Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Page 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Page 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 651 Ejnar teikkelsen; SEINUSTU ESKIMÓARNIR Á NORÐURAUSTURSTRÖND GRÆNLANDS Á SLEÐAFERÐUM um austur- strönd Grænlands á vorin, rekst ferðamaðurinn víða á dökkvar steinhrúgur upp úr snjónum, og sigli hann fagran sumardag með- fram hinni' fögru strönd, sér hann langt álengdar dökkgræna bletti og í hverjum bletti stærri eða kvöl og hann varð að taka á öllu sínu þreki til þess að brigzla því ekki um ofdirfsku þess; afsaka sig með láta- lætis-góðvild á þeim grundvelli, að kraftaverk var sú náð, er ákaflega sjaldan væri látin í té; að æpa ekki upp vegna háðungar sinnar þegar hið fyrirfram-vitaða kom í ljós og tilraun- in bar engan árangur og hann sá von- arbjarmann hverfa af andliti sjúklings- ins, sem jafnframt varð bleikt af hug- arkvöl og gremju. Allt þar til röðin var á enda, hafði honum tekizt að leyna viðbjóði sínum og hugaræsingu. Meir en tuttugu sinn- um hafði hann framkvæmt hina gagns- lausu handar-álagningu og þulið orðin eins og bergmál. Síðast í röðinni var kona ein. Hún leið ekki af neinum sýni- legum vanheilindum Feimin kom hún fram fyrir hann og bað hann stamandi að biðja guð þess, að henni mætti auðnast að verða móðir. Hann hrökk við er hann sá frammi fyrir sér siíka flónsku og hann lagði á flótta, rekinn á burt sem hraðast, og gat ekki varnað því, að tár móðgunar og örvæntingar fengju útrás. Heim til sín gekk hann dimmustu strætin og hengdi höfuðið, kvalinn af þeirri tilhugsun að hann kynni að þekkjast, eins og svo oft hafðj átt sér stað, því að hrifning aðdáenda hans var búin að gera hann frægan. minni steinahrúgur. Þetta eru rústir af fátæklegum kofum. sem Eskimóar hafa reist fyrir mörg- um öldum. Þeir voru komnir hingað eftir aldalangt ferðalag frá Ameríku. En lengra komust þeir ekki, hér stöðvaði hafið ferðir þeirra. En ferðaþráin var þeim í blóð borin, og þeir héldu áfram að ferðast suður og norður með austurströnd Grænlands, þar sem nóg var um veiðiskap og auðvelt að afla fæðu. Sumir höfðu ferð- azt fyrir suðurodda Grænlands og norður á bóginn. Aðrir höfðu far- ið hina erfiðari leið norður fyrir Grænland. Og svo hittust þeir hér einhvers staðar milli Danmarks Havn og Scoresbysunds. Og á þessum slóðum ólu þeir svo ald- ur sinn, þar til þeir urðu aldauða einhvern tíma á 19. öldinni. Það var aðeins einu sinni að hvítir menn komust 1 kynni við þá. Það var árið 1823, er Eng- lendingurinn Douglas Charles Clavering lenti á suðurströnd eyar þeirrar, er síðan ber nafn hans. Hann hitti þar 12 Eskimóa. Eftir því sem bezt er vitað var Clavering fyrsti hvíti maðurinn sem kom til austurstrandar Grænlands. Hann grunaði ekki hve merkilegt það var, að hann skyldi rekast þarna á flokk manna af ókunnum kynstofni. Hann hefir X þýddi. Rústir Eskimúabyggðar á Claveringey.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.