Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 4
LESTSÓK MORGUNBLAÐSINS fir.4 Triiin á Riisslaiiri breiddist liit Því breiðai-a sem bilið varð á milli trúarinnar á Soviet og veru- leikans, því tevgjanlegri urðu rök hins rjetttrúaða, þar til honum að lokum fanst það sjálfsagt og eðli- legt að Ribbentrop yrði sæmdur Leninorðunni, að miljónamæring- urinn væri kallaður öreigi og borð- ið fyrir framan hann stöðupoHur. Lesi maður forystugreinarnar, sem birst hafa í Daily Worker undan- farin tíu ár, verður manni innan- brjósts eins og Malice í Undra- landi. IV. Þnr sem þessu er þannig varið, er það tilgangslaust með öllu að ræða við þá, sem haldnir eru kommúnistatrúnni, hvort sem þær umræður fara fram einslega eða á opinberum vettvangi. óhlut- drægni er frá byrjun útilokuð og rökin eru ekki metin eftir gildi þeirra, heldur því, hvort þau hcnta kerfinu. Og ef þau gera það ekki, er reynt að sveigja þau svo til. að þau geri það. Þeim, sem þannig fara að því, að komast að rjettri niðurstöðu, er líkt farið og barninu, sem athugar hvern hlut, sem það fær í hendur, með það eitt fyrir augum, hvort hann sje ætur eða ekki, eða hvort hann sje góður eða vondur á bragð- ið. Ef maður t. d. lætur þess get- ið, að Trotsky hafi skapað Rauða-- herinn, þá hefur hann ekki farið með söguleg sannindi, heldur sagt það sem óbragð er að, og hann verður að vera viðbúinn að mæta andstöðu að sama skapi. Tilfinningarnar þurfa ekki að birtast í æstri framkomu. Varnar- kerfið starfar oftast hiklaust, eins og vel smurð vjel. Ef hætta er á að vjelin ætli að stöðvast, þá grípur hún sjálfkrafa til smuminga og hártogar.a. Þá vill það oft bera við að andstæðingurinn reiðist, en 0 hinn rjetttrúaði varðveitir ró sína, »— hina brosandi yfirburði ofstæk- ismannsins og prestsins. Andmælandinn á við enn aðra erfiðleika að etja. Hann kemst í vandræði vegna óheppilegra bandamanna og vegna þess að íhaldsöflin styðja mál hans og hrópa sigri hrósandi: „Þetta er það sama og við höfum alltaf sagt!“ Það hefur komið á daginn að íhaldsmennirnir höfðu á rjettu að standa þrátt fyrir rangar for- sendur. Þó er hann í hjarta sínu með hinum rjetttrúaða, sem fer villur vegar enda þótt forsendur hans sjeu rjettar. En um leið gremst honum heimska hans, því ekkert er eins óþolandi og að vita aðra halda með þrákelkni fast við villur sem maður hefur sjálfur fyrrum gert sig sekan um. Af þeim ástæðum er það, sem ungl- ingar gera mönnum svo gramt í geði. Hjá sumum verður þessi gremja að hatri. Trotskysinnar hegða sjer eins og táldreginn elskhugi, sem fjasar um það í tíma og ótíma, að unnusta hans sje hóra, en froðu- fellir þó af reiði í hvert sinn er hann fær nýja sönnun fyrir því. Tálvonir, sem bregðast, valda jafn- mikilli geðshræringu og ófarir í ástamálum. Að lokum er sú hætta fyrir hendi, að menn'kúvendi í skoðun- um. Góð dæmi þess, og til varnað- ar, eru þeir Laval og Doriot, sem báðir voru eitt sinn í kommúnista- flokknum franska. Þeir menn mega búast við að renna hratt nið- ur hallann sem orðinn er háll af umferð hinnar miklu fylkingar hugsjónamanna, sem gerst hafa svikarar. Það er erfitt verk að nema staðar í miðjum slakkanum og hanga þar og einmanalegt mun þar vera. V. Töfrahrinyurinn, er lykur um kommúnistatrúna orkar. ekki að- eins á meðlimi kommúnistaflokks- ins, heldur einnig, en óljósar, á sósialista, frjálslynda, mentaða framfaramenn og upplýsta presta. Á hir.um ömurlegu áratugum milli síðustu heimsstyrjalda, er vinstri- flokkarnir urðu' fyrir sífeldum svikum og biðu hvern ósigurinn af öðrum, þegar verðhrun, atvinnu- leysi og fasismi, æddu yfir löndin hvert á fætur öðru, þá var Rúss- land hið eina, sem menn vildu lifa og deyja fyrir. Það var eina vonin í öllu vonleysinu, eina fyrirheitið hinum þreyttu og vonsviknu. í orði kveðnu höfðu ,,vinirnir“ þó ýmislegt við það að athuga, en undir niðri voru þeir snortnir af átrúnaðinum. En þeir voru ekki eiðsvarnir áhangendur rjetttrún- aðarins og því gátu þeir leyft sjer að guðlasta, jafnvel að láta sjer um munn fara ljettúðuga fyndni. Gagnrýni þeirra var ekki trú þeirra hættuleg, — til þess var hún of óljós og teygjanleg. En í öllu þessu var einhver traustur og órjúfanlegur kjami, einskonar töfrabula, sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Hvað sem öðru líður, þá er Rússland „það sem alt veltur á“ — „það sem koma skal“, — „síðasta vonin“ o. s. frv. Jafnvel dauðhræddir kauphall- arbraskarar og mentaðir kaup- sýslumenn komust að þeirri nið- urstöðu á krepputímum, að „þegar alt kemur til als, getur eitthvað verið til í þessu“, rjett eins og guð- leysinginn, er á dánarbeðnum með- tekur hið heilaga sakramenti. — Þó að skoðun þessara manna sje ekki eins skýr og ákveðin og kenn- ing hins rjetttrúaða, þá er hennar gætt af sömu blindu eðlishvötinni og jafnmikilli kostgæfni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.