Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 10
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS CfiO FerAalö^ böiinuA iim laniliA Japan á 18. og 19. öld. t Rússlandi kom iðnaðarbyltingin á eftir ör- eigabyltingunni og bví finnst áróð- ursstarfseminni rússnesku rjett- mætt að benda á nýjar verksmiðj- ur, sem reistar hafa verið og nýj- ar járnbx*autir, sem „frábær sig- urtákn sósialismans". Þessi loddaraleikur með orð. á sína sögu. Það má rekja hann til hinna frægu orða Lenins: „Sósial- ismi er ráðstjórn að viðbættri raf- mögnun“. Lenin átti með þessum orðum við það, að sósialismi væri aðeins mögulegur í landi með nú- tíðamienningu, þar sem iðnaður væri á háu stigi, og iðnaðarverka- mennirnir hefðu forustuna fvrir íbúum sveitanna, sem væru á eftir tímanum. Hann hélt því með öðr- um orðum fram, að iðnaður á háu stigi væri frumskilyrði þess, að hægt væri að stofna sósialistiskt þjóðfjelag. Þessum frumsannindum hefir áróðursvjel Stalins hagrætt svo, að fjöldinn fór að trúa því að sósialismi og það, að reisa verk- smiðjur væri eitt og hið sama. Menn litu ekki á Dnjeper-stífl- una, Turk-Sib jarnbrautina, Hvítahafs-skurðinn og neðanjarð- arjárnbrautina í Moskvu o. s. frv. sem athyglisverð verkfi’æðileg af- rek, sambærileg við samskonar verk í Englandi og Ameríku, held- ur sem eitthvað einstakt, sem heimurinn hefði aldrei áður sjeð, sem meginkjarna, blóma og full- komnun hins eina sanna sósial- isma. Allur borri rússnesku þjóð- arinnar trúir því í raun og veru, að Moskva sje eina borgin í ver- öldinni, sem geti státað af neðan- j arðar j árnbrau t. Hin dáleiðslukendu áhrif bess- arar áróðursjöfnu: Sósialismi = iðnaður á háu stigi, voru þau að menn gleyptu ekki aðeins við henni heimafyrir, í Rússlandi, heldur tóku Rússlandsvinirnir er- lendis í hinum gömlu iðnaðarlönd- um henni ernnig tveim höndum. Dnjeperstiflan og neðanjarðar- brautin í Moskvu, riissneska há- loftsflugið og heimskautaleiðangi*- ai’nir, rússneska flugtæknin og eldvörpurnar, — alt var þetta hin- um sanntrúuðu Soviet-vinum, sem einskonar helgir dómar. Þessi sefasjúka tilbeiðsla ráði hámarki sínu í allri þeirri aðdá- un, sem þyrlað var upp umhverfis sósialistisku kven-leyniskyttuna Ludmilla Paivlitcíienko, sem skot- ið hafði 137 Þjóðverja með sósial- istiskri hæfni og lýsti afreki sínu fyrir blaðamönnum auðvaldsins með sósialistiskri raunsæi. Það sem hjer er með breyttu letri, er orði’jett tekið úr rússnesku blöð- uniim. Hin aðferðin, að leggja áherslu á sjerstætt atriði og iieimfæra það upp á heildina, er óbrotnari: Ferðamönnum, blaðamönnum og ljósmyndasmiðum eru sýndar fyr- irmyndar-verksmiðjur, fyrirmynd- ar-dagheimili fyrir börn, fvrir- myndar-verkamannaklúbbar og heilsuhæli. Þessara gæða nvtur kanski einn hundraðshluti þjóðar- innar, en kjöx hinna 99 hundraðs- hluta eru ekki „sýnd á myndinni“. Fyrir ófriðinn sem nú geysar, gátu menn farið frjálsir ferða sinna í hvaða’ menningarlandi sem var, ef vegabrjef þeirra var í lagi. Þetta gilti jafnt um fasistaríkin, ftalíu og Þýskaland. En í Russ- landi fnáttu menn aðeins ferðast um ákveðin hjeruð. Rússneskir embættismenn stóð- ust ekki reiðari, en er þeim var borið á brýn, að þeir gripu til viðhafnarsýninga til að blekkja menn. Eðlilegasta og sjálfsagðasta leiðin til þess að hrinda þessum aðdróttunum, hefði verið, að af- nema þær hömlur, sem aðdróttan- ii*nar voru reistar á og segja við umheiminn: „Komið og sjáið sjálf- ir“. En Rússar lýstu yfir því, að þetta væri ógjörningur, því að sjerhver útlendingur gæti hæglega verið skemdarverkamaður eða njósnari. Soviet-vinirnir tóku þessa viðbáru sem góða og gilda’ vöru. Það er augljóst hversu mik- il fjarstæða þetta er, þegar þess er gætt, að Þýskaland hafði að minsta kosti jafnmikla ástæðu til að óttast njósnara á árunum 1933 til 1936, er það var að hervæðast á laun. En Þjóðverjar vissu eins vel og Rússar að auðvelt er að dylja fyr- _ ir umheiminum hernaðarleyndar- mál og jafnvel hinar harðvítug- ustu pólitísku ofsóknir með venju- legu lögreglueftirliti, ekki síst í einræðisríkjunum. Leyndarmálið sem Soviet-sam- bandið gætti af svo mikilli kost- gæfni, var ekki hernaðarlegs eðl- is, heldur laut það að lífskjörum og afkomu almennings í landínu. Bak við alla skrautelda hag- skýrslnanna, bak við táknin og stórmerkin, lágu víðerni Soviet- x-aunveruleikans í myrkri og þögn. Þessi raunveruleiki, — hversdags- líf fólksins í Kazan og Saratov, í Ashkabad og Tonnsk, — jafnvel í úthverfum Moskvu, — að ekki sje talað um þvingunarvinnuna í * fangabúðunum við Hvítahafið, eða allar þær miljónir manna, sem fluttir hafa verið sem útlagar til Síberíu og Mið-Asíu, — alt er þetta eins fjarlægt og hulið hinum vestræna áhorfanda eins og sú hlið tunglsins, er frá jörðu veit er hul- in stjörnufræðingnum, sem athug- ar það í kíki sínum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.