá að segja hið ósagða. Það sem ef til vill er ekki unnt að segja í ljóði." GÍSLI SlGURÐSSON Bragi Sigurjónsson Víöidals vitjað Yfir Háás ber hálfa sól, uppi er árdagur. Vatnshlíða geng ég vegleysur Víðidals á vit. Víðar kvosir eru vatni fylltar annars væri auðn. Urð og sandur eru ásækin hvar sem færi fæst. Veikur gróður þraukar vötnum hjá á við ofríki: skríðu skjólgil, skreiðist varbrekkur, forðast holt og hæð. Ilmi höfgum andar jörð vakin, fer ég gil af gili. Steinvættir stara land yfir, hvika ekki augum. Múlavatn hefir í morgun svalað þyrstri hreinahjörð. Kýr og kálfar hafa klaufum markað flatir fjörusands. Stúrinn melur stendur á hæð frammi ekki feginn alls: jöklasóley hefir sér jörð tekið honum á hákolli. Morgunblessun flytur Múlaþverá djúpum Víðidal. Náttmálafoss neðar í brúnum allshugar tekur undir. En Víðidalur yfir vallgrónum Grundarrústum grætur: saknar Ragnhildar, Sigfúss og Jóns annsemis enn í dag. Bringum undir hvíla bein Þorsteins, einnig ungra sona. Halldóra og Ólöf hafa löngu brotist grjót til Geithellnadals. Skapbráð Morsa skyrpir fjallsteinum, erjar grjóti grös. Tekið er Hvannstóð, tannber Dagmálahlíð, vanfædd Víðidalskinn. — Brekkur upp gekk ég brúna til, hvarf á Vatnshlíðaveg. Æ stendur mér fyrir opnum sjónum auður öræfadalur. Bragi Sigurjónsson er bankastjóri og fyrrv. alþingismaður á Akureyri. Vlðidal- ur er afréttardalur á Lónsöræfum. „Ég hlýt að játa að hafa gert tilraun til að yrkja með þeim hætti, að ljóðið höfði ekki bara til skálda og bókmenntamanna. Ég hlýt að leita annarra leiða en þeirra að skrifa einskonar sendibréf til skáldanna, eða þegar dýpra er kafað: Að stunda það að síma til guðs.“ LESBOK MORGUNBLAÐSINS 30. MARZ 1985 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.