Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 32

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 32
682 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Yfirráftastefiian í staft liugsjóna „draumórar“, „rómantik" og til- finningavæmni“, skýtur ósjálfrátt upp í hugum manna, — jafnvel sannfærðra kommúnista. Reynsla þeirra og sá raunveruleiki, sem blasað hefir við þeim í Rúss- landi undanfarin tuttugu og fimm ár hefir gert þá kaldhæðna. Og vegna þess að þeir hiafa viljað trúa því, að Rússland og sósialismi væri eitt og hið sama, þá hafa þeir gleymt því, hvað sósialismi er í raun og veru. Án þess að skapa mönnum nýjar hvat- ir og hugsjónir í stað þeirra hvata sem bera auðvaldsskipulagið uppi, — getur eðlileg þjóðfjelagsstarf- semi ekki farið fram, og þjóðar- líkaminn lamast. Þjóðfjelag, sem ekki er reist á heilbrigðum hvötum og hugsjór.um og á engin siðferðileg verðmæti, mun, hversu sem fjárhagske-rfi þess kann að vera farið, annað- hvort tortímast í ógnaræði og stjórnlevsi, eða liggja eins og lífvana hrúgald undir svipuhögg- unum. Við því var ,ekki að búast, að byltingarhugsjónin frá 1917, gæti hrósað sigri án mikilla erfiðleika og hindrana, á þeim miklu breyt- ingatímum, er yfir stóðu. En saga Ráðstjómarríkjanna er ekki saga sóknar og undanhalds á víxl. Eog- lína þróunarinnar rís jafnt og þjett fyrsta áratuginn. fram tíl 1925, en úr því leitar hún sííelt niður á við, þar til svo er kcmið að lokum, eftir tuttugu ár frá því að tilraunin hófst, að undantekn- ingarlaust og á öllum sviðum lífs- ins, hefir verið fallið frá hiuum nýju hvötum og hugsjónum, en þær gömlu, sem fleygt hafði ver- ið út á hlaðvarpann, verið teknar upp í þeirra stað. Ófriðurinn hefir flýtt fyrir þess- ari þróun og fullkomnað hana. Það var táknrænt að fleiru en einu leyti, er hinn orthodoxi erkibiskup Sergius var kórónaður í dóm- kirkjunni í Moskvu 12. septem- ber 1943, og þar með opinberlega viðurkendur biskup yfir öllum Rússum. I því var fólgin játning ráðstjórnarinnar á því, að henni hefði ekki tekist að skapa mönn- um nýja trúarhugsjón, ný sið- gæðileg verðmæti, nýja trú, sem menn væru reiðubúnir til að lifa og deyja fvrir. Beri ráðstjórnarvinurinn það fyrir sig, að ekki sje hægt á tíma einnar kynslóðar, að skapa nýtt andlegt viðhorf, þá ætti hanr> að kynna sjer sögu siðabótarinnar, sögu múhameðstrúarinnar eða endurreisnartímabilsins. AHar ómengaðar andlegar byltingar hafa breiðst út með stórstraums- hraða og tilfinningaöflin, sem bau leystu úr læðingi, hafa aftur gagn- bleytt hinar gömlu, skrælnuðu trú- arskoðanir manna. Og þó höfðu þeir Lúther, Mu- hamed og Galileo hvorki blaðaein- okun eða útvarp til að styð.jast við. Á síðari ái'um hefir Nazism- inn sýnt, að hægt er að breyta hugsunarhætti fjölmennrar þjóðar á miklu styttri tíma. Innan tíu ára var dulfræði nasismans komin á í Þýskalandi í stað kristindóms og húmanisma. Ráðstjórnarvinirnir halda því fram, að ein af ástæðunum fyrir endurreisn rússnesku orthodoxu- kirkjunnar, hafi verið sú, að vinna með því hylli Balkanþjóðanna. Þetta er að öllum líkindum rjett, en það sannar aðeins það, sem vjer höfum haldið fram. Það sýnir, að til þess að geta vænst stuðnings erlendis frá eða heima fyrir, þurftu rússnesk stjórnarvöld að færa sjer í nyt trúarhvatir maima, einmitt vegna þess að sósialism- inn, eins og hann er framkvæmd- ur í Rússlandi, hefir ekki nægi- legt andlegt aðdráttarafl. Það er annar uppvakningur, sem á hann skyggir: Alslavastefn- an (Panslavi&minn). Al-slava-þing hafa verið haldiiv árlega í Moskvu frá því árið 1941, og hafa sótt þau fulltrúar frá Pól- landi, Tjekkoslovakiu, Búlgaríu, Jugóslavíu, Montenegro o. fl. Ræð- ur þær, sem fluttar hafa verið á þessum þingum, mundu hafa þótt afturhaldskendar, jafnvel árið 1910. Föðurland verkalýðsins hafði ennþá einu sinni gerst leiðtogi allra Slava. Höfuðandstæðingur- inn var ekki lengur auðvaldsskipu- lagið heldur erfðafjandi allra slavneskra þjóða, — þýski innrás- arlýðurinn“. (Orð Berlings hers- höfðingja á fjórða Al-slavaþmg- inu). Þeir ráðstjórnarvinir, sem ráð- ast með mestu offorsi á Pan-ger- mönsku stefnuna, eru oft hlyntir Al-slavastefnunni. Hún minnir þá á rússa-skyrtuna og balalaika, (rússneskt strengjahljóðfæri. — Þýð.), sem eru, eins og kunnugt er, óaðskiljanlegur hluti sósialism- ans. En í heimi staðreyndanna er Al- slavastefnan kynþátta hreyfing, scm notuð hefir verið til fram- dráttar rússneskri yfirráðahneigð og Alríkisstefnu (Imperialisma). Markmið hennar hefir verið að ná yfirráðum yfir Dardanellasundi og fá aðgang að Eystrasalti, Eyja- hafi og Adriahafi. Og markmiðið er hið sama enn í dag. Með því að leysa upp alþjóðasamband verkamanna, en endurreisa í bess stað rússnesku orthodoxukirkjuna og vekja upp aftur Alslavastefn- una, sagöi Rússland að fullu og öllu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.