Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 27
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 663 Hér eru brattir fjallvegir. bústin og að þau fóru minnkandi suður Iowa og Kansas, og að þau voru bæði strjál og krækluleg í Oklahoma. Þetta mun stafa af minnkandi úrkomu eftir því sem sunnar kemur. Hér var allur bu- smali úti og engin skepnuhús sá- ust Sums staðar sáum við cow- boy á hestum, og voru þeir dreng- ir flestir 'af indíánakyni. Seinni part dagsins ókum við í gegnum fallega borg, sem Tulsa heitir. Eii af því við vildum ekki gista í stór- um borgum, þá fórum við spöl suðurfyrir hana og fengum gist- ingu í bæ sem Sapulpa heitir. Þar var sem fyr veður fagurt og hótei- kostur góður. Leifur heppni og Kolumbus 30. des í góðu veðri en dálítilli þoku var árla risið, ,snæddur morgunverður, og haldið út á þjóðveginn sem fyr. Hraðinn er síaukinn. Hraðaskynjunin sljóvg- ast. Vaninn kemur í staðinn. Þeg- ar komið var inn í bæi og borgir þar sem umferðin var hægari, þá fannst manni sem hún stæði kyrr, og að mapns eigin bíll að- eins læddist áfram. Á leið okkar þennan dag var stórborgin Okla- homa-City. Svo heldum við áfram um breytilegt landslag framhjá olíuturnum alla leið til Texas- fylkis, heimkynna olíunnar, stórbænda og kúreka. Allt er til í Texas, segja Texas-búar. Vegur inn þarna var líka helmingi breið- ari og engin takmörk um ha markshraða. í bænum Shamrock fundum við okkur náttstað. Hótel þetta var prýðilegt og gestgjaf- inn var góðglaður. Hann sagði mér að hann væri að skemmta sér í tilefni þess að sonur sinn, sem væri flugmaður í hernum, væri kominn heim í orlofi. Vertinn var hinn skrafhreyf- asti og meðal ýmislegs annars spurði hann mig hverrar þjóðar við værum. Og þegar ég sagði honum að við værum íslending- ar, þá spurði hann mig að því hvers konar land það væri og hvar það lægi, og ennfremur hvers konar fólk þar byggi £g svaraði honum með spurningu og spurði hann um það hvort hann þekkti ekki Leif Eiríkssön, Leií heppna, sem fyrstur hvítra manna fann Ameríku. Sá góði maður * brosti þá góðlátlega og fannst eg fákænn í svari mínu og tók nátt- úrlega að fræða mig um Colum- bus. Eg vildi nú ekki láta kveða mig skilyrðislaust í kútinn, og tók að mér það erfiða hlutskipti að reyna að fræða hann. Allir vita hvað það getur verið erfitt fyrir suma, enda þótt þeir hafi á réttu að standa, að fá aðra til að hlusta. En stundum veltir lítil þúfa stóru hlassi. Dg sem ég stóð í ströngu að prédika fyrir daufum eyrum, heyrði ég litla drengsrödd fyrir aftan mig, sem sagði: ,Afi, mað- urinn segir satt. Mér er kennt þetta í skólanum11. Þar með var dómurinn fallinn. Drengurinn hafði sannað mitt mál. Þá vildi afinn endilega fræðast meira um ísland og íslendinga. Meðal ann- ars sem hann spurði var hversu margmenn íslenzka þjóðin væri. Fueblo-lndíánakona.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.