Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 47

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 47
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 683 svo það brotnaði og sökk á Flateyar- höfn og sá aðeins á það að aftan. Þar sátu skipverjar nær tvö dægur í sjó- roki og frosti, því að fyr varð þeim ekki bjargað vegna veðurs. Voru þeir aðfram komnir er þeim var bjargað. Dó einn þeirra, en hinir hresstust. Fimmtán voru mennirnir, því að skip- ið var stórt og hafði 14 falíbyssur. Þær náðust allar og eins segl og kaðl- ar og viðir úr skipinu, en farmurinn týndist allur. Þeir voru í svokallaðri stórustofu í Flatey um veturinn og smíðuðu sér skip úr stóru skipsmöstr- unum og greniborðum. Er sagt ið kjöl- ur þess skips hafi verið 26 almr Varð skipið hátt og breitt og á því sigldu skipbrotsmenn um sumarið Fengu þeir góðan vitnisburð hjá fólkinu í Flatey. Fyrir 250 árum. Á prestafundi á Þingvelli var borið upp vandkvæði það, er víða var að- komið af messuvínsskorti og skipað, að það lítið sem prestar hefð> eftir, skyldi þeir geyma sjúkum og öðrum þeim, er nauðsynlega þyrftu afleys- ast, en halda frá sakramenti öliu öðru fólki. Eftir alþingi var hýddur á Bessa- stöðum Hemingur Guðmundsson úr Rangárþingi, sjötugur, fyrir guðsorða afrækt. Vetur til jóla skorpusamur með áfreðum og jarðbönnum, helzt á jóla- föstu allri. Fjúkmyglingur með dimm- viðri jólanótt og hart þaðan upp til nýársins. Þá var stríð milli Dana og Svía, sein skipakoma um sumarið, en sum komu ekki það sumar. Holrnsskipið (Reykjavíkurskip) var tekið af svensk- um hvalföngurum. Þann 1. nóvember rifnaði klukkan á Hólum, þá hringt var til messu, af engri orsök svo menn vissi. (Vera má að einhverjir hafi sett þetta í -:amband við það, að þá var biskupsfaust á Hólum, Björn biskup Þorleifssjn hafði andast um vorið, en Steinn Jónsson var þá í siglingu). Vermenn, sem suður fóru um jóla- föstu úr norðursýslum, komust ei yfir Holtavörðuheiði fyr en annan mánu- dag í Þorra. Fyrir 200 árum. Þá varð Bjarni Pálsson landlæknir. Honum tillagði kóngurinn þrjár ■ jarð- ir til uppheldis, meðal hverra var Nes á Seltjarnarnesi. Þá var og strax far- ið að efna til múrstofubyggingar í Nesi. Þá var haldin hátíð þann 16. október eftir konunglegri skipar. til þakklætis fyrir einvaldsherradæmisins innleiðslu í Danmerkurríkjum, og sótt hver höfuðkirkja, þar sem lar.gt var fyrir prest að messa eftir heimamess- una á annexíu. (Einveldi hafði þá ver- ið í 100 ár). Tugthústollur var nú goldinn yfir heila landið og árlega síðan. Nokkurt timbur kom út á flestum höfnum norðanlands, eftirgetið (af mulkt eins prófasts eða biskups í Noregi) til fátækra kirkna uppbygg- ingar. Þá kom út vicelögmaðurinn Jón Ólafsson og hafði honum venð falið að samantaka nýa lögbók úr öllum lögum og kóngabréfum hér inngefn- um, með tilstyrk sýslumannsins Bjarna Halldórssonar á Þingeyrum. Hreppstjórar í Biskupstungum þar syðra stefndu biskupinum. herra Finni, fyrir afdrátt við fátæka, sem var: nann vildi ekki taka sveitarómaga eftir þar venju, og hafði svo dómur failið, að hann ómagana taka skyldi og sektast þar fyrir utan. Þennan dóm vildi hann ekki halda, varð þetta svo í jögun; hann stefndi upp dómnum og lét ekki úti. Vetur til jóla úrkomulítill, fór að spillast með imbruviku, 17. desember. Nóttina milli þ. 19. og 20. sama mán- aðar var mesta stórviðri á iandinu með fjúkhríð, svo víða varð jarðbann öldungis, er helzt til þrettánda í jól- um. En þann 21. des. urðu fjárskaðar í nokkrum stöðum í austanbyl. Fyrir 150 árum. Sá vetur var beztur norðast, en þung- ur þegar dró í Skagafjörð, og enn meir í Húnavatnsþingi, og því verri sem sunnar kom, og svo þar austur með, gerði. peningafelli í Árnessþingi og Rangárþingi og austur svo lar.gt sem spurðist, einnig í Gullbringu og Kjós- arsýslum og nokkuð svo um Borgar- fjörð. Þrengdi að landvinnt hallæri undanfarið, fiskleysi og matvöruieysi nyrðra og víðar; þótti undur hve menn heldust við víðast og að heldur fjölg- aði fólki en fækkaði. Stefán amtmaður Þórarinsson reið suður um lestir, en alla stund meðan 4 hann var á fjöllunum sleit hvergi fiska- lestir sunnan að, svo mikið var norð- ur flutt Þá var mikil ekla á öllun. þarf- legum hlutum, svo að pappírsörk, ef fekkst, kostaði 4 skildinga, og var rúgtunna á 11 dali, en annar matur dýrari og sexfalt verð á timbri. En i Kaupmannahöfn var íslenzk vara í miklu verði, ullarfjórðungur á 5 dali eða meira, lýsistunna á hundrað dala tolfræðt eða því nær, og var það tí- falt verð við það sem gefið var fyrir vöruna hér, og höfðu kaupmenn hinn mesta ábata, er þangað höfðu komið vörum sínum héðan. Þá rifu Hólamenn Auðunarstofu og skorti hana þá fáa vetur á 500 'frá þvi hún var sett, og var enn stæðileg vel, og gerðist nú alleyðilegt 4 Hólum. Enskt skip kom til Reykjavikur og sótti Savignac og allan fjárhlul þeirra er þar var syðra. Þá fóru hinir ensku menn um land, Hooker og Georg Mackenzie barón og tveir lærðir menn, Holland og Bright. Baróninn var svo hugkvæmur, að hann hafði gefið skólasveinum syðra. þeim sem honum þóttu bera af í grísku og latínu, ensku eða öðrum tungum eða lærdómum, minnispening hveriutn. og sinn með hverjum hætti, til að bera á sér, og bað þá láta sig jafnan vita hver- ir þeir yrði í skólanum, er slíks hins sama væri verðir. Jón lærði fekk útlegðardóm 1631 og hröklaðist hann þá austur í Múlasýslu og settist að í Bjarnarey. 1635 styrktu vinir hans hann til utanferðar að reyna að fá leiðrétting mála sinna. Var Sigríð- ur kona hans þá eftir í Bjarnarey og hafði ráðsmann. Var hún um vetur- ipn mjög hugsandi um mann sinn og hálfsturluð af áhyggjum. En þá heyrði hún eitt sinn þessa vísu kveðna á glugga hjá sér: Guð er trúr og traustur múr, trúðu því fullvel, svanni, hörmum úr og hrygðarskúr hjálpar hann þínum manni. Forsíðumyndin er af altarinu í Neskirkju í Reykjavík. *< V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.