Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 647 Rústir hallarinnar í Kish, frá dögum Sumera. þessi þjóðfræði hafa geymzt. Hann lét safna leirtöflum um allt hið víðlenda ríki og flytja í safn sitt í Nineve. Þar hafa þessar leirtöfl- ur verið grafnar upp og veitt ó- metanlegan fróðleik. Þjóðfræði þessi voru að ýmsu leyti bundin við helgiathafnir, en bárust síðan vítt út um heim, svo að jafnvel enn má finna leifar þeirra í þjóðtrú ýmissa landa. £n mest hefir þó kveðið að þeim þjóðfræðum Sumera og Babylons- manna, sem Hebrear tóku upp. Skal nú lítillega á það minnzt. Fyrst er þá að tala um sköpun- arsöguna. Hún var rituð á sjö töflur og fundust þær í safni As- hur-bani-pal árið 1873. Þessar sjö töflur leiddu þegar huga manna að hinum sjö dögum sköpunarinn- ar í fyrstu bók Móse. Og er betur var að gætt, kom fleira sameigin- legt í ljós. Sköpunarsagan hjá Babylons- mönnum er í stuttu máli þessi: I Drekinn Tiamat, sem átti heima í hafinu, gerði uppreisn gegn guð- unum og honum fyigdi mesti fjöldi illra vætta. Guðirnir voru skelfingu lostnir og enginn þeirra þorði að ráðast á móti drekanum. Þá bauðst Marduk til þess að berjast við drekann, gegn því að hann yrði æðstur guðanna, ef hann sigraði. Guðirnir fellust á þetta. Og svo greip Marduk vopn sín, boga og spjót og þrumufleyga. Faðir hans, Ea hinn góði, gól hon- um góða galdra, og gyðjan Ishtar bar vopn hans. Hann fekk sér líka net til þess að veiða drekann, og honum fylgdu hinir sjö vindar. Marduk tókst að leggja drekann að velli, hjó hann síðan í tvo hluta og úr öðrum gerði hann himininn, en úr hinum jörðina. Síðan skapaði hann sól, tungl og stjörnur og setti þeim staði á himni. Og seinast skapaði hann manninn úr leiri og guðablóði. Þá er sögnin um flóðið mikla. Guðinn Enlil hataði mannkynið og hann taldi guðinn Anu á það að láta það allt farast í flóði. En guðinn Ea var vinveittur mönn- unum, og réttlátum manni, sem Ut-napisthim hét, skýrði hann frá því hver voði væri á ferðum. Sagði hann Ut-napisthim að smíða sér stóran bát og fara á hann og hafa með sér öll dýr veraldarinn ar, svo að „sæði lífsins“ heldist á jörðinni. Síðan segir frá ógurleg- um stormi, sem stóð í sjö daga og regnið beljaði niður. Drukknaði þá hver skepna, nema þær, sem 1 bátnum voru. Seinast strandaði báturinn á fjallinu Nisir. Þá sendi Ut-napistham dúfu í landaleit, en hún sneri aftur. Þá sendi hann svölu, en það fór á sömu leið. Seinast sendi hann hrafn, og krummi kom ekki aftur því að þá var flóðið farið að sjatna. Þá gekk Ut-napisthim af bátnum ásamt öllum dýrunum og efst á fjallinu færði hann þakkarfórn, og guð- irnir komu þangað hópum saman. Þangað kom og Enlil og var reið- ur út af því að nokkur maður skyldi hafa af komizt, en Ea fekk talið honum hughvarf og sættist hann þá við Ut-napisthim og konu hans og gaf þeim eilíft líf. Þriðja sögnin er um Adapa, og hún fannst í safni egypzka kon- ungsins Akhenaten í Tell el-Am- arna. Þykir líklegt að þetta haíi verið kennslubók fyrir egypzk prestaefni, en það sýnir hve langt áhrif baylonskrar menningar hafa þá þegar náð. Adapa halda menn að sé sama nafnið á sumerönsku eins og Adam á hebrezku. Adapa var sonur guðsins Ea og kallaður að auknefni „hinn fyrsti maður“. Hann var prestur við hofið í Er- idu og það var meðal annars hans starf að sjá um að guðirnir hefði nýmeti á borðum, svo sem fisk. Einu sinni reri hann til fiska Þá HarDa Sumeradrottningar frá 3. öld fyrir Kristburð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.