Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 20
656 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS andi og ég trúði ekki á þann mögu- leika að sannleikurinn ætti eftir að birtast mér á andlega sviðinu. Ég finn að ég þarf að biðjast afsökunar. Hug- ur minn er núna í slíku umróti að ég get ekki komið orðum að því sem ég vildi sagt hafa. Ég þarf að jafna mig áður en ég geti það. Með þínu leyfi ætla ég að heimsækja þig aður en margir dagar líða og þá ræða víð þig ítarlega". Presturinn horfði á hann undrandi og gat ekki leynt því, að hann fann til skelfingar. Hann stamaði út úr sér þakkarorðum. Á þokukenndan hátt lét hann sér skiljast að þessi nýja um- vending hlaut að hafa gerst fyrir guð- lega ráðstöfun, en hann gat ekki lof- að guð, eins og hann hefði þó átt að gera og honum var það ljóst að hann var á ný fallinn í þvingandi óvissu. Hann lagði á stað heimleiðis fót- gangandi. Á leiðinni endurlifði hann atburðinn óaflátanlega og endurminn- ingin píndi hann. í prestskap sínum og við lærdómslestur sinn hatði hann tamið sér að rannsaka sína eigin sam- vizku. Hann leitaði hjálpar í trú sinni og allri sinni reynslu til þess að kom- ast að þeirri niðurstöðu, er friða mætti bæði hjarta hans og skynsemi. Enn á ný liðaði hann í sundur öll atriði und- ursins, varpaði á það Ijósi gagnrýn- innar og minntist ljóslega og misk- imnarlaust þeirra efasemda, er sótt höfðu á hann. „Konan sárbændi mig . . . ófús og af meðaumkun og veikleika lét ég undan. Á því augnabliki er ég rétti fram hendur mínar og ákallaði þitt heilaga nafn, bað ég þig, guð minn að fyrirgefa mér að ég legði það við hé- góma. Mér er ekki mögulegt að dylja neitt fyrir þér. Átti ég trú? Æ, ekki eitt andartak kom mér til hugar að þú mundir bænheyra mig. Andlit hans var eins og frosið, í augunum var ekkert líf, engin skyn- semisglæta og skyndilega tóku augna- lokin að titra undir fingrum mínum. — Engin manneskja var þarna til meðalgöngu nema ég. — Og á því augnabliki sem sjónin kom, einmitt á því augnabliki, fór ég sjálfur að efast í návist þinni — ég sem predikað hafði til þess að sannfæra hina efagjörnu og borið fram hin þyngstu rök til- finninga og skynsemi til þess að vekja traust á almætti þínu. Nú bið ég þess enn að þú látir mig finna til þessa undurs, sem enga hrifningu vekur í sál minni“. —ooo— Montoire prestur fór laumulega burt úr kirkjunni, - en stór hópur sjúkra manna, er sátu fyrir honum, sá þó til hans. Þeir höfðu beðið þess- arar stundar til þess að safnast utan um hann og sárbæna hann um að biðja guð að miskunna sig yfir þá. Þrír mánuðir voru liðnir frá því er blindi maðurinn læknaðist. Meðal fólksins hafði sá orðrómur borizt út að prestur þessi megnaði að gera kraftaverk. Það var rétt sama hvaða varúðarráðstafanir hann gerði til þess . að komast leiðar sinnar án þess að vekja athygli, píndu hann þó á hverju kvöldi tugir manna, sem klukku- stundum saman höfðu beðið þess, að hann gengi framhjá. Þessi raun hans varð með hverjum deginum sárari og sárari. f kvöld þótti honum sem sú kvöl, er augnaráð sárbiðjandi sjúklings olli honum, væri orðin sér ofraun, Sjúk- lingarnir héldu í hempu hans og vildu ekki sleppa honum. Þeir vildu ekki láta sér nægja huggunarorð þau er hann beindi til þeirra. Þeir létu sér ekki lynda loforð um að hann skyldi biðja fyrir þeim. Hver og einn á meðal þeirra vænti þess, að presturinn tæki hann við hönd sér og leiddi hann upp að altarinu, þar sem almættið hafði opinberazt. Hver og einn krafðist þess, að hann legði hönd á mein hans og skipaði honum að verða heill, og þannig, að takmark guðlegrar forsjón- ar skyldi beinast að hans sérstaka meini. Hann leitaðist við að komast undan þeim. Gat hann án þess að gerast guð níðingur farið að gera að helgisið það sem honum virtist vera refsiverður skrípaleikur? Átti hann á ný að dirf- ast að leika eftir verk Krists og hinna mestu á meðal útvaldra? Landamærin á milli trúar og hjátrúar virtust smám saman vera að hverfa. Átti hann að sýna þá dirfsku að endurtaka tíu og tuttugu sinnum þann verknað, sem fyllti hann skelfingu og yfirboðarar hans fordæmdu? Biskupinn hafði látið hann vita að ekki væri litið með velþóknun á opin- beranir hans. Efunarsemi þessara kirkjuhöfðingja hafði lítinn hnekki beðið við ályktanir þær, er Faivre læknir hafði gert og fremstu stéttar- bræður hans höfðu staðfest, eftir skýrslu þeirri er hann hafði sent aka- demíinu. Þar töldu læknarnir ag lægi fyrir sönnun um yfirnáttúrlega lækn- ingu. Skýrslu um atburðinn hafði bisk- upinn sent til páfastóls í Róm. Eftir þær efasömu móttökur sem málið hafði fengið hjá biskupi, átti það nú að rannsakast þar gaumgæfilega, vegna þess góða orðstírs, sem presturinn hafði, og vegna hinnar mjög svo alvar- legu viðurkenningar, sem vísindin höfðu gefið því. Meðan biskup beið úr- skurðar páfa forðaðist hann vandlega að láta uppi skoðun sína. Presturinn herti sig upp og reyndi að komast undan. Þá kveinuðu þessir vesalingar og þrenfedu sér umhverfis hann Allt það, sem gerði hann hik- andi, færðist í aukana og efinn gróf sig enn dýpra inn í sál hans. En ef guð skyldi nú þrátt fyrir allt, hafa útvalið hann til þess að opinbera dýrð sína? Ef þarna skyldi í raun og veru hafa gerzt kraftaverk? Hvernig átti hann þá að færast undan því, að verða við ósk þessara einföldu og trú- uðu sálna og framkvæma þann verkn- að og gera það ákall er eitt sinn hafði leitt til þess að «guð tók í taumana? Að víkja sér þannig undan sýndi hörmulegt vanþakklæti. Væri það ekki að neita gæzku -guðs? Var það ekki einmitt þama sem syndin var? Hann hvarf frá allri mótspymu og lét aftur undan hinni þreytandi þrá- beiðni. Með ákefð þreif hann til eins vesalingsins, er gekk á hækjum. Hann dró hann inn í kirkjuna, upp að altar- inu, lyfti upp höndum og mælti hin oflætisfullu orð. Ekkert tákn gerðist. Hinn yfirnáttúrlegi kraftur hafði ekki birzt frá því er blindi maðurinn var læknaður. Skömmustulegur og ein- mana stóð presturinn kyrr, með hend- urnar á staurfætinum. Aðrir ruddust brátt að til þess að komast á staðinn. Þeir gengu allir fram eftir því sem röðin kom að þeim. Tjóðraður við sitt fyrsta kraftaverk, varð prestur að ganga þessa píslarbraut á enda, hversu erfið sem hún var. Hann lagði hendur á hvert sár og hvern vanskapnað. Með skelfingu hafði hann tekið sér stöðu þarna við altarið. Við hverja nýja og misheppnaða tilraun varð hann að leggja á sig meir en mannlega raun til þess að formæla ekki barnslegu og sturluðu trausti þessa fólks. Hin blinda trú þess olli honum nær óbærilegri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.