Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 21
Hann Halli á Flöt Bernskuminning frá Skriðuklaustri eftir Franziscu Gunnarsdóttur Mynd: Friðrika Geirsdóttir Halli á Flöt var bóndi í sveitinni og kom oft í heimsókn. Sveitin var Fljótsdalur í Norður-Múlasýslu, og í heimsókn kom Halli að Skriðuklaustri í áðurnefndum dal; sótti hann afa heim. Eitt skiptið, sem oftar, kom Halli og var, venju samkvæmt, boðið upp í stofu. Ein- hverra hluta vegna var hann öðrum vel- komnari til afa — afa, sem ég dáði. Þá var aldrei annríkinu fyrir að fara. Einkenni- legt, eins og hann afi var oft tímabundinn og mátti alls ekki vera að því að hitta fólk. Hann var þá að vinna. Það merkti að hann var „að skrifa". Eðlisþyngd þeirra orða var meiri en annarra. — Gunnar ar- bejder — sagði amma ákveðin. Annað fólk vann þó ekkert síður. Afi, hins vegar, vann á allt annan hátt, skildist mér á ömmu. Ég tók það sem gott og gilt: Ekki veit ég hversu gömul ég var. Man þó, að með því að teygja hökuna ofurlítið, náði hún rétt svo að hvíla á stofuborðinu okkar, gömlu mahóní-borðstofuborði. Halla hafði verið boðið til sætis handan við borðið, og með hökuna hvílandi á því starði ég á hann. Hvað var svona merki- legt við Halla á Flöt? Af hverju kom hann aldrei til ónæðis? Eitthvað var óvenjulegt við hann, er nánar var að gáð. í andlitinu gætti tor- kennilegs skarpleika. Þar var eitthvað að finna, eitthvað sem ekki var í ásýndum annarra manna. Síðan fannst mér hann vera ljótur. — Skyldi hann vera í ætt við tröllin? Það var ekkert ólíklegt, þótti mér. Afi hafði margoft þulið yfir mér Andrarímur; rímurnar gömlu um tröllið Andra, sem lagði ást á mennska konu, og hafði nú aldeilis verra af. Það fór ekki fram hjá mér að afi hafði hina mestu samúð með Andra, og tröllum yfirleitt. Hann Halli var líka ofurlítið Andra-legur, þóttist ég sjá. Af hverju er hann Halli á Flöt svona ljótur? — spurði ég afa, um leið og gestur- inn var horfinn; spurði í barnslegum ein- faldleika ára minna. Finnst þér hann Halli vera ljótur, Litla mín? — svaraði afi mér með spurningu. Röddin var alvöruþrungin og augun myrk. Augu hans urðu ætið myrk þegar eitthvað snerti kvikur innra með honum, hvernig sem á því stóð. Það þykir mér leitt að heyra... Veistu það ekki barn, að ef þú sérð einungis það ljóta og neikvæða í fári manns, þá sér hann ekkert nema ljótt í fari þínu? Þá finnst honum þú vera ljót. — Og síðan sagði hann mér að sér þætti vænna um Halla en flesta aðra menn og tæki því sárt ef einmitt sá maður þyrfti að sjá mig ljóta. Brá þá hvergi fyrir kímni. Ég starði á hann afa minn, og þessi stund er greipt í sálu mína sem fáar aðrar, enda mín fyrsta kennslustund i heimspeki. Fram að því hafði ég álitið ljótt og fallegt vera samþykktar staðreyndir, sem allir væru sammála um, ekki eitthvað afstætt. Ég hafði heldur aldrei velt mínu eigin útliti fyrir mér. Var ég þá ljót, þegar allt kom til alls. Hvað var eiginlega ljótt? Hvernig mátti skilgreina ljótleika? Ég flýtti mér að næsta spegli, frammi í forstofu, aðalinngangsmegin, sem vissi að fjallinu. Þar var enginn maður nema ég og spegilmynd min. Og þvílík hörmung... Ég sá litla telpu með ljóst hár og liðað, sviplít- il augu og uppþvottavatnslit. Ot frá til- þrifalitlum búknum hrökkluðust einhverj- ir mjóslegnir og vesældarlegir útlimir, sem skilgreina mátti í armleggi og fót- leggi. Fyrir endum þessara spíra voru tvær klunnalegar hendur, annars vegar, og tveir of langir fætur hins vegar. — Ekki var þetta uppörvandi sjón. Skyldi Halli á Flöt sjá bara þetta? Skyldu allir aðrir sjá einungis þessar am- bögur? Ég vildi síst vera svona. Vildi kannske umfram allt ekki að aðrir sæju mig í þessu hráa miskunnarlausa ljósi. Og hvernig var þetta annars með hann Halla? Rebbi, hundurinn okkar, öllum hundum og flestum mönnum fremri, fagn- aði ætíð Halla, virtist telja hann til fjöl- skyldunnar. Rebbi var rauðhærður, — mér þótti niðrandi að kalla hann rauðan — stór og sterkur, af íslensku kyni, og mannglöggur, Rebbi fagnaði fáeinum út- völdum. Það hlaut að vera eitthvað sérlega at- hyglisvert við Halla, þótt ég hefði ekki komið auga á það, en hvað? — Ég beið nú næstu heimsóknar bónda, og sjaldan hefur nokkurs manns verið beðið með þvílíkri óþreyju. Að lokum kom Halli aftur. Ég horfði á hann gaumgæfnum augum, ætlaði að sjá eitthvað óvenjulega jákvætt í fari hans. Eg skyldi sjá hann Halla fallegan, hvað sem það kostaði. Enda var hér ekki lítið í húfi, hvorki meira né minna en álit hans á mér; álit manns sem hann afi mat svona mikils. Þegar allt kom til alls, og mér til mikils léttis, reyndist vera eitthvað óvenjulega gott við augun hans. Þau voru athugul, og reyndar beinlínis falleg; góð. Það var lóðið. Svo þetta hafði Rebbi séð, og afi líka, auð- vitað. Annars var hann Rebbi nú gleggri en afi í sumum málum, sérstaklega í mati sínu á fólki, svo mikið var víst. En fyrst hann Halli var nú orðinn fal- legur, næstum því, hvað skyldi honum þá finnast um mig? — Við þeirri spurningu fékk ég aldrei svar. Finnst þér hann Halli enn vera ljótur? — spurði afi þegar Flatarbóndinn hafði kvatt. Nei — muldraði ég, og árum saman velti ég fyrir mér hvað bjó að baki furðulega brosinu hans afa, að svarinu fengnu. I’.S. Nafnið Halli er ekki borið fram með linu M, heldur rímar á móti skalli. Franzisca Gunnarsdóttir býr I Reykjavlk og stundar ýmis ritstörf. Hún er sonardóttlr Gunn- ars Gunnarssonar skálds. Oddi uppúr aldamótunum 1800. Myndin er eftir GjS. Mackenzie, sem fór í íslandsleiðangur 1810. hefur verið lýst sem harðskeyttum og harðdrægum manni og hann tók sér sjálfdæmi í frægum deilum við norska kaupmenn. Athygli vekur að þessi Oddaverji og héraðshöfðingi er svo frábitinn siglingum að hann vinn- ur það ekki til kvonfangs og mægða við Harald Orkn- eyjajarl að sækja brúðkaup þangað; honum eins og óaði siglingin. En jarlinn vildi ekki senda dóttur sina ógefna til íslands, og því varð ekki af þessum ráðahag. Hér er annars ekki ætlunin að þylja upp nöfn margra þeirra sem sátu Oddastað, en meðal fyrri alda klerka má ég til með að nefna Arngrím Brandsson sem hér var prestur fyrir miðja 14. öld. Hann virðist hafa komið á staðinn 1334, fyrir 650 árum. Hann er víða nefndur en lítt frá honum sagt. Þó er þess getið að þegar hann var sendur utan til Noregs á fund erkibiskups til að reka erindi Skálholtsbiskups, þá sinnti hann þeim ekki held- ur eyddi dvalarvetrinum við hljóðfæraslátt og organ- smíði. Og lái honum hver sem vill. Fyrir miðja 16. öld var hér prestur Jón Einarsson, af einni fremstu ætt landsins. Ögmundur Pálsson Skál- holtsbiskup vildi gera hann að biskupi á Hólum, en Jón Arason varð hlutskarpari og tók þar við embætti 1524. Sama ár mun Jón Einarsson hafa fengið Oddastað. Áður en lauk lenti hann raunar í miklum útistöðum við Ögmund biskup. Þá skal þess getið að á þessari öld hafa fjórir klerkar setið Oddastað, sr. Skúli Skúlason 1887—1918, sr. Er- lendur Þórðarson 1918—1946, sr. Arngrímur Jónsson 1946—1964 og sr. Stefán Lárusson síðan. Matthías Jochumsson í Odda Enn er ótalinn einn kunnasti Oddaklerkur siðari alda, skáldjöfurinn Matthías Jochumsson sem sat hér 1881—87. Hann ber sóknarbörnum sínum vel söguna en segir að enn eimdi hér eftir af gamalli ættfeðrastjórn, þar sem allt ráð manna væri oftast á valdi prests þeirra og landsdrottins. Og hann tekur fram að flestir lands- hættir og búskaparlag væri nálega með sömu ummerkj- um og verið hafði á dögum Sæmundar fróða. Einn sóknarbændanna — sem dó raunar fjörgamall skömmu eftir aldamótin — sýndi sr. Matthíasi m.a.s. hvar Sæmundur fróði hefði verið grafinn hér í kirkju- garðinum. Og þessi galdraklerkur þjóðtrúarinnar er svo nálægur samtímamönnum sr. Matthíasar að spurningu klerks um það hversu langt sé síðan Sæmundur hafi dáið svarar bóndi svo: „Sei sei, það var löngu fyrir mitt og föður míns minni." ÓLÆSIR HÖFÐINGJAR SENDU SYNI SÍNA TlL MENNTA Að því er áður vikið að sonarsonur Sæmundar prests hins fróða, Jón Loftsson, var maður nýrra tíma. Hann ólst að einhverju leyti upp í Noregi, enda var móðir hans talin dóttir Magnúss konungs. Sama mál var talað í báðum löndunum á þeim tíma, og menningarsamfélag- ið hið sama, og þó.' Einn þáttur skilur verulega milli norskra og íslenskra mennta þegar á þessum tíma. Strax á fyrstu öld eftir kristnitöku, einmitt á friðaröldinni sem svo hefur verið nefnd, 11. öld, virðist kunnátta í lestri og skrift hafa breiðst langt út fyrir hina geistlegu stétt hérlendis, út til almennings miklu meir en annars staðar. Raunar verður útbreiðsla þeirrar kunnáttu að sjálfsögðu aðeins ráðin af líkum. En það er augljóst að tilgangslaust var að skrifa jafnmikið á móðurmálinu og Islendingar gerðu á 13.—14. öld., ef ekki var til fólk sem kunni að LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 30. MARZ 1985 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.