Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 673 Lttgleiddar aftöknr 12 ára barna starfsemi ráðstjórnarinnar — á árunum 1920—1930. Hlutverk þessarar áróðursstarfsemi var tví- þætt. Hún átti að vekja samúð manna með rússnesku þjóðinni vegna hinna hræðilegu þjáninga hennar og um leið aðdáun á hin- um nýju uppeldisaðferðum, sem beitt var til þess að leysa þetta mikla vandamál. Ágætust allra hinna stórfeng- legu rússnesku kvikmynda frá þessum tíma, var myndin „Vegur- inn til lífsins", eftir Ekk. Hún sýndi hversu glæpaflokkur for- hertra unglinga var leiddur inn á rjetta braut án nokkurrar þving- unar, valdboðs eða refsingar, en í þess stað með því að halda þeim að heilbrigðum störfum, telja um fyrir þeim og láta þá venjast reglubundnu borgaralegu lífi. Kvikmynd þessi, er fór signrför um allan heim, sýndi á athyglis- verðan hátt afstöðu sósialismans til glæpa og glæpamanna, — af- stöðu, sem reist er á þeirri kenn- ingu að umhverfið móti sálarlíf mannsins. Hugtök svo sem refsing, hefnd og ógnun voru lögð fyrir róða, en í þeirra stað var talað um ráðstafanir til þjóðfjelagslegrar verndar og lækninga fyrir hina afvegaleiddu. Vissulega voru þetta undirstöðu- atriði hinnar rússnesku löggjafar fyrst í stað og hymingarsteinarn- ir undir heimspeki sósialismans. Sjeu þeir teknir í burtu, hrynur alt kerfið. Ef því afbrotamaðurinn, er spilst hefir af umhverfinu, batnar ekki við það að breyta um um- hyerfi, þá hlýtur að vera vonlaust um að hægt sje að bæta hið af- vegaleidda þjóðf jelag vort með því að breyta um stjórnarkerfi. Sje þessu þannig farið, þá hafa íhalds- mennirnir á rjettu að standa. Mannlegt eðli er óumbreytanlegt og mun aldrei geta öðlast þá óeig- ingirni og ábyrgðartilfinningu, sem nauðsynleg er í sósialistisku þjóðfjelagi. Þetta eru undirstöðu- atriði hinnar sosialistisku kenn- ingar, og það mundi ekki hafa þurft að endurtaka þau hjer, ef rökspekingum Ráðstjórnarríkj- anna hefði ekki tekist að hylja svo kjarna málsins, að hann verð- ur varla greindur. Flökkubörnin urðu þannig eins- konar prófmál fyrir stjórnarvöld- in. Hversu fátækt sem landið er, þá hlýtur að vera hægt, ef fyrir hendi er heilbrigð þjóðfjelagsþró- un, að leiða þessa ungu frávillinga aftur inn á „veginn til lífsins“ og láta þá sameinast aftui; þjóðfje- lagsheildinni. Menn verða að minn- ast þess, að því fór fjarri, að þeir væru glæpamenn fyrir arfgenga hneigð, heldur voru þetta munað- arleysingjar, er mist höfðu for- eldra sína í borgarastyrjöldinni, enda voru þeir úr öllum stjettum þjóðfjelagsins. Árið 1934 var kveðinn upp dómur í prófmálinu. Nú var ekki lengur talað um „þjóðfjelagslega vernd og lækn- ingu“, en í þess stað var gefin út tilskipun 7. apríl 1935, þar sem dauðarefsing var látin ná til barna er þau voru orðin fullra 12 ára. Þetta skeði 18 árum eftir bylt- inguna. Flækingarnir og frávill- ingarnir frá tímum borgarastyrj- aldarinnar voru nú orðnir fulltíða menn, en ný kynslóð ungra glæpa- manna, er fæddir voru undir hin- um nýju stjórnarháttum, hafði risið upp, er bersýnilega var svo vonlaust um, að í stað þess að sjá þeim fyrir kennurum og leið- beinendum, voru þessir unglirgar umsvifalaust leiddir til aftöku. Kommúnistar og vinir þeirra hafa þráfaldlega neitað, að ofan- greind tilskipun væri til, því til- færi jeg hana hjer orðrjetta og er hún þýdd úr lagasafni Ráðstjórn- ar lýðve'ldisins (1935, 19—155)’: Ráðstafanir til að bæla niður glæpahneigð unglinga: Tilskipun 7. apríl 1935. O.E. C. (Framkvæmdanefnd æðsta ráðs Ráðstjórnarríkjasambands- ins)’ og S.N.K. (Þjóðfulltrúaráð Ráðstjórnarríkjasambandsins): Með það fyrir augum, að bæla niður sem fyrst glæpahneigð unglinga skipa C. E. C. og S. N. K. svo fyrir: 1. Unglingar frá 12 ára aldri, sem staðnir eru að þjófnaði, ofbeldi, líkamsárásum, lim- lestingum, manndrápi eða til- raunum til manndráps, skulu leiddir fyrir sakamáladómstól og refsað samkvæmt ákvæð- um hegningarlaganna. 2. Þeir, sem staðnir eru að því að hvetja unglinga eða bjóða þeim þátt-töku í glæpum, eða, sem þröngva unglingum til . fjársvika, saurlifnaðar eða til að betla o. s. frv. hafa unnið til fangelsisvistar eigi skem- ur en 5 ár. Lög, sem mæla svo fyrir, að í glæpamálum skuli farið með 12 ára börn eins og fullorðna, eiga enga hliðstæðu í löggjöf nokkurs menningarríkis, — og reyndar ekki heldur með menningarsnauð- um þjóðum. Önnur lög, sem eiga sjer heldur engan líka í löggjöf annara landa, mæla svo fyrir, að skyldulið manns, er strýkur úr herþjónustu til annars lands, skuli dæmt til útlegðar í Síberíu í 5 ár, ef það vissi ekki um glæp hans. Hafi því hinsvegar verið kunn- ugt um glæpinn, er refsingin 5 til 10 ára fangelsi og eignir þess gerðar upptækar. Tilsk. 8. júní

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.