Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 28
678 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10íbúaniia iVndir fyrir stríð Þetta verður enn ljósara þegar athugað er, að ekki einn einasti hinna víðfrægu stakhanov-verka- manna var kjörinn í miðstjórn flokksins, og er hún þó ekki skip- uð færri en 139 mönnum. Hverjir eru þá þessir menn, sem ''ylla flokkinn? Þessi voldugi skari, sem er ein og hálf miljón, er í öllum ábyrgðarstöðum og stjórnar ríkinu. Hverjir eru þeir, þessi 90,7% af fulltrúunum, sem þegar árið 1934 voru ekki „verkamenn innan framleiðslunnar“? Háð- stjórnarrikið þekkir auk þeirra aðeins eina stjett manna, — vold- uga og fjölmenna stjett: þá sem stjórna framleiðslunni og þá sem fara með stjórn ríkisins, — emb- ættismennina og verkfræðingana (technocracy). Um Y:í liluti ráðstjómarinnar eru verkfræðingar, en hinir hafa allir verið forstjórar eða fram- kvæmdastjórar. I undanförnum köflum hefir verið sýnt fram á hversu þessi nýja yfirráðastjett hefir æ meir og meir fjarlægst fjöldann, hvern- ig henni hefir tekist að skapa nýtt kerfi um erfðir á forrjettindum, sem miðar að því að koma á eins- konar erfðaaðli (er minm'r á gamla rússneska stjórnaraðalinn), og hvernig henni smámsaman hef- ir tekist að loka gáttum sínum og fyrirbyggja að nýir menn bætt- ust í hópinn, ýmist með löggiöf, með því að koma á misræmi í launakjörum manna, með mentun- arhömlum eða með því að falla frá þeirri meginstefnu að vernda rjett verkamanna til að stunda nám við æðri mentastofnanir. Með „hreinsununum“, og er „skrif- stofuvaldið“ tók stjórn kommún- istaflokksins í sínar hendur, var alræði öreiganna úr sögunni og í þess stað hófst ný stjett til vegs og valda. XI. Nauðungarvinna. — Innskotskafli. Spurningunni um það, hve margir rússneskir menn ljetu lif- ið, eða voru hnepptir í fangelsi í sambandi við hinar miklu politisku breytingar á síðustu tuttugu ár- um, verður ekki svarað til fulls. Þagnarmúrinn umhverfis Rúss- land, er svo mjög hefir varn- að þess að nokkuð bærist út um hag landsins, jafnvel þótt um hin lítilfjörlegustu atriði væri að ræða, er hvað þjettastur þegar að þessu máli er vikið. Ráðstjómin hefir opinbertega viðurkent, að eingöngu menn í nauðungarvinnu hafi unnið að Hvítahafsskurðinum og að nokkm leyti að Turk-Sib-jámbrautinni, en til þessara risaframkvæmda hefir þurft að minsta kosti eina miljón manna. Þetta eru allar þær upplýsingar, er ráðstjórnin hefir gefið um mál- ið. Engar tölur hafa verið birt- ar og engum óviðkomandi mönn- um hefir verið leyfður aðgangur að vinnustöðvunum. Þó veitá hagskýrslur Ráðstjórn- arríkjanna um íbúatölu landsins, eða öllu heldur skorturinn á slík- um hagskýrslum nokkra óboina fræðslu í þessu efni. Árið 1930 var „gert hreint“ í hagstofu ríkisins og lýst um leið yfir því, að hagskýrslur væru „vopn í baráttunni fyrir kommún- ismanum“. — Vissulega voru þær vopn, — hið þögula vopn, því eins og áður hefir verið sagt, er Rúss- land eina stórveldið í heimi, sem ekki hefir birt neina skýrslu um launakjör og verðlag. Enn fremur hafa engar mann- talsskýrslur verið gefnar þar út á árunum 1926—1940. Manntal fór fram í janúar 1937, en tölurn- ar voru ekki birtar, vegna þess, að því er stjórnin tilkynti, að um „stórkostlega skekkju var að væða, fyrir tilverknað fjandmanna bjóð- arinnar“. (Izvestia26. mars 1939). Þá var aftur „gert hreint“ á . hagstofunni og nýtt manntal látið fara fram í janúar 1939. Sam- kvæmt því var íbúatala Ráðstjórn- arríkjasambandsins samtals 170.- 126.000 manns, eða um 15 milj- ónum lægri en búast hefði mátt við eftir hagfræðilegum lögmál- um. (Manntal í desember 1926: l-j7.000.000; opinberlega áætlað af stjórninni 1930: 157.500.000; meðalaukning á ári samkvæmt yf- irlýsingu Stalins 1. oktober 1935: 3.000.000, en lágmarksáætlun 1939: 185.000.000). Hvað hafði orðið um þessar 15 miljónir „týndra sálna“? Ekki hafa þær glatast vegna þess að getnaðarvarnir hafi aukist svo hröðum skrefum, því að verjur voru því nær ófáanlegar í öllu Rússlandi allan þann tíma, sem um er að ræða. Verið getur að nokkrar miljónir hafi dáið í hungursneyð- inni 1932—1933, fósturlát og barnadauði geta hafa aukist vegna næringarskorts og þeir, sem eftir eru. geta hafa látið lífið í nauð- ungarvinnunni, því áætlað var af sjónarvotti að dánartala fanganna þar væri 30% á ári. Alt eru þetta getgátur. En vist er um það. að hagfræðilega cru um 10% af íbú- um Rússlands týndir. ' Hingað til hefi jeg aðeins stuðst við opinberar heimildir frá stjórn- arvöldum Ráðstjórnarríkjanna Um ástandið í nauðungarvinnu- flokkunum og það, hve margir hafa verið sviftir borgararjett- indum í Rússlandi eru aðeins einka- heimildir fyrir hendi, svo sem rit

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.