Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 37

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 37
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 673 hana, og hún hafði haft áhuga á þeim líkt og á kóröllunum og krossfiskunum, en nú fór hún satt að segja að kunna þá utan bókar. Þar var ekkert nýtt að kanna framar. Það var staðreynd, að náin kynni af fólki í veiðistöðinni miklu gerðu henni lífið beiskt. En hún kenndi sjálfri sér einni um. Hún var vond og spillt. Hún óskaði, að hún gæti horfið á brott úr þorpinu, áður en þetta mæta fólk veitti því athygli, hve grálynd hún var. En hvaða ástæðu hafði hún til að láta bakkana unaðs- legu og ættaróðalið? Það tók að vora, og kvöldin urðu björt og hlý. Hún gekk þá oft út á víðavang, þar sem sílatorfur sveim- uðu í smádælum og lævirkjar flugu með dillandi kvaki og klið upp af þúf- unum. Og hún sat þar og sat og naut hvergi betur gróðurs á hverri ein- stakri þúfu en einmitt þarna. Henni þótti gaman að horfa á stóra, lima- ríka trjákrónu, er bar við sjóndeildar- hring. Henni fannst unun að virða fyr- ir sér ský, bryddað kveldroðaútunum. Hún kunni því vel að sjá speglun í Sundinu, og hún hlustaði hugfangin á söng villtra svana. Henni fannst hún þurfa að gefa öllu þess háttar svo nánar gætur þarna syðra, þar sem á skorti að landslagsheild væri stór- brotin og fjölbreytt. En kæmi einhver úr sjávarþorpinu henni að óvörum og truflaði hana á þessum griðastað, þá varð henni við líkt og hún væri ónáð- uð, er hún var sokkin niður i hjal við elskhuga sinn. Og hún velti fyrir sér, hvernig á því stóð, að hún hafði eng- um manni valdið hryggð öðrum en honum, sem hún unni. Hvílík ráðgáta var lífið. Úr því að hún hafði svikið hann, var að vísu ekki til neins að rekja þetta í huga sér. Kvöld eitt í maí sat hún við sæ frammi og flutti þrurtluræðu yfir sjálfri sér. Margur hefði þótzt hólpinn í hennar sporum að umgangast fjölda fólks og hafa aðra eins mannhylli — vinsældir, sem margur maður þráði, en auðnaðist aldrei að hljóta. Og gat hún ekki lært drjúgt af þessum óbreyttu vinum sínum, þessu erfiðisfólki? Þorpsbúar létu engar glapsýnir blinda augu sín. Þeir mátu gæfuna. Þeir gnpu tækifærið, þegar það gafst. Þeir hentu ekki gæðum lífsins frá sér af nálfgild- ings kveifarskap og kæruleysi. Þeir voru alltaf reiðubúnir að sigla, er byr gaf. Þeir þreyttust ekki á að draga upp færin, meðan nokkur branda beit á. Þeir höfnuðu ekki veizlukosti, hvar sem hann stóð til boða. Þeir voru sælir, hvar sem sól skein og gras greri. Hún varð svo ör, að hún spratt upp og baðaði út höndunum. Var þetta ekki stálheilbrigð hugsun? Það var sjúklega andhælislegt að hafa annað viðhorf, til dæmis að hlaupast á brott í þoku og skugga, þegar sól ástarinnar skein á mann. Ef sú sól skini nú eigi á mann nema eitt skipti á ævinni, var þá nokkur ástæða til þess að fela sig fyrir henni vegna hvíts húss og Glasis- lundar eða þá vegna Sundsins töfrandi fagra? Henni varð ljóst, að fyrir _ mörgu glötuðu stundirnar hafði fólkið í sjáv- arþorpinu gefið henni gjöf í móti, listina að vera smeyk um að láta gæf- una ganga sér úr greipum, þegar mað- ur hefur hreppt hana, að taka henni með gát, er hún kemur, og leita hennar í auðmýkt, þegar hún hefur reynzt hverful. Ög ástin var gæfa, en rækt við minningu foreldra og ljóma nafns- ins og þrá eftir sléttunni var mýrar- ljós cg ekkert annað. Það gat að vísu verið harla fagurt tilsýndar. en mest og bezt var að halda út í glaða- sólskin ástarinnar. Ekki mátti svo búið standa. Hún varð að fara undir eins til borgarinnar þá um kvöldið og senda símskeyti til Norðlands. Þegar hún gekk heimleiðis, sá hún farfuglahópa koma á fleygiferð, og nú sá hún auðvitað, að Amor og dísirnar fylgdust með glaummiklum fugla- sveimnum. Hún fékk þá hugboð um, að ekki hefði hann, sem hún rauf heit við, verið einn í ráðum. Hún varð þess allt í einu vör, að henni þótti vænt um fólkið þarna í sjávarþorpinu, viðhorf hennar til þess var þelhreint enda er viðhorf til ná- ungans svo, þegar allt er með felldu. Einar Guðmundsson þýddi. Bridge-þrautir + — V G 10 9 ♦ 10 9 + G 10 I. * D 10 V K 6 5 ♦ — + 9 6 N V A S AG V D 7 ♦ D 7 * K 8 + — V 8 ♦ G 8 6 + D 7 5 Grand er spilað. S slær út. S-N eiga að fá alla slagina. II. + 10 6 V 9 4 3 ♦ A G 4 2 ♦ A K 7 2 ♦ ÁKD987 V 7 5 2 ♦ K 7 + 43 S hafði sagt 4 spaða, en hinir sögðu ekkert. V slær út HK og þeir taka 3 slagi í hjarta. Síðan slær V út L9. Nú er sennilegt að spilið vinnist, ef trompin eru 2—3 hjá andstæðingum. S unnið ef skiftingin er t III. + D 7 5 V A 6 4 ♦ 7 5 4 2 + Á K G 7 N V A 3 S + Á K G 3 2 V D 8 2 ♦ A K + D 8 3 4 hálfslemm í spaða. Út kom TG. Hvernig á S að vinna? + 10 8 4 V 10 5 ♦ D 9 6 + 10 9 7 5 En getur önnur? V + 96 V K G 9 3 ♦ G 10 8 + 62 S sagði / 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.