Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 46

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 46
682 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS CRÚSK: HEÐINN Á SVALBARÐI Þegar þeir Þorvaldur víðí,örli og Frið- rik biskup komu hingað með trúboðs- erindum, létu margir menn í Norðlend- ingafjórðungi skírast. Fremstir þeirra, sem nefndir eru, voru Koðrán Eilífs- son á Giljá, faðir Þorvalds, og Atli hinn rammi Eilífsson bróðir Koðráns; Ön- undur, er síðan var kallaður hinn kristni, sonur Þorgiis vámúla Grenj- aðarsonar þess er Grenjaðarstaður er við kenndur. Hlenni hinn gamli Orms- son töskubaks í Saurbæ í Eyjafirði; Þorvarður Spak-Böðvarsson í Ási í Hjaltadal, talinn einn af helztu höfð- ingjum norðan lands um þær mundir. Er. þeir höfðingjamir Þorkell krafla og Eyolfur Valgerðarson létu primsign- ast Sýndu þeir með því að þeir voru hlynntir hinum nýa sið, en vildu ekki stofna virðingu sinni og ríki í tvísýnu með því að láta skírast, því að þá máttu þeii ekki eiga samneyti við heiðna menn, en primsigndir menn máttu jafnt hafa samneyti við heiðna menn sem kristna. í Vestfirðingafjórðungi varð þeim biskupi ekkert ágengt, en svo fóru þeir til Alþingis og boðuðu trú þar. Hafði Þorvaldur orð fyrir þeim og síðan seg- ir í þætti hans: „Þá svarar fyrst kyn- stór maður og göfugur, þó að heiðinn væri og grimmur, Heðinn frá Svalbarði af Eyjafjarðarströnd. . . . Heðinn mælti margt illt við Þorvald og guð- lastaði mjög í móti heilagri trú“. Svip- uð frásögn er í Kristnisögu. Síðan segja báðar sögur frá því, að sumarið eftir fóru þeir Þorvaldur og .biskup utan og komu í þá höfn í Noregi þar sem fyrir var Heðinn frá Svalbarði. Hann var að sækja sér húsavið og var genginn upp í skóg að fella tré. Þá fó> Þorvaldur í land með þræli og þangað sem Heðinn var, og lét hann þrælinn myrða Heðin. Þessi saga er ófögur, og sennilega fer hún ósönn. Þorvalds þátt mun Gunnlaugur Leifsson munkur á Þing- eyrum hafa ritað upphaflega, en síðar hefir þátturinn verið endursaminn. Sama máli er að gegna um Kristnisögu. hún hefir upphaflega verið rituð á 12. öld en síðan endursamin hundrað ár- um seinna. I Landnámu er lítillega minnzt á trúboð Þorvalds, en ekkert getið um Heðin í sambandi við það. Á hinn bóginn hefir Landnáma aðra sögu að segja um Heðin. Þar segir svo: „Skagi Skoptason hét maður ágætur á Mæri. Hann varð ósáttur við Eystein glumru og fór af því til ís- lands. Hann nam að ráði Helga (magra) Eyafjarðarströnd ina eystri út frá Venðgjá til Fnjóskadalsár, og bjó í Sigluvík. Hans son var Þorbjörn faðir Heðins hin milda, er Svalbarð lét gera 16 vetrum fyrir kristni. Hann átti Ragnheiði dóttur Eyjólfs Val- gerðarsonar“. Hér fáum við aðra mynd af Heðni. Hann er ekki „grimmur“ eins og segir í Þorvaldsþætti, heldur er hann kall- aður „hinn mildi“. Hvergi er þess get- ið að hann hafi haft mannaforráð, og því er það ákaflega ólíklegt að hann hafi svarað Þorvaldi, er hann flutti kristniboðserindi sitt að Lögbergi yfir öllum þingheimi. Einhver goðanna hefði verið líklegri til þess, að slíku erindi bar einhverjum þeirra að svara. En nú má skilja frásögn Landnámu á þann veg, að Heðinn hafi tekið kristna trú og Friðrik biskup skírt hann. Til þess benda orðin að hann lét Svalbarð gera 16 vetrum fyrir kristni. Sumir skilja þetta svo, að hann hafi reist þarna nýbýl.i á þessum tíma. En hvernig stendur á því að sú bæarbygg- ing er svo rækilega ársett og miðað við kristnitöku? Um þessar mundir hafa nýbýli verið að rísa víðs vegar um land, en eg minnist þess ekki að neins staðar í fomum sögum sé þess getið hve mörgum árum fyrir kristni þau hafi verið reist. Það eru aðeins stór- tíðindi, sem miðuð eru við kristnitöku, svo sem þegar Eiríkur rauði fór að byggja Grænland. Hitt voru engin stórtíðindi þótt maður reisti sér ný- býli. En ef vér aukum nú setninguna ofurlítið og setjum Svalbarðsstað fyrir Svalbarð, þá fáum vér þegar grun um að þarna hafi gerzt stórtíðindi, að kirkja hafi verið reist á Svalbarði 16 árum fyrir kristni. Slík tíðindi var rétt að miða við kristnitöku. Þar höfum vé: aðra hliðstæðu: „Þorvarður Spak- Böðvarsson lét gera sér kirkju á bæ sínum Ási . . . En sú kirkja var ger 16 vetrum áður kristni var lögtekin á Islandi“. Er það aðeins tilviljun hvað þetta orðalag er líkt: Heðinn hinn mildi, er Svalbarð lét gera 16 vetrum fyrir kristni? Nei, það er vegna þess að hér er verið að segja frá að kirkja hafi verið reist á Svalbarði, en ekki ný- býli. Það er athyglisvert, að skyldleiki og mægðir eru með þeim mönnum sem vikust undir trúboð Þorvalds og Frið- riks biskups. Koðrán á Giljá og Atli hinn rammi voru hálfbræður. Kona Atla var Herdís dóttir Höfða-Þórðar og dóttir þeirra var Þórlaug kona Guð- mundar hins ríka, sonar Eyolfs Val- gerðarsonar. Spak-Böðvar faðir Þor- varðar í Ási átti Arnfríði dóttur Sléttu-Bjarnar, en Arnbjöm bróðir hennar átti Þórlaugu dóttur Höfða- Þórðar. Og héraðshöfðinginn í Eya- firði. Eyolfur Valgerðarson, serh lét primsignast, var faðir Ragnheiðar konu Heðins hins milda. Þær mægð- ir gæti hafa ráðið þvi að Heðinn tæki trú. Frásögn Þorvalds þáttar um hinn „grimma“ og „illorða" Heðin getur ekki átt við Heðin milda. Og þar sem ráða má af Landnámu að hann hafi reist kirkju á Svalbarði sama árið og Þorvarður reisti kirkju í Ási, þá er frá- sögn þáttarins um Heðin að engu haf- andi Og um leið verður þá Þorvaldur trúboði sýknaður af því niðingsverki að láta myrða mann. Fyrir 300 árum. Aðfangadag jóla 1660 reið Gottskálk prestur Jónsson á Fagranesi til Sjávar- borgar að messa náttmessu. Þá var hríðarveður og austanstormur. Tók prestur harða sótt um kvöldið. mess- aði, reið heim og deyði jóladags- kvöldið. Hann var faðir Jóns, er.prest- ur var í Grímsey. Haustið 1659 lá við Flatey á Breiða- firði skip, sem Jonas Trelund í Amsterdam átti. Hafði það tekið blautan fisk, 60.000 fiska, og nokkuð af kjöti. En er það var búið til sigl- ingar, kom geisilegur norðanstormur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.