Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 42

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 42
678 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hófu búskap við lítil efni á rytju- koti. Svo hlóðst á þau ómegð. Barn á hverju ári Við vorum orð- in átta þegar hreppsnefndin varð að skerast í leikinn. Fimm börnin voru tekin og komið fyrir hjá vandalausum. Þú munt sennilega hugsa, að það hafi verið lítil fyrirhyggja hjá fátæklingum að hlaða niður börn- um. En aldarandinn var annar þá en nú. Þá var óskaplegur barna- dauði í landinu, og fólkið taldi sér skylt að eiga börn cil vara, eiga fyrir vanhöldum. Börnin voru fólkinu þá líkt og lífsábyrgð sem greidd er í lifanda lífi. Börnin áttu að sjá um foreldra sína í ell- inni. Og vegna þess hvernig börn- in hrundu niður, varð að gera ráð fyrir vanhöldum. Það hefir valdið ættfræðingum talsverðum vand- ræðum hve mörg systkin voru samnefnd á þeim árum. í stórum barnahópi voru þá ef til vill þrír Jónar, tveir Guðmundar og tvær Sigríðar. Þetta gerðu hjónin til þess að vera viss um að koma upp nöfnum foreldra sinna, enda þótt vanhöld yrðu mikil. Um þetta leyti höfðu sumir þann sið, að láta pestina ráða því hve mikið var lagt til heimilis af kjöti á haustin, og hve margt sett á. Einu sinni kom, myndarbóndi til nágranna síns á góunni og bað hann blessaðan að hjálpa sér um mat og hey, því að hvort tveggja væri uppgengið hjá sér. Og er hann var spurður hvernig á þess- um ósköpum stæði, svaraði hann aðeins: „Pestin brást!“ Það skýrði allt. Þessu líkt var um börnin. Þeg- ar þau hrundu ekki niður, urðu þau of mörg. Þá risu menn ekki undir að ala önn fyrir ómegðinni. Við systkinin vorum öll stál- hraust og ódrepandi og urðum því að fara á sveitina. Varúðin og fyrirhyggjan urðu til ófarnaðar, vegna þess að „pestin brást“ Sagan endurtekur sig ekki allt- af þegar litið er til einstaklinga. Reynsla einstaklingsins getur orð- ið önnur en reynsla fjöldans. En ef þú hefðir kynnst óttanum á þeim árum við að lenda á sveit- inni, mundir þú ekki telja þessa varúð heimskulega. Fólk, sem hafði verið í vinnumennsku og þrælað baki brotnu alla ævi, lenti langoftast á sveitinni þegar starfs- kraftana þraut. Eina ráð fátækl- inga til þess að forðast að lenda á sveitinni, var að hokra og koma upp börnum. er séð gætu fyrir þeim í ellinni. Þessi var hagfræði þeirra tíma“. Kristín dvaldist á Hóli fram til tvítugs. Þá giftist hún vinnu- manni, sem þar var og Þórður hét. Guðmundur setti undir þau hjáleigu, heyskaparlítið og erfitt kot. Þau byrjuðu búskapinn með tvær hendur tómar og áttu alltaf í basli. „Fylgduð þið sömu hagfræði og foreldrar þínir?“ spurði eg. Töluð orð verða ekki aftur tek- in, en eg iðraðist þegar í stað svo nærgöngullar spurningar. Eg sá líka að Kristínu brá nokkuð. Hún beit á vörina og þagði um stund, en mælti svo alvarlega og með föstum rómi: „Vanhöldin hófust hjá okkur þegar á fyrsta búskaparári. Við áttum fáar skepnur og tímdum ekki að lóga þeim um haustið, ætluðum að revna að auka bú- stofninn. Var því lítið lagt til bús. Þá gátu ekk'i aðrir dregið að sér úr kaupstað en þeir, sem höfðu nóga ull og tólg að leggja inn Fá- tæklingarnir áttu hvorugt, og því var ekki um annað að gera en bændurnir færi í verið. Konurnar urðu að sinna um búin, hvernig sem ástatt var. Þórður fór í verið skömmu eft- ir nýár. Eg átti að vera ein í kof- unum allan veturinn og hirða kindaskjáturnar og eina kú. Eg mundi ekki hafa kviðið því, ef eg hefði verið heil. Sú var þó bót í máli, að Guðmundur á Hóli lofaði að láta vitja um mig við og við. Þetta var frostaveturinn mikla. I baðstofunni var slíkur heljar- kuldi, að þar var varla líft undir rúmfötum. Eg þurfti að bíta á jaxlinn til þess að hafa mig út í frostið og bylinn á morgnana. A daginn sat eg í fjósinu við hlið- ina á kúnni og reyndi að tæta, en þar var engin skíma og ljósmeti af skornum skammti. Mat hafði eg lítinn nema dropann úr kúnni, en hún hríðgeltist vegna kuldanna. Vatnsbólið var lækur og þótt eg legði hlemm yfir brunninn á hverjum degi, varð eg að standa í klakahöggi á hverjum morgni til þess að geta náð í vatn handa mér og kúnni. Kindunum gaf eg snjó. Allt mun þetta hafa gengið nærri mér. Og svo var það seint í marz, í hörkugaddi og skafrenn- ingi, er eg var að bjástra við að höggva upp brunninn, að mér varð skyndilega illt. Mér fannst vera að líða yfir mig. Eg studdist við brunnvakann, staulaðist heim í baðstofu og komst við illan leik upp í rúm. Og þarna fæddist þá fyrsta barnið mitt. Það var ekki líkt því fullburða og dó í höndun- um á mér. Þremur dögum seinna var sent frá Hóli að vitja um mig, vegna þess að ekki sást rjúka Það bjarg- aði lífi mínu og skepnanna“. Hér þagnaði Kristín og eg vildi einkis spyrja. Hún horfði út í blá- inn og það var sem frostaveturinn mikli legðist aftur með heljarafli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.