Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 32

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 32
668 LESBÓK MÓRGUNBLAÐSINS innan úr þykkni f jallaskóganna. En í rjóðrum sáum við hirti og hrein- dýr, og voru sum þeirra töluvert spök. Þarna eru líka risatrén og ókum við bílnum okkar gegnum eitt af þeim og drukkum Coca Cola í öðru. Tré þessi hafa verið fleiri þúsund ára gamlir sveinar þegar Leifur fann Vínland hið góða. Á þessum slóðum rignir oft á næturn ar, en venjulega er þurrt og gott veður á daginn. Við ókum þarna eins og fyrr segir norður um óravíða skóga og himingnæfandi fjöll. Rétt fyrir austan var 14 þúsund-feta-hár jökull, og skarð eitt sem við fór- um yfir var í fjögur-þúsund-feta hæð. Þarna vandist ég alveg á að aka í bröttum hlíðum og horfa of- an í djúpa dali. Lofthæðaróttinn var horfinn. Seint um kvöldið 6. febrúar ók- um við inn í stórborgina Port- land í Oregon-fylki. Hún er hafn- arborg, sem stendur við fljótið Columbía. Þegar við komum til borgarinnar sáum við snoturt hótel, sem við kusum sem gististað. Þegar konan og sonurinn höfðu farið inn. spurði ég dyravörðinn hvar gott bílastæði væri, þar sem ég gæti látið bílinn standa um nóttina. Hann sagði mér að ég ætti að aka fyrir hornið, og síðan áfram, svo aftur fyrir horn og enn áfram. Þetta var leið yfir tvær þvergötur. Ég gerði ems og hann hafði ráðlagt mér og fann brátt hinn ávísaða stað. En þegar ég var búinn að koma bílnum fyrir og fór að labba leiðina til baka, þá birtust þversum- og langsumgötur svo margar að ég varð alveg vilt- ur í þeim — hafði og tapað áttinni. Það kom þá líka upp úr kafinu að ég hafði alls ekki tekið eftir nafninu á hótelinu. Það má hver giska á hvernig mér varð innan brjósts. Það leit út fyrir að verða örðug ganga heim til fjölskyldunn- Ekið í gegnum tré í Kaliforníu. ar Eftir langa happa og glappa að- ferð fann ég að lokum hótelið hvar konan beið undrandi á fjarveru minni. Daginn eftir héldum við til hinar fögru borgar Seattle í Washington-fylki. Og þar endaði ferðm. í kirkju með íslendingum Daginn eftir að við komum til Seattle var sunnudagur og við fórum í kirkju til að vera við messu íslenzk-ameríska safnaðar- ins. Þarna gaf að líta lítinn hóp fremur roskins fólks — lítinn hóp íslenzkraandlita, dýrkandi sinn guð og sínar venjur í stórri borg um- luktri endalausum frumskógum við hið ysta haf, Kyrrahafið. Það vekur óræðar tilfinningar í brjósti manns að líta þennan smáa söfnuð. Þessi kynslóð þarna er tengd oss menningarböndum sem ekki slitna meðan hún lifir. Þarna í hópnum eru nokkrir sem hafa fengið við- urkenningu heiman frá íslandi, og sumir hafa komizt í dágóð efni. annars munu þeir sem ríkir verða hverfa fljótt inn í hringiðu stór- laxanna. Fólk þetta hefir yfirleitt þokkalega afkomu. En margt af því þjáist af heimþrá. Það er sagt að það sé stutt á milli ástar og haturs. Margt af þessu fólki var ósátt við tilveruna þegar það fór heiman frá íslancþ, og það á óupp- gerðar sakir heima. Það vill kom- ast heim til æskustöðVanna og sýna það svart á hvítu að sér hafi vegnað vel. Auðvitað gerir fólk sér ekki þetta ljóst. En þegar þetta fólk hefir komið heim til ættjarð- arinnar, þá hefir því fundizt svip- að og skáldið segir, að það ætti einhvernvegin ekkert föðurland. Gömul kona sagði mér að synir hennar tveir, læknir og hljómlista- maður, hefðu hjálpað henni til þess að fara til íslands 1930. Þá fór hún beint inn í eldhús á bænum hjá fólkinu, hjá hverju hún hafði verið niðursetningur í æsku og settist á gamla eldhúsbekkinn þar sem hún hafði alltaf verið látin borða. En nú var það ófáanlegt að fá að borða þar, því hún varð endilega að borða inn í stásstofu. Hér með slæ ég botninn í þessa ferðasögu. Við erum búin að ferð- ast um 4 þúsund mílur eða 6480 km. í svipinn látum við það nægja. VITRUN TEITUR sonur Jóns Ólafssonar annála- ritara á Grímsstöðum í Breíðavík á Snæfellsnesi, varð bráðkvaddur á jólagleði undir Jökli. Guðrún Bjarna- dóttir kona hans var eigi heima, hún hafði verið sótt til að sitja yfir konu. En þessa nótt dreymdi Guðrúnu milli svefns og vöku, að vísur þessar væru kveðnar á glugga yfir henni. Góðan daginn gefi ykkur öllum herrann sá, er hekk á kross, * hellti út dýrum undafoss. Margan langar mæddan burt úr heimi. Eftir stund þá bíða ber, bið þú drottinn vægi þér. Lifdagarnir líða á einum degi. Timinn styttist, trúðu mér, tak því vel, að höndum ber.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.