Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 6
656 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sigrarnir þö^uAu gagiirýni í bili ferd sína með því að þjóðin hafi tekið í sínar hendur framleiðslutækin og afnumið ágóðahvötina. Og því er hald- ið fram, að meðan þessi grundvöllur haldist, beri að líta á Rússland sem sósialist- iskt ríki. og því eigi vinstri öflin um heim allan að bera það fyrir brjósti. Enda þótt þau i‘ök, sem borin eru fram til varnar Soviet-Rúss- landi taki tíðum breytingum, falla þau þó jafnan á hverjum tíma undir einhvern af þeim sex liðum sem að framan getur. Vér skulum því athuga þá nánar. II. Veyna þess hve annarlegur er hugsunarháttur manna á ófriðar: tímum, þá orka rök þau sem til- færð eru undir fyrsta tölulið hér að framan, mest á tilfinningar þeirra, enda þótt þau sjeu veiga- minst, og jafnvel þó að þeir hafi nokkurn politískan þroska til að bera. Sigrar Rauðahersins vcktu meðal almennings í Evrópu gevsi- mikla aðdáun á Rússlandi er þagg- aði niður alla gagnrýni á því. Það væri fjarstæða að gera lít- ið úr baráttuhug Rússa eða hern- aðarmætti Soviet-ríkisins. .Sigur- inn yfir *þýska hernum, var frá- bært sögulegt afrek, þó að það á engan hátt væri kraftaverk. Soviet-Rússland er meir en helmingi fólksfleira en Þýskaland, framleiðsla þess á sviði iðnaðar var samkvæmt hagskýrslum ríkis- ins árið 1939 jafnmikil og fram- leiðslugeta Þýskalands og hinar hrjóstrugu viðlendur Rússlands og veðurfar þar eru ómetanleg atriði til varnar gegn innrásarþjóð. Þessvegna var að óreyndu, eng- in ástæða til að ætla að Þjóðverj- ar mundu sigra Rússa, jafnvel þó ekki væri tekið tillit til aðstoðar Bandaríkjanna og hins breska heimsveldis. Þol og . forlagatrú rússnéska hermannsins er höfð að orðtaki. Árið 1815 sigruðu þeir Napoleon. Árið 1914 var framleiðslugeta Rússlands á sviði iðnaðar minni en einn -fimmti hluti af fram- leiðslugetu Þýskalands. I hinni frægu sókn Brussilová geystust menn í fyrstu sóknar-línu fram, búnir rifflum og góðum hermanna- skóm, í annari sóknarlínu höfðu menn aðeins skóna, en í þeirri þriðju hvorki riffla nje skó. Þeir urðu að taka þá af fjelögum sín- um, er lágu dauðir í valnum. Engu aðíSÍður hjeldu þeir áfram að berjast í meir en fjögur ár, — i'yrst fyrir Tsarinn, þá fyrir Kerensky og að lokum fyrir Bolse- vika. En hjer, sem í Þýskalandi, skall byltingin ekki á fyrr en her- inn var orðinn örmagna og birgð- ir voru þrotnar. I áróðri sínum hafa Rússar fullyrt að sigur herja þeirra árið 1944 sje sönnun um kosti Stalin- ismans og yfirburði hans yfir stjórnarkerfum annara landa. Ef þetta væri rjett þá gætum vjer einnig ályktað sem svo, að sigur Rússa 1815 hafi verið sönn- un um ágæti keisarastjórnarinnar og yfirburði þrælahaldsins yfir meginreglum frönsku stjórnar- byltingarinnar. Og eins mætti álykta um allar aðrar þjóðir, er þátt taka í þessum ófriði. Enginn her ann fána sínum eins heitt og japanski herinn. Eftir því ættu hinir hugdjörfu verjendur Salamaua, sem börðust meðan nokkur maður stóð uppi, og voru mestmegnis úr flokki óbreyttra verkamanna og bænda, eins og þeir sem vörðu Stalingrad, með hinni dáðríku fórn sinni, að vera sönnun þess, að stjórn Mikadósins sje mesta framfarastjórn í heimi. Jeg veit að í eyrum hinna sann- trúuðu láetur þetta sem guðlast, en hjer er ekki um tilfinningar að ræða, heldur það hvað leyfilegt sje, er draga skal rökrjettar álykt- anir. Enginn mun neita því, að þýski herinn barðist af frábærri hreysti, en sannar það að Nasisminn hafi á rjettu að standa, og að þeir, sem flett hafa ofan af hryðjuverkum Gestapó sjeu slefberar og eigi að halda sjer saman? Kínverjar börðust í bví nær tíu ár einir, gegn ofurefli hins ja- panska árásarhers. Ætti hinn vest- ræni verkalýður því að taka upp þjóðfjelagskerfi Kína? Veilurnar í slíkum röksemda- færslum eru auðsæjar og þó ork- ar Soviet-goðsögnin svo sterkt á tilfinningalíf manna, að jafr.vel hinir mentuðustu menn gleypa at- hugasemdalaust við þeirri kenn- ingu, að Rússar berjist hraustlega af því að þeir viti fyrir hverju þeir sjeu að berjast, en hins vegar berj- ist hinir afvegaleiddu og ofstæk- isfullu Þjóðverjar, Japanar o. s. frv. vel af því að þeir viti ckki fyrir hyerju þeir berjist. Ef hugdirfska hins þýska her- manns er engin sönnun þess, að Nasisminn sje æskilegur, þá sann- ar hreysti rússneska hermannsins ekki frekar að Stalinisminn sje eftirsóknarverður, — nema því aðeins að maður skoði það sem staðreynd , að órannsökuðu máli (a priori) að Stalinisminn sje góð- ur en Nasisminn illur. Með öðr- um orðum: með því að setja for- sendurnar í stað ályktananna. Sagan sýnir, að undir baráttu- þrek herja renna margar stoðir og er áhugi þeirra og trú á mál- efnið sem bai'ist er fyrir aðeins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.