Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 14
650 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS breyzt í annan vökva, eða í annað alveg óskylt efni. Þess konar ummyndanir séu að vísu ósennilegar, en ekki óhugs- andi. „Misskiljið mig ekki, bræður rnínir", þessi ólíkindi eru geysistór. Oss svimar yfir þeim. Það er alls ekki áform mitt að gera lítið úr þeim. Sannarlega hefir skaparinn ætlað sér að binda náttúr- una samræmdum lögmálum, og frávik frá verkum þeirra krefst samverkunar svo óvenjulegra skilyrða að slíkt getur ekki gerst nema til komi einhver sjálf- viljug ytri áhrif. Þetta vitum vér allir og finnum. Þessa undantekningu, sem skiljanleg er og getur átt samleið með hinni föstu skipan, hefir guð geymt sjálfum sér. Þetta er það sem vér nefn- um kraftaverk. „En hvað er þetta gagntilfelli sem svo mikið er rætt um í bókmenntum nútímans og með óteljandi samsetning- um frumeindanna getur leitt af sér ákaflega ósennileg fyrirbæri? Hver er þessi daimon sem Maxwell talar um? Orð, bræður mínir, orð, sem maðurinn notar til þess að fela það, sem skiln- ingur hans ræður ekki við guðs vilja. En hann einn megnar að láta sköpun sinni í té það hreyfi-afl, sem honum þóknast að hún skuli hafa . . Presturinn hélt svo áfram að ræða þetta efni. Honum virtist það ti! þess fallið að telja nokkrum sálum hug- hvarf, og þá einkum Favre lækni, sem ekki hafði af honum augun. Hann lauk þessum fyrsta þaetti prédikunar sinnar með því að leggja áherzlu á leyndar- dóma lífsins, og gaf þannig hinum trú- uðu ástæðu til þess að leggja sér á hjarta hve undursamlegs eðlis þeir væru. „Hversvegna skyldum vér ekki trúa á undrið, bræður mínir þar sem vér höfum fyrir augunum þær verur, að tilvera þeirra er varanlegt undur? Á öldinni sem leið gátu menn enn, gert sér í hugarlund að áhrif samverk- andi krafta á sviði eðlisfræði og efna- fræði, er stjórnuðust af tilviljuninni einni saman, nægðu til þess að skýra það, að verur þessar væru til orðnar, og sköpun þeirra á löngum þróunarferli. Eftir rannsóknir, sem ekki voru alveg eins yfirborðslegar, urðu lærðu menn- irnir að játa að þeim hefði* skjátlazt. Samsetning einnar einstakrar frumu er sannarlega á engan hátt i ósamræmi við náttúrulögmálin; það er mögulegt að hún verði til af sjálfsdáðun, r-étt eins og umbreyting hvers efnis er möguleg, en á þessu eru svo mikil ólíkindi að hversu trúgjarn sem maðurinn er, hik ar hann við að gera ráð fyrir slíku. Hvað er líka að segja um þá miljarða miljarða af frumeindum, er mynda líkama hverrar lifandi skepnu? Og hvað um tilorðningarsögu sálarinnar? Hver einstaklingur er lifandi vottur guðlegs almættis. Hver einstaklingur er undur“. Síðan hagaði hann mælsku sinni eftir skilningi hinna fákænni. Hann til- greindi nokkur fræg undur, og taldi að lokum þá sæla, er guð hefði útvalið sem verkfæri til þess að þau mættu gerast. „Bræður mínir, látum oss mikla hans máttugu áform og hans háleitu óhlut- drægni í stjórn sinni. Hann fer ekki í manngreinarálit, á veraldar vísu þeg ar hann ákvarðar hina útvöldu. í hans augum er trúin æðsta heiðursmerkið. Trúin finnur leið til hans, jafnt hvort sem hún býr í brjósti lærðasta guð- fræðingsins eða lítilmótlegustu smala- stúlkunnar. Sælir eru þeir, er hafa svo sterka trú að sannanir fá þar engu við aukið. Sælir eru einfaldir. Áður en þeir hafa hugsað málið, vita þeir að guði er ekkert ómáttugt. Og ég segi yður að oft er það einmitt einn þessara ein- földu sem hann lætur öðlast brot af undramætti sínum. Amen“. Montoire prestur steig niður úr stóln um og fylgdi honum niðurinn frá hin- um hrifnu áheyrendum. Faivre læknir kom til hans í skrúðhúsinu og vottaði honum hamingjuóskir sinar. „Hefi ég sannfært þig“ spurði prest- urinn. „Það hefðirðu gert ef unt væri að gera það með orðum. Því miður hefi ég aldrei átt þess kost að sannprófa að undur hefði gerzt“. —ooo— Nokkrum dögum síðar dvaldi prestur- inn síðara hluta.dags í kirkju sinni og hlýddi á skriftamál iðrandi manna, en tala þeirra, er leituðu aflausnar, óx hröðum skrefum. Það var orðið áliðið er þessu var lokið. Bað hann þá stuttr- ar bænar og gekk síðan eftir mann- lausri kirkjunni í áttina til skrúðhúss- ins. „Prestur góður-“ Hann nam staðar og varð var við konu, sem virtist vera almúgakona. Hún stóð rétt hjá ganginum inn í skrúð- húsið og hafði beðið þess að hann gengi þangað, en gat ekki sigrazt á uppburðarleysi sínu fyr en hún sá hann vera að hverfa þar inn. „Prestur góður, ég bið yður auð- mjúkiega." Hann varð snortinn af bænartón- inum í rödd hennar og kom til baka. Með skjálfandi hendi rétt hún honum bréf. „Til yðar, prestur góður, frá Faivre lækni". „Frá Faivre lækni?“ Hún var í svo mikilli geðhræringu að hún gat engu orði svarað, en leit niður fyrir sig og fitlaði óstyrk við jaðarinn á sjalinu sínu. Presturinn talaði vingjarnlega til hennar og sagði: ,,Ég get ekki lesið héma. Það er svo skuggsýnt í kirkj- unni. Komið þér með mér“. Hann ætlaði að láta hana ganga inn á undan sér. Hún hikaði við að gera svo, en hreyfði sig úr stað. Þá varð hann þess var, að hún var þama ekki einsömul. Hann sá móta fyrir manni í hálfrökkrinu. „Sonur minn“, sagði hún í hálfum hljóðum. ,Komið þið bæði með mér“, sagði presturinn og var órólegur. Hún gekk til sonar síns, sem stóð hreyfingarlaus, eins og hann væri greyptur inn í steinvegginn. Hann hreyfði ekkj legg né lið fyrr en hún var búin að taka undir handlegginn á honum. Presturinn sá að hann þreif- aði fyrir sér með göngustaf. Hann hjálp aði þeim inn í skrúðhúsið og færði sig nær ljósi sem þar logaði, til þess að lesa þar bréfið, en spurði engra spurninga: „Kæri vinur minn! Láttu þér ekki koma til hugar að nokkur minnsta ögrun felist í beiðni minni. Þú þekkir mig nógu vel til þess að vita að um alvarleg efni tala ég alvarlega, og hér er um alvörumál að ræða. Ég hefi gert mitt ítrasta til þess að fá þessa góðu konu, frú Courtal, ofan af því áformi að leita ti! þín. En að lokum hefi ég látið undan henni og skrifa þennan kynningarmiða fvrir hana. Hún er í mörg ár búin að vera þjónustukona í húsi mínu og á það skilið að við sýnum henni samúð í raunum hennar. „Hún vill skilyrðislaust fara til þín með son sinn, Jean, hálfþrítugan pilt, sem missti sjónina í stríðinu. Vísindin geta ekki hjálpað honum. Hann er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.