Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 33

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 33
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 669 (Jr jardteinabók Þorláks helga MENN voru aö tjalda kirkju á ein- hverjum bæ. En er þeir tjölduöu sönghúsið, þá tók maöur upp knýtis- skauta af gólfinu hjá altari og lagöi viö nasir sér og mœlti síöan viö prest er hjá honum var: „Hvi varö- veitiö þér ekki betur svo dýrlegt reykelsi, sem hér er í?“ Presturinn svarar: „Lát mig sjá“. Hann seldi honum skautann. Prestur mœlti: „Ekki er þetta reykelsi, en þaöan af er þetta enn æöra og enn dýrlegra. Þetta er mold úr leiöi hins sæla Þor- láks biskups, er eg haföi á sumri úr Skálaholti, þá er helgur dómur hans var upp tekinn“ Síöan leystu þeir til skautans og sáu, aö þar var mold- in í, sem presturinn saqöi, og haföi svarfast af altari. er áöur haföi legiö skautinn. Var þá og ekki moldarlitur á, heldur var litur sem rauöur bóka- steinn, en ilmaöi sem reykelsi og kenndi jafnt um alla kirkju innan. — '3G — Sá atburöur varö t Viöey, aö örn lagöist í eyna um vor í þaö mund, er von var aö eggver vœri sem mest, ef ekki bœri annaö til. En örninn geröi svo milciö búrán og fjárskaöa, aö fuglinn varp nœr engi. En sá, er varp, þá bar örninn undan jafnskjótt. En er örninn fló enn of dag í eyna nœr nóni dags, þá fór Bjarni prestur búandi til kirkju og hét á hinn sœla Þorlák biskup til fulltingis, aö af mœtti ráöast þetta vandrœöi. En verkmenn voru aö arningu og vissu ekki til aö hann haföi heitiö, prest- urinn. En er örninn kom í eyna, þá settist hann skammt frá þeim. Þá hljóp einn verkmaöur til og vildi elta á braut örninn. En hann beiö hans í sama staö, og laust hann örninn meö verkfœrinu, er hann haföi i hendi. Drifu þeir þá til fleiri verk- menn og gátu hlaöiö erninum. En síöan safnaöist fugl í eyna og varö eggver bœöi gott og mikiö. /~3C — Sá atburöur varö í Skálaholti, er mikils er veröur. Þar fóru menn á Þorlákur helgi, eftir útsaumaðri mynd í fornu altarisklæði á Þjóðminjasafni. ferjuskipi yfir á þá, er Hvítá heitír. Var sá maöur aö ferjunni, er Stein- þór heitir, og flutti yfir ána prest þann, er syngva skyldi í þing sín. En fátœkir menn voru viö ána og vildu gjarnlega í Skálaholt fara, af því aö þar var þá meira skjól en hvar ann- ars staöar. En veöur var á hvasst og mjög kalt, og var skipiö solliö og fröriö, en áin var mikil og var breitt yfir aö róa. En ferjumaöur var í skinnbrókum miklum og þéttum. Þeir fóru á skip hinir snauöu menn tíu, en ferjumaöur inn ellefti En þá kom inn tolfti maöur og sté þegar á skip• iö, og bar síöan skipiö frá landi og á djúp. En þegar er vindur kom aö, þá fyllti skipiö, en síöan sökk niöur. Eftir þaö kom skipiö upp og svo mennirnir flestir lífs, og komust nokkrir á kjöl, ei, flestir fengu á hann og báöu hann tænaöar, ferjumanninn, og fór þá t kaf allt saman, og heldu þeir honum niöri, uns Steinþór komst úr því fatinu x kafi, er þeir heldu á flestir. Eftir þaö kom Steinþór upp, og haföi hann þá drukkiö mjög og var þrek• aöur mjög af kulda, og komst hann þá enn í skipiö upp og fekk árina, en fullt var skipiö og maröi uppi um stundar sakir, en fyrir var djúp- iö aö mestum hlut. Komu þá upp hjá honum mennirnir og flestir örendir. Vænti hann þá og ekki sér lífs. En meöan skipiö maröi uppi, hét Stein- þór á guö og hinn sæla Þorlák bisk- up til þess, aö hann skyldi koma til þess lands, er nœr var Skálaholti. og lík hans skyldi finnast þótt honum vœri ekki lífs auöiö. Síöan fór hann niöur til grunna og var svo þungur i vatninu sem steinar vœri viö hann bundnir, er skinnbrœkurnar voru fullar vatns. Hann œtlaöi aö vaöa í kafinu, meöan hann Ttsst til sín, til þess lands, er hann vildi koma, og lét árstrauminn falla á síöu sér. En svo var djúpiö mikiö, aö þaö var jafnskjótt, er hann kom til grunna og þá var þrotiö örendi hans. Þá varö fákunnlegur hlutur Hann þótt- ist sjá sem hönd manns í kafi, og sópaöi vatninu frá andliti hans, og tók hann önd í kafi, svo aö hann drakk ekki, og fór svo þrisvar. Taka vildi hann höndum þaö er hann þótt- ist sjá, og mátti hann ekki. Eftir þaö tók áin aö grynnast þar er hann var kominn, og gruflaöi hann til lands og mátti hvorki standa né ganga, þá er hann hitti menn, en þó varö hann heill fárra nátta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.