Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS G59 Einliæf blöð. fullkomið frjjetiabaiiu Þetta var hin raunverulega ástæða fyrir „hreinsuninni“ og rjettar- höldunum. Nú játa kommúnistar í Rússlandi hreinskilnislega hörm- ungarnar frá 1932—1933, en þá var harðlega bannað, að minnast einu orði á það í rússnesku blöð- unum hversu ástatt var í raun og veru. Ekki einu sinni blöðin í sjálfri Ukrainu máttu nefna það. Á hverjum morgni las jeg í Kharkov-blaðinu „Kommun’st", um áætlanir sem hefðu verið fram- kvæmdar og farið hefði verið fram úr, um samkepni milli verk- smiðjuflokka, hverjir hefðu verið sæmdir rauða fánanum, um nýjar risasamstæður í Úyal o. s. frv. Myndirnar voru ými§t af broshýru ungu fólki með fána í hönd eða sjerkennilegu, gömlu fólki frá Usbekistan, síbrosandi og með stafrófskverið á milli handanna. Ekki einu orði minnst á hungurs- neyðina í hjeraðinu eða drepsótt- irnar er geysuðu, eða það, að heil þorp lögðust í eyði. Jafnvel raf- magnsleysið í Kharkov var ekki minst á í blöðunum þar. Þetta var líkara draumi en veruleika. Blöðin virtust vera að tala um eitthvert alt annað land, sem átti ekkert skylt við það líf sem hjer var lifað daglega. Og eins var því farið um útvarpið. Afleiðingin af þessu var sú, að allur þorri manna í Moskvu hafði ekki minstu hugmynd um hvað var að gerast í Kharkov og því síður hvað vaí að gerast í Tashkent, Archangel eða í Vladivostok — tólfstunda járnbrautarferð í burtu og í landi, þar sem stjqrnarerind- rekar höfðu forgangsrjett til ferðalaga, — en þeir ferðalangar ljetu ekki móðann mása. Þetta geysimikla land var sveipað skikkju þagnarinnar og enginn sá, er stóð utan við hring hinna örfáu útvöldu, gat gert sjer nokkra skyn- samlega grein fyrir því hversu ástandið var. Annar þagnarhjúpur einangraði landið frá umheiminum. Erlendar sendinefndir og blaðamenn sátu í Moskvu. Höfuðborgin hafði for- gangsrjett á öllu, — matvörum, eldsneyti, iðnaðarvörum, tann- burstum, varalit, verjum og öðr- um „lúxus“-vörum, sem ófáanleg- ar voru í öðrum landshlutum. Lífs- þægindi þau, er menn nutu þar í borg gáfu enga hugmynd um hversu háttað var í því efni ann- arsstaðar í landinu. Ef hinn óbreytti borgari í Moskvu var fáfróður um það sem var að gerast í hinum fjarlægu hlutum síns eigin lands, þá var fáfræði útlendingsins takmarka- laus. Hann mátti ekki ferðast um nema í fylgd með eftirlitsmönnum frá öryggisþjónustunni, sem voru annaðhvort túlkar, leiðsögumenn, bifreiðastjórar, menn sem hann kyntist „af tilviljun“, eða jafnvel daðurfélagar. Hann mátti ekki gefa sig að öðrum en embættis- mönnum Sovietríkisins og hefði óbreyttur Soviet-borgari afskifti af útlendingum átti hann á hættu að verða kærður fyrir njósnir eða jafnvel landráð. Ofan á ei’fiðleikana sem útlend- ingurinn átti við að etja með að fá rjettar upplýsingar, bættust, að því er blaðamennina snertir, vand- kvæðin á því, að koma þessum upplýsingum út úr landinu. Væri erlendur blaðamaður staðinn að því að smygla úr landi frjettum, sem frjettaeftirlitið hafði bannað, var hann rekinn úr landi, en það vilja hvorki blaðamenn eða vinnu- veitendur þeirra hætta á nema í ítrustu nauðsyn. En hvenær sú nauðsyn er fyrir hendi er oft álitamál, og afleiðingin af þess- ari sífeldu þvingun varð sú, að jafnvel hinir samviskusömustu blaðamenn komust að nokkurskon- ar þegjandi samkomulagi: Þeir símsendu engin ósannindi, og hjeldu sig nauðugir viljugir að tilkynningum stjórnarinnar, en ljetu eftir því sem þeir þorðu, skína í athugasemdir sínar og gagnrýni milli línanna, með hnit- miðuðum, tvíræðum lýsingarorð- um eða sjerstökum stílblæ, sem vitanlega fór fram hjá öllum les- endum öðrum en þeim sem þær voru ætlaðar. Utkoman af öllu þessu varð þannig mynd, af- skræmd af hálfsögðum sannleika og undandrætti. — Á þessari und- irstöðu reisti Soviet-Rússland hina jákvæðu áróðursstarfsemi sína. b. Jákvæður áróður. Áróðursstarfsemi Soviet-Rúss- lands erlendis notar tvær aðferðir, með mjög lofsverðum árangri. önnur er sú, að leggja aðaláhersl- una á hagskýrslur, er sýna alt í stórum dráttum, en ganga fram- hjá smáatriðunum, er einstakling- inn varða. Hin er sú, að leggja áherslu á eitthvert sjerstakt at- riði, sem als ekki er einkennandi, og heimfæra það upp á heildina. Fyrri aðferðin orkar á ímynd- unarafl vort, sem orðið hefur fyr- ir áhrifum frá Ameríku og er mjög næmt fyrir öllum hagskýrsl- um. Ótal tölur um framleiðslu, byggingastai’fsemi, fræðslumál, flutningamál og launamál. eru settar fyrir lesandann, en á bak við allan hávaðann og reykinn er falinn raunveruleikinn um hlut- skifti einstaklingsins og hið dag- lega líf í Soviet-Rússlandi. Að vísu mun enginn neita því, að í Rússlandi varð bylting á sviði iðnaðarins. En svo varð einnig í Englandi, Þýskalandi, Ameríku og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.