Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 6
642 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS niður á við, og hver fer í sína áttina, og stundum verður enginn öðrum samróma, mikinn part af því, marg oft, að hver vill vera sinn eigin herra í þessu sem öðru, og hafa það frjálsræði að syngja eftir sínum vilja og smekk, en ekki annara, en laga sig ekki eftir öðrum, sem betur syngja og smekklegast. Það er alloft svo í kirkjum, að það er ekki nóg með það, að sinn hefir eiginlega hvert lagið, eða lagmyndina, að nokkru leyti frábrugðið hver upp á sinn hátt, heldur og keppist stundum hver fram yfir annan, svo einn eða tveir eða svo eru lengst á undan, en forsöngvarinn sjálfur þó, ætla eg, sjaldnast í þeirra tölu; nú, þeir stökkva fram yfir hann rétt eins og í veðhlaupi.--------- Svona syngja menn stundum, rétt eins og í smáhópum, þar sem hver hópur syngur á undan öðr- um, svo dæmi munu til, að þegar hinir fyrstu eru búnir með vers eru hinir síðustu í miðju versi, svo að þeirra ,sem bezt og rétt- ast syngja, gætir ekki, eða þeir þagna af því þeim líkar ekki söng- urinn. Þegar hver út af fyrir sig syngur þannig í sjálfræði, reglu- laust upp á sinn eigin hátt, mætti svo kalla, sem sérhver söngmanna þessara sé lagasmiður (kompón- ist) hver býr til sitt lag“. Magnús Stephensen átti sem kunnugt er mestan þátt -í Sálma- bókinni 1801. Hún átti að koma í staðinn fyrir Grallarann og kom það líka með tímanum. í þessari bók eru þrjú lög með nótum og aftan við er ágrip af söngfræði, eflaust eftir Magnús sjálfan. Þetta var fyrsta ritgerð um söngfræði, sem komið hafði á prent á íslandi, frá því Grallari Þórðar biskups Þorlákssonar kom út 1691 (en söngfræði hans studdist við kenn- ingar ítalsks munks, sem uppi var J' á 11. öld). Hér er íslendingum fyrst bent á nótnamerki þau, sem nú tíðkast, takt og fleira sem ligg- ur til grundvallar fyrir öllum söng á vorum dögum. Þrátt fyrir það voru grallaralögin sungin í kirkjum og heimahúsum. Þannig stendur í lýsingu Kálfholtssóknar 1857: „Hér er aldrei annað sung- ið en gamli Grallarinn, í kirkjum og heimahúsum á helgidögum". Eitthvert íslenzkt skáld hefir kallað Pétur Guðjónsson „föður söngs á ísamold“ í kvæði til hans, og er það hverju orði sannara. Þegar skólinn var fluttur frá Bessastöðum til Reykjavíkur 1846, var Pétri falið á hendur að kenna skólasveinum söng, og fyrir til- stilli hans urðu margir skólapilt- ar gæðasöngmenn, og hafa eflaust átt mikinn þátt í því, að kenna lög upp til sveita og yfir höfuð að bæta söngsmekk íslendinga. 2. apríl 1854 sungu skólapiltar fyrir bæarmenn í Langalofti skól- ans, undir forustu Péturs Guð- jónssonar og þótti takast vel. — Þetta hefir eflaust verið fyrsti samsöngur, sem haldinn hefir ver- ið á íslandi. 1861 kom út: íslenzk Sálma- söngsbók og Messubók með nót- um, og hafði Pétur Guðjónsson samið hana í því skyni að laga kirkjusönginn, sem þá var orð- inn svo bágborinn <?em áður er lýst. Bók þessi mætti talsverðri mótspyrnu framan af. Menn voru orðnir svo þaulvanir gamla söngn- um, að þeir gátu ekki fengið af sér að skifta um, þótt til betra væri. En með tímanum ruddi nýi söngurinn sér til rúms. Sálmasöngsbókin 1861 markaði tímamót. Með komu hennar lagð- ist gamli Grallarasöngurinn fyrst niður. (Útdráttur úr grein eftir Ólaf Davíösson). Úr Heilræðarimu eftir séra Jón Bjarnason í Presthólum um 1600. Haföu ei viö herrann þinn hrœsni í verkum neinum, hann sér állt t hjartaö inn á hverjum manni og einunn. Lofgjörö þtna láttu í té, lukku trú’ eg þaö safni, berhöföaöur beygöu kné fyrir blessuöu Jesú nafni. Ekki dugir aö hreykjast hátt og hverjum þykjast meiri, en hafa varla músarmátt; mega þaö sanna fleiri. Hver sitt lag eöur leik og dans leggur viö þann illa, sœkir þaö í sambúö hans sínum gœöum spilla. Þú getur ei varast vondra hátt, vel þó móti stríöir, takir þú á tjörunni þrátt tollir hún viö um siöir. Tignarmenn hafa tíöum kennt tímans vel aö gœta þeim er listin löngum hent, sem laginu kann aö sæta. Enn þótt lukkan láti þér meö leik og gamni snjöllu, haföi ei meira en horsícum ber, hófiö er bezt í öllu. Ef þú hœöir hryggvan mann, hefndar þó þú bíöir, guö hefir mákt aö hugga hann, en hrella þig um síöir. Hafir þú gœfu, góz og fé, gott er margt til sagna, íániö þitt þótt lítiö sé, líka skaltu fagna. Allra vor er œvin þröng, ending fœr hún skjóta, eiltföin er œriö löng svo aldrei náir þrjóta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.