Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 22
LESBÓK MOPvGUNBLAÐSINS C, 72 VerklýðsfélöiJ verkfæri eiiiræöi^fjörnar árum eftir, höfðu verkalýðsfje- iögin með verksmiðjunefndum og eftirlitsnefndum sínum raunveru- leg yfirráð yfir auðlindiim lands- ins og björguðu landinu frá hruni og stjórnleysi. En þegar hin fjárhagslega ný- skipun (NEP) hófst, mistu þau aðstöðu sína til áhrifa á fjármál ríkissins, en gátu þó ennþá gætt brýnustu hagsmuna verkamanna. Er skrifstofuvald Stalins kom til sögunnar á árunum eftir 1925, varð gagnger brevting á starfsemi og högum verkalýðssamtakanna. Er byrjað var á fimm ára áætl- uninni voru'þau sameinuð skrif- stofuvaldi ríkisins. Hlutverk þeirra var nú ekki lengur að gæta hagsmuna verkamanna heldur áttu bau að herða á vinnuaganum og sjá til þess, að hámarksafköst- in yrðu aukin. Þessi fjelagsskapur, sem áður hafbi verið athvarf og vöm verka- mannastjettarinnar var nú orðinn verkfæri í hendi ríkisvaldsins til þess að kúga verkamenn. Allar þær tilskipanir og bga- fyrirmæli, sem getið hefir verið hjer að framan, — um refsingu fyrir brot gegn vinnuaganum, um vinnubækur og lengi’i vinnutíma o. s. frv. — voru samþyktar opin- berlega samkvæmt meðmælum verklýðssamtakanna, enda hófust þessi lagaboð venjulega á þessum formála: „Samkvæmt tillögu mið- stjórnar verkalýðssamtakanna, hefir æðsta ráð Ráðstjórnarríkja- sámbandsins ákveðið að Verkalýðsfjelög Ráðstjórnar- ríkjanna eru skipulögð sem fag- fjelög eftir framleiðslugreinum og í þeim eru allir þeir, sem við fyr- irtækin vinna, jafnt framkvæmd- arstjórinn og verkstjórinn sem þvottakonan. Kosningar fara fram á starfsmannafundum verksmiðj- unnar og leggur þá formaður sveitaráðs eða hjeraðsráðs fram' frambjóðendalista, sem greidd eru atkvæði um með því að allir rjetta upp hendina í einu. Stefnuskrá verkalýðsfjelaganna er best lýst með því að tilfæra hjer ummæli tveggja af fremstu leiðtogum þeirra: „Það verður að vera algjör- lega á valdi forystumanna iðn- aðarins að ákvarða launastig- ann. Þeir einir verða að draga markalínuna. (Andrew í Pravda, 29. des. 1935. Meyer, Politics. N. Y. marz 1944). Til þess að komið verði á skynsamlegu launakerfi og vinn- an verði skipulögð á hagkvæm- an hátt, er nauðsynlegt að for- ráðamenn iðnaðarins og tækni- legir framkvæmdastjórar taki þessi mál þegar í sínar hendur og beri ábyrgð á þeim. Þetta er einnig gert vegna þess, hve nauðsynlegt er að valdið sje að mestu í eins manns hendi og til þess að tryggja fjárhagslega afkomu fyrirtækisins. [Verka- mennirnir] .... mega ekki rísa til varnar gegn stjórn sinni. Það er fortakslaust rangt, og er hið sama og að taka völdin úr höndum stjórnarinnar. Það er gjörspilt tækifærisstefna, runn- in undan rifjum vinstriflokk- anna og miðar að því einu að svifta einstaklinginn áhrifavaldi sínu og hindra framkvæmdar- stjórnina í starfi sínu. (Wein- Politics, N-Y. marz 1944)’. berg í Trud. 8. júlí 1933. Meyer, Nú spyrjum vjer: Hvaða ástæðu hafði ráðstjórnin til þess að taka upp þá stefnu, sem lýst hefir vcrið í þessum kafla og köflunum næst á undan? Ekki vil jeg halda því fram að hún hafi farið svona að ráði sínu gegn betri vitund, og því síður vil jeg væna hana um að hún hafi hallast að stefnu gagn- byltingarmanna. Slíkar fullyrðing- ar mundu minna um of á hinar neikvæðu baráttuaðfei’ðir komm- únista. Til þess að komast að skyn- samlegri niðurstöðu, verðum vjer að telja það víst, að stjórninni hafi gengið gott eitt til, er hún greip til „bráðabirðgaráðstafananna", sem hún af áróðursnauðsyn varð að fela undir viðfeldnara gerfi. Augljóst er hverjar voru meg- inástæður þess, að lagt var út á þessa braut: það voru engar hug- sjónir fyrir hendi er örvuðu mtnn til að auka framleiðsluna. Því var gripið til peninganna sem hvatn- ingarmeðals. Menn gátu ekki beygt sig undir vinnuagann af frjálsum vilja. Þessvegna varð að halda hon- um uppi með þvingunarráðstöfun- um. En hvorug þessara ástæðna getur rjettlætt það, hve hóflaust stjórnin hefir beitt þessum aðferð- um. En það, sem kemur til að vega þyngst, er sagan kveður upp dóm sinn um rússnesku þjóðfjelagstil- • raunina, er sú óhrekjanlega stað- reynd, að þær hugsjónir, sem eru meginstoðir sosialismans, hafa hrunið. IX. Löggjöf Rússlands. Eftir eyðileggingu þá, er le’ddi af borgarastyrjöldinni, og hung- ursneyðina, sem ríkti í landinu, komust börn svo tugum þúsunda skifti á vergang eða mynduðu með sjer flokka ungra glæpamanna. Urðu þessi börn almenningi hin mesta plága og þjóðfjelaginu og stjórninni hið erfiðasta vandamál. Yfirvöldin kölluðu þessa umkomu- leysingja „Besprisorny" — b. e. frávillinga eða flækinga. Vergangsbörn þessi voru mikil- vægur þáttur í erlendri áróðurs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.