Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 27
• LESBÓK MORGUNBLAÐSINS G77 ..Hreiiisanir** eyddu «jamla flokkniim Alment er álitið að fjölda- aftökurnar eftir rjettarhöld- in, hafi aðallega tekið til æðstu embættismanna ríkisins, — að þær hafi verið síðasti þáttur valda- streitu og átaka milli leiðtoganna, og að Stalin hafi með þeim losað sig við persónulega og pólitíska keppinauta. Við það hafi hann fengið frjálsar hendur og getað framfylgt hinni slóttugu tækifær- is- og málamiðlunarstefnu sinni, sem fullyrt er að hafi ráðið úr- slitunum um að Rússland komst yfir þá miklu örðugleika er steðj- uðu að bæði innan-lands og utan frá. Ef þetta væri rjett, þá hefði „hreinsanirnar" aðeins verið af- leiðing stjórnmálalegra vandræða, sem ráðið hefði verið framúr með því miskunarleysi, sem er einkenn- andi bæði fyrir Rússa í heild og kommúnistaflokkinn sjerstaklega og hefði því aðeins náð til þeirra manna, er höfðu stjórnmál að at- vinnu, en í engu hróflað við und- irstöðu byltingarríkisins. Slík stjórnmálavandræði eru, að öðru leyti en aðferðinni við að leysa þau, sambærileg við ósam- komulag innan ráðuneyta lýðræð- isríkjanna, og þurfa ekki nauðsyn- lega að fá á sig svip gagnbylting- ar og leiða til blóðbaðs. En þessi skýring á „hreinsun- unum“ er algjörlega röng. Þær tóku ekki eingöngu til valdhaf- anna og stjórnmálamannanna, heldur höfðu þær gagnger áhrif á allan kommúnistaflokkinn, frá hinum óbreytta fjelaga til hins æðsta leiðtoga, og gjorbreytti eðli hans. Eftirfarandi skýrsla, sem gefin er út af stjórnarvöldunum, sannar þessa fullyrðingu mína: 17. þing kommúnistaflokks Rússlands var háð í janúar—fe- brúar 1934, — áður en „hreins- anirnar“ fóru fram. 18. flokksþingið var háð í mars 1939, skömmu eftir „hreins- anirnar". Á 17. þinginu voru 22,6% af fulltrúunum gamlir flokksmenn, frá því fyrir 1917, þ. e. frá því fyrir byltinguna. Á 18. þinginu var hliðstæð tala 2,4%. Með öðrum orðum, — að- eins 1/10 hluti hinna gömlu flokksfjelaga hafði lifað af flokks- hreinsanirnar. (Tölur þessar og þær sem á eftir fara eru teknar úr skýrslum kjörbréfanefndar 17. og 18., flokksþings kommúnista, er Schwartz tilfærir í: „Head of Russian factories“ (Social Re- search, N-Y., september, 1942))’; Á 17. þinginu höfðu 17,7% ver- ið flokksfjelagar frá því 1917, þ. e. þeir höfðu gengið í flokkinn á byltingarárunum. Á 18. þinginu var hliðstæð tala 2,6 %. Það lætur því nærri, að á 17. þinginu hafi um 40% fulltrúanna verið flokksfjelagar frá því fyrir borgarastyrjöldina, en aðeins 5% á 18. þinginu. Samanburðurinn vei'ður þó enn greinilegri ef árið 1919 er tekið sem dæmi. Á 17. þinginu voru 80% af fulltrúunum „gamlir“ flokksfjelagar (frá því 1919 eða áður). Á 18. þinginu var hliðstæð tala 14,8%. Um það leyti er 18. flokksþing- ið var háð voru flokksfjelagar alls 1,588,852. Af þeim voru aðeins 20 þúsund, — eða 1,3% „gamlir bolsevikkar," er höfðu verið í flokknum frá því 1917 eða áður. En 1918 var félagatala flokksins 260—270 þúsund, meirihlutinn ungt fólk. Hvað hafði orðið af hinum? Schwartz gerir ráð fyrir að um 14 hluti þeirra hafi látið lífið í borgarastyrjöldinni. Er það vel í lagt. — Þá hefðu 200 þús- und þeirra átt að vera á lífi er 18. þingið sat á rökstólum. En í flokknum voru á þeim tíma að- eins 20 þúsund, — 9/10 hlutar höfðu horfið á árunum 1934— 1939, eins og skýrsla skipulags- nefndarinnar ber með sjer. Og bað voru ekki leiðtogar, jafnvel ekki flokksfulltrúar, heldur óbreyttir flokksfjelagar, verkamenn og bændur, sem höfðu hafið bylting- una og börðust í borgarastyrjöld- inni. „Hreinsanirnar" höfðu gjör- breytt svo kommúnistaflokknum, að hann átti ekkert sameiginlegt með þeim flokki, sem var í fullu gengi á tímum byltingarinnar, nema nafnið eitt og 1,3% af flokksmönnunum. Ráðstjórnarvinurinn mun ef til vill svara því til, að kommúnista- flokkurinn sje enn þá flokkur verkamann og bænda. En, er hann það ? Enn taka hinar opinberu tölur af skarið. Samkvæmt kjör- brjefanefnd 17. þingsins voru 17,3% af fulltrúunum „verka- menn innan framleiðslunnar“. Á 18. þinginu voru engar skýrslur gefnar um það hve margir ajf fulltrúunum voru verkamenn. Ástæðan fyrir því kom brátt í ljós á þinginu sjálfu, því að þar var samþykt, vitanlega í einu hljóði, eins og venjulega, að breyta lögum flokksins á þann hátt, að fella burtu þau ákvæði, er lutu að stjettauppruna flokksfulltrúanna, og sett höfðu verið til þess að tryggja það að flokkurinn yrði jafnan fyrst og fremst flokkur verkamanna og bænda. Kommúnistaflokkurinn í Rúss- landi var því ékki lengur, hvorki að orði kveðnu, nje raunverulega, flokkur hinna vinnandi stjetta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.