Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6G7 Fatækir i»<j> miljónarar Itússlantls Skólastjórinn er einráður um stjórn skólans .... Kennarinn á ekki að veigi'a sjer við að gefa nemendunum fyrirskipan- ir, og honum ber að refsa þeim ef nauðsyn krefur .... (Þetta sagði Potemkin mentamálaþjóð- fulltrúi Rússa á mentamála- fundi Ráðstjórnarríkjanna í ágúst 1943, sbr. Uchitelskaya Gazeta, 7. ágúst 1943). Reynsla hinna bestu kennara hefir fyrir löngu afsannað það skraf, að þvingun eða refsing hafi skaðleg áhrif. Skynsamleg hirting er áhrifameiri en for- tölur. (Pravda, 2. ágúst .1943). Fortölur hindra það, að menn læri að hlýða .... Skólar, sem láta hjá líða að innræta nem- endunum þjóðlegan hugsunar- hátt, leiða til spillingar og hafa þjóðhættuleg áhrif.... (Potem- kin, á sama fundi og áður, sbr. sama blað, sama dagí. Og þannig mætti halda áfram. Alt gætu þetta verið góðar og gildar reglur fyrir enskan menta- skóla af íhaldsamara tagi. VII. Fátæklingar og miljónarar öreigaríkisins. Jeg hefi á það bent, að ekki verði hjá komist nokkru misræmi í launakjörum manna á umskifta- tímum, og að ekki verði deilt á ráðstjórnina fyrir það eitt. En það má deila á hana fyrir það, hve mikill launamismunurinn er, og þá stefnu hennar að auka mismun- inn fremur en að draga úr honum. Þróunin í þessa átt, á rætur sínar í þeirri meginreglu, um há- markstekjur, er^Lenin setti fram í bók sinni „Ríki og bylting“, að engir embættismenn ríkisins, að forseta lýðveldisins meðtöldum, skyldi hafa hærri’laun en fullgild- ur verkamaður. Þetta var ein af þeim þremur meginreglum, sem áttu að vernda einræðisstjórn ör- eiganna gegn spillingu embættis- manna (hinar tvær voru um sam- eining framkvæmdarvaldsins og löggjafarvaldsins og rjett kiós- endanna til að víkja frá embætti hvaða starfsmanni ríkisins sem væri og hvenær sem væri). Jafnræðiskenningin var á fyrstu árum byltingarinnar framkvæmd svo út í æsar, að Lenin varð sjálf- ur, meðan á borgarastyrjöldinni stóð, að fyrirskipa, að leiðtogar þeir er bæru ábyrgð á velferð og lífi fjelaga sinna, skyldu hafa for- gangsrjett til brýnustu lífsnauð- synja. Var það gert til þess að ti'yggja herstjórunum á þessum umbrota tímum ófriðarins nægi- legan svefn og mat og ef mögu- legt værí, rólegan samastað til að vinna við landabrjef sín. Þetta voru forrjettindi, sem veitt voru af brýnni nauðsyn, raunveruleg „neyðarráðstöfun“, en hafði þó °Vfentar og ahnarlegar afleið? ng- ar. Upp frá þessu voru „forrjett- indi ábyrgra leiðtoga“ talin sjálf- sögð og eðliieg á öljum sviðum liins daglega lífs, svo sem dvöl á dýrum hressingarhælum á Krím- skaga, einkabústaður til sumar- dvalar, spítalar eingöngu ætlaðir fyrir „hina ábyrgu“, gistihús og skemtistaðir. Þetta voru þó aðeins forriett- indi til ýmsrar nauðsynjavöru og lífsþæginda, en ekki til peninga. Akvæðin um hámarkstckjur (um 400 rúblur á mánuði) voru enn í gildi um flokksfjelaga, en á þá, sem báru meira úr býtum, hina svokölluðu NEP-menn, þ. e. inn- lenda og erlenda sjerfræðinga, er ekki voru í flokknum, var litið með fyrirlitningu, sem óhjá- kvæmilegt þjóðarböl. Á tímum fyrstu fimm ára áætl- unarinnar varð mismuiiurinn á launakjörum manna enn meirl. En þó keyrði um þverbak með hinni frægu ræðu Stalins í júní 1931, um atriðin sex, því að með henni var hafin baráttan gegn jafnræði í launakjörum. Því var haldið fram, að betta jafnræði í launum bæri að afnema þegar í stað og að fullu og öllu, því það væri ,,af erlendum toga spunnið og stórskaðlegt hinni sosialistisku framleiðslu. Það var kallað „smáborgaraleg heimska“, glæpur gegn ríkinu, nokkurskon- ar grýluorð eins og „gagnbylting“ og „Trotskystefna“. I kjölfar ræðu Stalins fór að venju gífurlegur áróður um land alt, einskonar krossferð á herdur jafnræðisreglunni með þeim árangri, að allur þorri manna sannfærðist um að misjöfn launa- kjör væru undirstöðuatriði sósial- ismans. Ástæðan fyrir þessari nýju stefnu voru örðugleikar þeir, er fimm ára áætlunin hafði mætt. Ilin gífurlega hrifningaralda. sem risið hafði 1927, er því var heitið að „ná og fara fram úr“ auð- valdsríkjunum, hafði hjaðnað að sama skapi sem lífskjör me.nna fóru versnandi í stað þess að batna, enda voru þau orðin verri nú, en þau höfðu verið fyrir byltinguna. Það varð að finna nýja leið til þess að auka og bæta framleiðsl- una, hvað sem það kostaði, — og þessi nýja leið fanst. Hún rar fólgin í þeirri bráðabirgðaráðstöf- un, að menn skyldu fá mismunandi kaup og laun. En sá mismunur varð brátt svo mikill, áð hann „náði og fór fram úr“ því mis- ræmi um tekjur, er menn áttu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.