Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 40

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 40
f>90 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ARTHUR KOESTLER OG BÓK HANS UM RÚSSLAND KAFLAR ÞEIR, sem birtir eru h.jer að framan , eru prentaðir upp úr merkilegri bók, sem kom út í London í sumar og vakti mikla athygli. Höfundur bókarinnar, Arthur Koestler er víðkunnur fyrir bækur sínar um þjóðfjelagsmál. Hann er austurrískur að ætterni, var eldheit- \ir kommúnisti, lenti í spönsku styrj Öldinni og hefir ratað í ýms æfin- týri. Sem aðdáandi kommúnismans dvaldi hann um skeið í Rússlandi, kynntist þar mönnum og málefnum, kann rússnesku til hlítar, hefir haft greiðan aðgang að skýrslum Rússa log blöðum þeirra, byggir frásögn sína um stjórn landsins og líðan þjóðarinnar að mestu leyti á opin- berum skýrslum og lagafyrirmæl- um. Bókin heitir „The Ýogi and the Commissar“. Hún kom út á sænsku í fyrra mánuði, hefir senni- lega komið út á fleiri málum. Er talið, að á síðustu árum hafi ekki birtst sannorðari, áreiðanlegri nje gleggri lýsing á stjórnarháttum í Bovjetríkjunum og líðan almenn- ings í landinu. 1 Þ8IM bókarköflum, sem birtast hjer, er m. a. lýst ofsatrú manna á sovjetskipulaginu og hvernig komm- únistar allra landa þjálfa sig í því, að viðhalda þeirri trú. Síðan er staðreyndum lýst og hve illa þær koma heim við kenn- ingar kommúnista um „paradísina“ þar eystra. Höfutndur færir sannanir fyrir því, að baráttuhugnr hins rúss- neska here er engin sönnun fyrir ágæti stjórnarfarsins. En þeir, sem trúa á kommúnism- ann og Sovjetríkin loka augunum fyrir staðreyndum. Fullkomin inni- lokun Rússlands hefir gert allan kunnleik erlendra manna á högum þjóðarinnar erfiðan. En sjálf fær rússneska þjóðin ekkert að vita um, hvað gerist í heiminum, nema það eitt, sem stjórnin birtir í blöð- um og útvarpi. Ferðalög um landið bru bönnuð. Þá er lýst tækifærissinnaðri ut- anríkisstefnu Sovjetveldanna, síðan þeir breyttu til, hættu við alheims- byltingu öreiga og tóku upp beina rússneska yfirráða- og heimsveldis- stefnu. Þá gat Hitler orðið banda- maður þeirra eins og hver annar. Nýrík yfirráðastjett myndast í landinu. Þeir nýríku fá þrítugföld og hundraðföld laun á við almúga- manninn. Kjör alþýðiuinar verðæ verri en á keisaratímanum — eftir því, sem hagskýrslur herma. Verka- menn gerðir að rjettlausum þræl- um. Frábær harðýðgi í löggjöf. — Þjóðaratkvæðagreiðslur taldar hættulegar ríkinu. Lögleidd dauða- refsing gegn þeim, sem reyna að sleppa úr landi. Þá er því lýst. þegar yfirráðamenn, í Kommúnistaflokknum losuðu sig við gömlu flokksmenniira, sem voru óánægðir með stefnuna. Menn hjeldu, að „hreinsanirnar“ hefðu aðeins náð til þeirra æðstu. En það var öðru nær. Htórkostlegur fjöldi manna hnept ur í fangabúðir. Maður, sem lent hefir þar, lýsir aðbúðinni. Fólk- inu fjölgar ekki í landinu, eins og búast mátti við — vegna þess, hve menn, sem eru óþægir valdhöfunum týna tölunni, þar sem stjórnarand- staðan er talin glæpur. En valdhafarnir leita fleiri og fleiri fyrirmynda frá gamla tíman- um, þegar keisaraveldið reyndi að leggja undir sig lönd, og undiroka þjóðir. Að lokum er því lýst, hvernig núverandi valdhafar Rússlands haga seglum eftir vindi, geta haft samvinnu við hvern sem er, skifta um stefnu frá degi til dags, í þeirri viðleitni, að gera þ.jóðir máttlausar, viljalausar og sjer háðar. IT.jer er, sem fyrr segir, skýrsla kunnugs manns um merkileg mál- efni, er öllum koma við, bæði hjer sem annarsstaðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.