Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 31
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 081 1 ölluin íjölskyldiaiii eiiiliver ,fjarverandi* Ráðstjórnarríkin, hefðu ekki verið nokkur hundruð þúsunda manna, er látið hefðu í ljós andstygð sína og örvæntingu. Það er erfitt f.vrir menn með vestrænan hugsui ar hátt, að gera sjer grein fyrir því í einstökum atriðum hvernig lífs- skilyrðin eru í landi, þar <sem stjórnarvöldin líta á það sem glœp, ef menn greinir á við þau um stjórnmál. En þegar mönnum er orðið þetta ljóst, þá skilja þeir að hmn sífeldi straumur „þjóohættulegra manna“ í fangabúðirnar til nauð- ungarvinnu, er í raun og veru rök- rjett og óhjákvæmileg afleiðmg þessa viðhorfs, og furða sig ekki á, að tala þessara nauðungar- vinnu-manna fer ekki niður úr 10 %' af rússnesku þjóðinni. „Jeg hefi verið með mörgum rússneskum fjölskyLdum“, segir Blit að lokum, „en engin þetrra gat fagnað því, a'ö ekki væri að minsta kosti einn úr fjölskyldunni eða af vinum hennar „fjarver- andi“. Er jeg átti tal um þetta við kunnan rússneskan blaðamann í Kuibishev, þá lagði hann áherslu á það, þó nokkuð hreykinn, að þessir fangar væru ekki yfir 18 miljónir að tölu, — alt annað væru ýkjur. Starfsmenn stjórnarinnar urðu bálreiðir ef því var haldið fram að tala fanganna væri yfir 20 miljónir, en samþyktu með þögn- inni allar tölur þar fyrir neðan. Þetta er ein af mörgum írá- sögnum frá fyrstu hendi, sem jeg hefi í fórum mínum. Heimildar- menn mínir eru mjer persónulega kunnir og jeg veit að þeir eru áreiðanlegir og grandvarir menn. Þó geng jeg þess ekki duiinn að ráðstjórnarvinunum og öðrum velunnurum kommúnista, sem ekk- ert þekkja til þessara mála, kemur skýrsla þessi fyrir sjónir eins og furðusaga frá öðrum heimi. Menn geta eftir atvikum sætt sig við að hugmyndir þeirra sjeu ,,leiðrjettar“ um t. d. 10%, en þegar „leiðrjettingin“ er orðin 1000%, verður það hverjum manni ofraun að fallast á hana viðstöðu- laust. Það, sem gerst hefir í Rússlandi undanfarna tvo áratugi, hefir orð- ið til þess að breikka svo djúpið milli raunveruleikans og trúarinn- ar á kommúnismann, að það þarf bæði mikla andlega áreynslu og hugrekki til að stökkva yfir það, — og skilja að fullu við hjart- fólgnustu vonir sínar. Jeg hefi kallað kafla þennan „Innskot“. Hann er eini kaflinn í þessum bækling, sem reistur er á einkaheimildum, en ekki opinber- um gögnum. Hneyksluðum lesanda er í sjálfsvald sett hvort hann trúir því, sem þar er sagt, eða ekki og honum er velkomið að kalla mig Trotskysinna, mensheviskan gagn- byltingarmann, japanskan njosn- ara, ýlfrandi hýenu, eða hverju öðru nafni’ sem þeim er valið. er gagnrýna Rússland. En hann get- ur ekki tekið sömu afstöðu til opinberra rússneskra heimilda, svo sem rússneski-a laga, tilskip- ana og hagskýrslna o. s. frv., sem vitnað er til í öðrum köflum þess- arar bókar. Jeg valdi frásögn Blits sem mynd í bókina. Menn g;ta látið sem þeir sjái ekki myndina, án þess að það hafi áhrif á les- málið. XII. Hvatir og hugsjónir byltingarinn- ar bældar niður. I stað trúarhugsjónarinnar, sem var lífæð Ijensfyrirkomulags mið- aldanna, bygði auðvaldsskipulagið á fjárhagslegri samkepni. Án hennar væri auðvaldsskipulagið ekki til. 1 stað samkeppninnar varð sósialisminn að reisa tilveru sína á nýjum hvötum. Án þeirra getur ekkert sósialistiskt þjóðfje- lag orðið til. Stjórnarbyltingin 1917 afnumdi hagnaðarhvötina og hina fjárhags- legu samkepni. Kaupmaðurinn varð starfsmaður ríkiseinkasöl- unnar, þ. e. sýslunarmaður, sem launað var án tillits til vöruveltu. Bóndinn varð smámsaman laun- þegi, sem fjekk kaup sitt greitt að nokkru leyti með afurðum, og taldi sig á engan hátt eiganda jarð- ar eða bústofns. Á tímum verksmiðjunefndanna þurfti verkamaðurinn ekki að ótt- ast, að honum yrði refsað, eða vik- ið úr vinnu. Skóladrengurinn lærði það eitt, sem hann hafði áhuga á. Hermaðurinn barðist án liðsfor- ingja. Fólk giftist án presta og skildi með því að lýsa aðeins yfir vilja sínum til þess. Hinar nýju hvatir og hugs.ión- ir byltingarinnar voru þessar: Sameignarfyrirkomulag í stað samkepni einstaklinganna, friáls agi í stað fjárhagslegrar og laga- legrar nauðungar, ábyrgðartilfinn- ing gagnvart þjóðfjelagsheildmni, alþjóðasamheldni ■ og alþjóða- hyggja verkalýðsins í stað þjóð- ernisrembings, virðing fvrir göfgi vinnunnar í stað virðingar fyrir ættgöfgi eða stöðu, andi bræðra- lags meðal jafningja í stað undir- gefni undir föðurlega forsjá guðs og leiðtogans, — umbætur í stað refsinga, fortölur í stað nauður.g- ar, — yfirleitt nýtt og betra sam- fjelag mannanna, þar sem bræðra- lag, jafnrjetti og samábyrgð væru alls ráðandi. —■ „Einn fyrir alla og allir fyrir einn“. Alt hljómar þetta í dag sem naprasta háð. Orðum eins og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.