Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 40

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 40
676 LESBÓK MORGUNB LAÐSINS afli hans, þá breytist stefna þeirra, sporbaugurinn verður minni, og þær verða að hverfui- um halastjörnum. Það er aðallega Júpíter, sem veldur þessu. Það eru ekki nema fáar „nýar“, eða stöðugar halastjörnur, sem sjást á hverju ári. Ef allt fer með feldu halda þær áfram á braut sinni og hverfa út í ómæli geims- ins. En stöku sinnum tekst Júpi- ter að kippa í einhverja þeirra svo að hún villist og verður að hverfulli halastjörnu. Heimkynni halastjarnanna eru á yztu mörkum áhrifasviðs sóiai og er þangað 10.000—100 000 sinnum lengri' leið en er á milli jarðar og sólar. Þarna utan við sólhverfið er autt svið, sem er 10.000 milión sinnum stærra heldur en það svið er sjálft sólhverfið nær yfir í ríki sólar er sólhverfið því sam- bærilegt við lítið þorp á jörðinm. í þessari miklu víðáttu utan sól- hverfisins hyggja menn að vera muni um 100.000 miljónir hala- stjarna, sem haldast saman af hel- kulda, 270—454 stig undir frost- marki á Fahrenheit. Kuldinn er þarna svo mikill vegna þess, að þar gætir ekki ylgeisla sólar. hún er svo langt í burtu að hún er ekki stærri en miðlungs stjarna. Flestar þessar halastjömur fara eftir stórum sporbaugum, sem hvergi eru í námunda við sol. Þarna hafa þær ef til vill sveím- að frá upphafi vega, eða frá þeim tima er sólhverfið myndaðist ur geimþoku. Halastjörnurnar eru ef til vill leifar þessarar geim- þoku. Má og vera að þær hati kvarnast úr hnöttunum áður en sólhverfið komst í fastar skorður. Þótt halastjörnurnar sé svo margar, er nógu rúmt um þær. Það er ekki minni vegar^engd milli þeirra heldur en er milli «s>-----------------------------<♦ Eívöldskaftur ÞAÐ var almenn tízka víða hér | um land, að halda eitthvað upp á jólaföstuinnganginn, en ekki mun það liafa verið annað en j það hefir verið eitthvað út af j brugðið með mat þann daginn. En einkennilegur siður helzt við i í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu j fram á síðari hiuta 19 aldar (eða ! lengur). Siðurinn er gamall, en | hve gamall hann er, veit ég ekki. Það er kvöldskatturinn. Hann var jafnan gefinn eitthvert kvöld ið í fyrstu viku jóiaföstunnar, og J var þá ekki eymt í skammtinn, þó að kort væri annars vant að skammta. En kvöldskatturinn var þanmg, að eitthvert kvöldið fór hús- freyja fram í búr og fór að skammta heimilisfólki sínu á stór föt eða diska allt hið bezta. sem búið átti til: Hangikjöt, magál, sperðil, pottbrauð og flatbrauð og ve'l við af floti og smjöri. Allt fór þetta fram með mestu leynd, í og þótti mest til koma, ef eng- inn vissi neitt, fyrri en ílátin komu inn úr baðstofudyrunum. Var þá rokkum, snældum og prjónum varpvað frá sér í snatri j og síðan sezt að snæðingi. Ekki þóttj ærlega skammtað, ef menn gátu etið upp um kvöldið, enda geymdu margir sér af kvöld- skattinum í marga daga til þess j að fá sér bita við og við. Þar sem margt var vinnfólk, ^gerði það sér og húsbændum sín- um þann glaðning, að gela kvöld j skatt líka; lögðu þá oft tveir eða þrír saman, til þess að hann gæti orðið sem myndarlegastur; urðu j þannig oft margir kvöldskatt- arnir á sama heimilinu; en allir j urðu þeir að vera á jólaföstunni. (ísl. þjóðhættir). «----------------------—------— ^ jarðar og Neptúnusar En efni þeirra er ekki mikið. Að samtöldu mun það ekki vera meira en etni jarðar, og er því hverfandi lítið í samanburði við allt sólhverfið Eins og áður er sagt eru haia- stjörnurnar undir áhrifavaldi sói- ar, nema þar sem þær fara alira lengst frá sól, því að þar getur aðdráttarafl annara sólna haft á- hrif á þær og breytt göijgu beirra. Sumar þeirra þeytast þá út í geiminn, en aðrar stefna beint á sólina. Það er þó lítil hætta á að þær muni rekast á sólina. Þær komast aðeins í námunda við hana um leið og þær fara í gegn um sólhverfið, og þá fá þær hinn langa hala, sem er svo einkenm- legur, en er myndaður af efnum, sem losnað hafa úr fiötrum hei- kuldans og þanizt út. Ef Júpíter eða einhverri annari jarðstjörnu tekst ekki að breyta stefnu þeirra hverfa þær aftur út í geiminn til heimkynna sinna, eftir þúsund eða miljón ára ferðalag. Það eru litlar líkur til þess að sama halastjarn an komi nema um sinn inn í sól- hverfið. Meiri líkur eru til þess að úti í geimnum muni áhrifavald annara hnatta breyta göngu henn- ar. Það er því rétt að tala um „nýar“ halastjörnur þegar þær koma í heimsókn til vor. Svipul jólag'eði FYRIR langalöngu, líklega á 14., eða framan af 15. öld, fóru Vatnsnesingar tólf á skipi haust eitt yfir á Selströnd norðanvert við Steingrímsfjörð, til þess að kaupa þar búsmíði. Yzt á ströndinni var bær, er jafnan hefir verið talinn með heldri bæum, og dvöldu Húnvetningar þar um hríð. Vel féll á með þeim og heimamönnum, og varð það að fastmælum, að Vatns- nesingar skyldu koma þangað aftur til jólagleði um veturinn — fóru þeir heim síðan. Aðfangadag jóla fóru Vatnsnesingar að heiman og hrundu fram skipi góðu, en urðu seint fyrir, svo að þeir lentu í niðamyrkri; ráku þeir sig þá á boða fyrir framan Bæ í Hrútafirði og drukknuðu allir. Þar heitir síðan Tólf- mannaboði. — (Gísli Konr.).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.