Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 33

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 33
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS (183 Menn »ainla timans. nVjjar þjói’ihetjur skilið við sósialismann, en tók í stað þess upp alríkisstefnuna. Hernaðarandi og þjóðemis- rembingur sigldu í kjölfar þess- arar breytingar. Hollustueiði hers- ins var breytt. Rússneski ráð- stjórnarnýliðinn sór áður að „helga allar athafnir mínar og hugsanir því háleita marki, að leysa alla verkamenn undan ok- inu og berjast fyrir velferð Ráðstjórnarríkjasambandsins, fyrir sósialismanum og bræðra- lagi allra þjóða“. Frá því árið 1939 sver hann að „vinna fyrir föðurlandið og ráð- stjórnina til hinstu stundar“. Hinn gamli alþjóðasöngur Ráð- stj órnarríkj anna „International- inn“, var lagður niður 15. mars 1944, en í hans stað kom nýr þjóð- söngur, sem hóf til skýjanna „Rússland hið mikla“, er skapað hefði „Samband hinna frjálsu lýðvelda“, — en hvergi er þar vikið einu orði að alþjóðasamtök- um. Herskólar, sem stjórnarvöldin lýstu þannig, að þeir væru „sk’pu- lagðir á sama hátt og gömlu liðs- foringjaskólarnir", voru stofnaðir 23. ágúst 1943. Embætti umboðs- manna stjórnarinnar í hernum var lagt niður 10. október 1943. Heit- ið „Lífvarðarherdeild“ var tekið upp aftur veturinn 1941—1942. I stað Leninorðunnár og orðu Rauðafánans voru 29. júlí 19^2 stofnaðar nýjar orður, er ker.dar voru við Suvorov, Kutuzov og Alexander Nevsky. Eftir 1935 var smámsaman komið á fót aftur mötunevtum og klúbbum fyrir liðs- foringja og þeim sjeð fyrir þjón- u.m, og innleidd aftur kveðja að hermannasið, og loks voru með til- sldpun 6. janúar 1943 teknir aftur upp axlaskúfar eins og þeir, sem yfirmenn í keisarahernum notuðu. Það hefði verið auðvelt verlc, að finna upp nýjar gerðir tignar- merkja, en tilgangur tilskipunar- innar var bersýnilega sá að vekja athygli á því, á táknrænan og áberandi hátt, að síðustu leifar byltingar-hjegómans væru úr sög- unni fyrir fult og alt. Til þess að vera í samræmi við hinn nýja sið, þurfti að ónýta kenslubækur, sagnfræðirit og jafn- vel alfræðiorðabækur og semja þær að nýju. Þar til „hreinsanirnar“ hófust var Pokrovsky höfuðsagn- fræðingur Ráðstjórnarríkjanna. Hann hafði samið rit sín frá sjón- armiði Marxismans og barist ó- trauðlega gegn þjóðardrambi og hetjudýrkun, í hverri mynd sem var. Árið 1934 var Pokrovsky tek- inn af lífi, en eftirmenn hans urðu, fyrst Shestakov, en síðar Eugen Tarlé. Kenslubók Shestakov í sögu, sem hann hafði fengið verðiaun fyrir, og bar einkunnarorðin: „Við elskum fósturjörðina og verðum að kunna skil á hinni dásamlegu sögu hennar,“ var tekin til notkunar í öllum menntaskólum landsins árið 1936. Undir forustu eftirmanns hans, Tarlés, kom fram nýtt og næsta furðulegt mat á mönnum og viðburðum í sögu liðins tíma. Fram að „hreinsununum“ höfðu leiðtogar hinna miklu múguppþota á sautjándu og átjándu öld, svo sem Bulavin, Stenka Razin og Emelyan Pugachov verið opinber- lega og með réttu viðurkendir fyrirrennarar öreigabyltingarinn- ar. En Bulavin hafði gert upp- reisn gegn átrúnaðargoði Stal- ins, Pétri mikla, og Pugachov, leið- (;ogi tij'ns ái^iuðugfj bændai'v'ðs og námumannanna í Úralfjöllun- um, hafði beðið ósigur fyrir Suvo- rov fursta, en Stalin hafði stofn- að Suvorov-orðuna til heiðurs hon- um. Menn þessir voru því, hvað sem öðru leið, uppreisnarmenn gegn valdhöfunum, og þess vegna sekir. Samkvæmt þessu úrskurð- aði höfuðsagnfræðingur Ráðstiórn arríkjanna, að þessir byltingaleið- togar liðins tíma hefðu ekki verið heiðarlegir stjórnmálamenn, þar eð „hreyfing þeirra hefði ekki verið laus við stigamensku." Með skírskotan til þessa úrskurðar mætti afmá sögu allra byltir.ga, svo sem Spartakusar, Dantons og Lenins, því að enginn þessara bylt- inga var laus við „stigamensku." 1 hinni frægu ræðu sinni 7. nóv- ember 1941, á 24. ársdegi Kommú- nistabyltingarinnar í Rússlandi, ræðu, sem varð upphaf hinnar nýju hetjudýrkunar, komst Stalin svo að orði: „Megi hið glæsilega fordæmi hinna miklu forfeðra vorra, þeirra Alexanders Nevskys, Dimitris Donskoís, Kusma Minin’s, Dimitris Pozharskys, Alexanders Suvorovs og Mikhails Kutuzovs, verða yður hvatning í þessari styrjöld.“ Hin venjulega áróðurs- alda hefur síðan skipað þessum sex mönnum sess meðal verndardýr- linga Rússa hið næsta þeim Marx .og Engels og píslarvottum bvlt- ingarinnar. Meðal þessara .sex goða í hinum riýja helgidómi Ráð- st.jórnarríkjanna voru fjórir furst- ar og einn helgur maður, en eng- inn þeirra hafði beitt sér fyrir þjóðfélagslegum framfaramá'.um. Um Kuzma Minin segir alfræði- orðabók Ráðstjórnarríkjanna, sem gefin var út 1930 (upplagið ónýtt síðar) : „Sagnfræðingar yfirstétt- anna hófu hann til skýjanna og töldu honum mest til gildis, að „hann hefði verið laus við ella stéttarmeðvitund, en hefði barist eingöngu fyrir “hina heilögu móð- ur, Rússland," og reyndu að gera hann að þjóðh®tju.“ — Pozhar.sky fursti var forustumaður Rússa í I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.