Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 16
652 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Lengi lá hann á knjábeðnum. (Teikning Halldór Péturssonj. yfir sig og var jafnframt reiður sjálf- um sér, en varð enn sem fyrr að hlýða henni. Hann hafði hvorki þrótt né hug til annars. Bæn sinni skyldi hann halda áfram, jafnvel þó að þar að kæmi að hún yrði að guðlasti, því lagði hann nú skjálfandi hendur sínar á dauð augna- lokin. ,,Guð minn, ég bið þig um það sem sérstaka náðargjöf að þú læknir þenn- an ógæfusama mann“. Um leið sneri hann sér að blinda manninum og bætti við, hárri röddu: „Maður, líttu ljósið!“ Samvizkubitið kvaldi hann og hann sneri sér undan til þess að dylja tár sín Hann fann með sjálfum sér að nú hafði hann náð yztu endamörkum mannlegrar hugarkvalar. Þá birtist skyndilega logi í augum hins vanheila manns. Óvænt lýsti lif- andi ljós upp ásjón hans Hann tók höndunum upp að ummynduðu andliti sínu lét þær síðan falla niður mátt- lausar og hrópaðj upp: „Ljósið!“ Fyr- ir undrandi augum móður sinnar og prestsins sneri hann sér síðan aðstoð- arlaust að kertunum, sem vörpuðu daufri birtu út í myrkurdjúp kirkjunn- ar, — O — Montoire presti mundi hafa fundizt sem himnarnir væru að hrynja um- hverfis sig ef ekki hefði verið fyrir það hve gersamlega sljór hann var. Hann stóð kyrr í sömu sporum og gat ekki talað. ekki andað, ekki hugsað. Kon- una greip taugaskjálfti og með afmynd- uðu andliti hélt hún sér dauðahaldi í altarisborðið. Hún rak upp vein þegar sonui hennar sneri sér við og kom til hennar. Samtímis því, að hann fékk aftui sjónina, hafði hann líka fengið vitið Loks fékk hún mátt til þess að rétta fram hendurnar og þau föðmuð- ust kjökrandi. „Eg vissi það“, sagði hún, „eg vissi að guð mundi bænheyra yður. Verið þér blessaður, prestur góður . . þetta er of mikil hamingja. Eg ætla að láta loga á.kertum .... ég ætla að fara til messu á hverjum degi. Eg ætla að fara píla- grímsför . . . þú sérð aftur núna, Jonni minn, þú hefir fengið sjónina . . . þakkaðu, ó þakkaðu þessum heilaga manni, því að það er fyrir hans mátt að undur hefir gerzt . . . Hvernig eig- um við að sýna þakklæti okkar? Hér eru allir mínir peningar handa fá- tæklingum yðar. Eg mundi gefa yður enn meira . . . Gleðin svipti hana allri skynsemi. Presturinn stamaði ógreinilega: „Þið megið ekki þakka mér. Hann einn megnar allt“. „Guð minn góður, hvað þetta er skammarlegt af mér“, hrópaði konan upp, „ég hefi ekki enn varpað mér á hné frammi fyrir honum“. Hún kraup frammi fyrir altarinu svo að enni hennar snerti gólfið. „Já, krjúpið þér“, sagði presturinn með annarlegum tónblæ. Hann virtist enn ekki hafa náð sér til fulls aftur og hann horfði á hana þar sem hún lá á gólfinu í auðmýkt sinni og það var eins og honum kæmi þetta undarlega fyrir sjónir. „Á hnén“, sagði hann aftur blæ- lausri röddu. Þá komst hann aftur til sjálfs sín. „Við skulum líka krjúpa, sonur minn, og þakka guði fyrir þetta ó- Wenjulega miskunnarverk". Langa stund lágu þau á köldu stein- gólfinu. Móðir og sonur báðu heitt. Presturinn reyndi að hrista af sér marg -ar gagnstæðar tilfinningar til þess að ekki skyldi verða rúm fyrir annað en þakklætissemina. Honum reyndust vera kveljandi erfiðleikar á að einbeita sér þó ekki væri nema einfaldrar þakk- arbænar. Loks reis hann þunglama- lega á fætur. Konan gerði hið sama og sonur henar gekk í kringum þau með geirtandi augum. Hún virtist vera orðin ofurlítið rólegri. Enn stóðu þau nokkur augnablik þegjandi; svo spurði presturinn kvíða- fullur. , Eruð þér viss um að hann væri ekki sjáandi áður?“ „Hvort ég er viss um það! Eg er búin að grgta nóg og formæla óláni okkar. Eg yar frá vitinu vegna þess. Eg hefi ekki sagt yður það, prestur góður, en sannleikurinn er sá, að ég hefði fúslega selt mig myrkrahöfðingj- anum. Eg fór til spámanns. Mér er ómögulegt að segja yður frá öllu því, sem ég hefi reynt fyrir mér, svo ógæfu- söm sem ég var, þvi að ég hafði ekk- ert traust á honum, sem allt megnar, eins og þér sönnuðuð af prédikunar- stólnum". „Já, allt, sannarlega allt, eins og ég sannaði af prédikunarstólnum“ endur- tók presturinn, og var eins og orð hans kæmu út úr vél. „En segið mér ná- kvæmlega að hvaða niðurstöðu Faivre læknir komst“. „Nú get ég játað það fyrir yður. Hann hafði alls enga von. Það var hann smámsaman búinn að láta mig skilja, en hann gerði það með mildum orðum vegna þess að hann er svo góður mað- ur Rök hans hefi ég ekki fest mér í minni. Hann talaði um sundurbrunna vefi, um . . . . ó, allt þetta er nú liðið hjá. Hann verður fjarska undrandi þegar hann sér hann. Þér voruð sá eini sem sagði sannleikann, prestur góður, gagnstætt öllum læknum. Eg minnist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.