Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÖSINS 06o Ueróp koiiiiiiuiiista áifl §(utiniiig§ Uitier hverju lagaboði eða ræðu, sem frá forráðamönnum Rússlands kemur, hvort heldur það gerist heima fyr- ir eða á alþjóðavettvangi. í þessu efni kemur einmitt til greina hin aldagamla deila um það hvort tilgangurinn helgi meðalið — öll meðöl. Jeg mun ekki ræða hjer hina siðfræðilegu hlið bessa máls. — Frá raunsæissjónarmið- inu einu getur vel verið, að það hafi verið Rússlandi til fram- dráttar að beita hlífðarlaust að- ferðum Macchiavellis, en það hef- ur orðið til að spilla, afskræma og að lokum eyðileggja hina al- þjóðlegu byltingahreyfingu, og fyrir það hefir bestu mönnum verkalýðsstjettarinnar í Evrópu verið fórnað. Tiltæki eins og það að draga hakakrossfánann við hún og láta hljómsveit Rauða hersins leika nasistasönginn á flugvellinum í Moskvu við ko.mii Ribbentrops þangað, hefði mátt líta á sem kuldalega tækifærisstefnu, ef það hefði átt sjer stað í einhverju af auðvaldsríkjunum. En það fær aðra og dýpri merkingu þegar það skeður í „föðurlandi verkamanna og bænda“. Það, sem á hefir unn- ist með þessu verður ekki metið til jafns við þann gífurlega hnekki sem jafnaðarmannahugsjónin beið við það siðferðilega. Tiltæki sem þetta verður ekki metið á dauðan stærðfræðilegan mælikvarða, því að afleiðingar þess eru óútreiknanlegar. Báðum megin jöfnunnar eru óþektar stærðir. Menn hafa gleymt því of fljótt, að hrun Frakklands 1910 var ekki eingöngu að kenna starfsemi fimtu herdeildar hægriflokkanna. Herój) kommúnista, að þetta væri „styrjöld hinna ríku og óviðkomandj hinum vinnandi stjettumátti ríkastan þáttinn í því að lama baráttukjark franska hersins. Ilver getur með nokkrum rjetti fullyrt það að ávinningur Rússa af þessari utanríkismálastefnu þeirra, vegi upp á móti því mikla tjóni er hlaust á fyrstu vígstöðv- um styrjaldarinnar? A árunum 1939—1941 hjeldu blöð „komintern“, og starfsemi uppi óduldum andróðri gegn bandamönnum til þess að þóknast Hitler. Tveim árum síðar var „komintern" ieyst upp, að því er fullyrt var, til þess að þóknast Churchill og Roosevelt. En það er ekki hægt að „reka úr vistinni“ stofnun eins og al- þjóðasamband verkamanna, rjett eins og það væri þjónn, sem ekki væri not fyrir, og ráða annan á morgun. Það er ekki hægt að fara með hugsjónir, skoðanir og fórn- arvilja miljóna manna af öllum þjóðernum eins og tölur á pappír. Hið sama gildir um almenning í Rússiandi sjálfu. Það er aiment viðurkent, að stjórnmálaleg ment- un sje meginskilyrði þess að geta skilið sósialismann. Það er enn- fremur játað, að rússnesk albýða sje svo ómentuð, að áróðursstárf- semin þar heimafyrjr þurfi að vera sjerstaklega óbrotin og auð- skilin. Hvers árangurs er því að vænta þegar áróðurinn er í algerðri mót- sögn við sjálfan sig frá degi til dags? Hann verður óhjákvæmi- lega sá að fólkið, sem veit ekki sitt rjúkandi ráð vegna mótsagnanna, sem það greinir óljóst í öllum háv- aðanum, sjer sitt óvænna og r-ætt- ir sig við þá staðreynd, að stjórn- mál sjeu óskiljanleg, gefur skil- yrðislaust upp alla gagnrýni og felur sig forsjá leiðtoganna. Þannig sækir í sama menning- arhorf og ríkti fyrir byltinguna. En mönnum er þó búin nokkur hughreysting í sárabætur. Syiftir rjettinum til að dæma, teru þeir hvattir til að fordæma. Sjeð er fyr- ir fórnarlömbum, sem menn geti látið bitna á gremju sína og óánægju. Nýr og óviðjafnanlegur pólitiskur orðaforði, svo sem „óð- ir hundar“, „djöflar“, „hyenur“ og „syfilisgepill“ er kominn í stað orða, sem áður voru notuð til að láta í ljós pólitiskan ágreining. Hámarki náði endurreisn þess- arar sósialistisku menningar þeg- ar teknar voru upp aftur opinber- ar aftökur til dægrastyttingar fyr- ir fólkið. Þrjátíu til fjörutíu þús- und manns voru viðstaddir aftök- urnar eftir Kharkov-rjettarhöldin. Aftökurnar voru kvikmyndaðar af mikilli nákvæmni og nærmynd tekin af sjálfri hengingunni. Síðan var myndin sýnd um gjör- valt Rússland og jafnvel víða er- lendis. Atburðinum lýsti frjetta- ritari The Times, sem hafði sjer- staklega verið falið að vera við- staddur (31. desember 1943), með þessum orðum, sem eru svo þrung- in samúð og hrifningu, að þau eru þess verð að þau sjeu tilfærð: „.... Rjettarhöldin sjálf voru veigamikill þáttur í hinu mikla menningarstarfi. Þau fullnægðu ekki einungis hinni brennandi þrá eftir strangasta rjettlæti, heldur sýndu þau hinum mikla mann- fjölda, sem safnast hafði saman á torginu, — insta kjarna þýsks hugarfars og spillingar —. Og sveitafólkið, „er í þrjá daga, eftir að aftökurnar höfðu farið fram, horfði á skrokkana hanga, sá ves- aldóm óvinarins og hinar gífur- legu veilur fasismans .... Vögn- unum, er hinir dæmdu menn sióðu á, var ekið burt, og við það f.jellu þeir hægt út af þeim. Hófst þá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.