Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 26
662 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í þessum norð-mið-fylkjum Banda ríkjanna ber svip Norður-Evrópu búa. Þjóðvegur 69 27. des., kl. hálfátta vöknuðum við og litum til veðurs. Kuldi var heldur minni en daginn áður, en aftur á móti hafði snjóað tölu- vert um nóttina. Við snæddum morgunverð, fengum benzín á bil- inn og héldum síðan á stað út á þjóðveginn. Vegurinn hét 69. AIl- ir amerískir þjóðvegir heita núm- erum. Og þjóðvegur 69 varð næstu daga eins konar heimili okkar Vegir eru heimili flökkumanna. Það var töluverður snjór á veg- inum, en ljóst var orðið af degi og snjómokstursbílar komnir á vettvang. Við ókum því nokkuð greitt. Sums staðar var samt hálka sem tafði okkur. Þarna var haldið beint í suður. Okkur var nú ekki lengur kalt, en dálítið fundum við til kvíða vegna snjo- komunnar. Um hádegið komum við á krossgötur og þar urðum við að stanza mitt í snjóskafli (litlum). Hreyfillinn í bílnum stanzaði um leið og vildi ekki af stað. En svo vel vildi til að stutt þar frá var bílaverkstæði, svo viðgerðarmenn komu fljótt á vett- vang. Það reyndist aðeins vera smá benzínstífla, sem þjáð hafði gæðinginn. Og við héldum áfram. Vegurinn batnaði og hraðinn var aukinn. Áfram, raulaði golan. — Seinnipart dagsins komum við til Des Moines í Iowa. Þar áðum við um stund og héldum síðan áfram í von um meiri sól og minnkandi frost. Um sólsetur komum við til bæjar í suður Iowa sem Leon heitir og tókum þar náttstað. Það virtist hvergi skortur á góðum hótelum. Við vorum þreytt og sváfum því vel. Bæir allir í Iowa og Minnæota virðast að mestu eins. Þeir hafa breiðar götur og þriflegt um- hverfi, og hver veitingastaður er öðrum líkur. Stærri bæir hafa háa skýjakljúfa en þorpin þriggja og fjögra hæða hús við aðalgötu. Þjóðvegurinn liggur stundum um aðalgötuna, en allt eins oft eða oftar er aðalgatan næsta gata við þjóðveginn. Alls staðar er fullt af benzínstöðvum og bílaverkstæð- um. Morguninn 28. fórum við snemma af stað sem daginn áður. Veður var kalt og hreint en þó ekki eins kalt og um morguninn í Rochester. Snjór var minni en daginn áður, og vegurinn snjó- laus framundan. Landið fram undan var mjög flatt, og það virt- ist eins og bændabýlin stækkuðu, eða að minnsta kosti varð lengra á milli þeirra. Allur búskapur í fylkjum þessum virðist sams konar — maís- og hveitirækt a- samt eldi holdanauta. Þarna voru nautgripir úti að deginum og gengu á beit í hálmstökkunum. Kuldinn var líka óðum að réna. Um eftirmiðdaginn ókum við gegnum Kansas-City, og þar var þá komin frostleysa og dálítil hálka á götum. Við fórum okk- ur hægt og vorum um tvo tima að aka suður borgina, og ókum síðan til Kansas-fylkis. Þannig héldum við áfram móti hlýrra veðri. Og fararskjótinn lék við stýrið sem fyrr. Það var stöðugt verra og verra að halda honum niðri á hinum löggilta hraða. Bil- ar geta líka orðið sem gæðingar sem vekja hugarhlýu og æsa lundina, þegar áfram er þotið á beinni braut. Rétt fyrir rökkur syðst í Kansas staðnæmdumst við í smáþorpi til þess að fá okkur hressingu. Þegar við komum út, fundum við hlýu — hlýu sem um vor í loftinu. Kuldinn var buinn. Við skildum hann eftir fyrir norð an. Það gaf notalega tilfinningu og létta lund. En þá fór að skyggja og við þurftum að hraða okkur að finna náttstað, hvern við fundum í bæ þeim sem Pleasanton heitir. Undanfarið hafði ég fengið mér upphitaðan bílskúr fyrir bílinn, en nú lagði ég honum á götunni við hóteldyrnar. Oklahoma 29. var sem fyr lagt af stað um birtingu. Um nóttina hafði gert svolitla ísingu og vegurinn var því dálítið háll á pörtum. En mað- ur verður að gera sér að góðu þótt smáörðugleikar verði á vegi. Að aka með gætni er allur vand- inn. Um hádegi þennan sama dag ókum við inn í hið fræga og fagra ævintýranna land, Oklahoma- fylki. Eg get aðeins getið þess að ég nota hér ávallt orðið fylki en ekki ríki sem þýðingu á orð- inu „state.“ En ég tel það vafa- mál hvort orðið sé réttara að nota. Nokkru eftir að við komum til Oklahoma gerði mikið og all hlýtt sólskin. í sama mund var vegur 69 fyrir okkur á enda. Þar voru sem sé kaflaskil í ferð okk- ur, og við kvöddum veginn með ljúfum söknuði, sem þó gleymdist fljótt. Því um leið blasti við okk- ur hinn frægi og breiði þjóðvegur 66, sem John Steinbeck lætur svo mikið af sögunni „Þrúgur reið- innar“ gerast á. Vegur 66 er svo langur að okkur finnst hann eins konar tákn eilífðarinnar. Hann endar sem sé ekki fyr en í himna- ríkissælunni í Hollywood. Við veg þennan bundum við tryggð okkar, gleði og erfiði, um nokkra daga. í sólskini og sumarblíðu var nú haldið í vestur og suðvestur. Það voru nú dagar, Mangi! Eg hafði tekið eftir því í Minne- sota að trén þar voru stór og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.