Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 29
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS G79 lleljarvist í fangabúðnm Ciliga, Twtskys, Victors Serge o. fl. Jeg ætla hjer að tilfæra frá- sögn manns, sem fyrir skömmu var sjónarvottur að því, sem hann greinir frá. Er það Lucien Blit, einn af leiðtogum jafnaðarmanna- flokks Gyðinga í Póllandi, Er irá- sögniit að nokkru leyti reist á skýrslu, sem hann gaf „Sósialista- fjelagi bandamannavina“ 9. anríl 1943 og sumpart á atriðum, er hann sagði mjer frá sjálfur. Eftir fall Póllands 1939, hafði Blit, sem átti mikinn þátt í að skipuleggja varnir Varsjá, flúið til Vilna, sem þá var undir stjórn Lithaugalands. Frá Vilna fór hann aftur í inars 1940 til Varsjá, sem fulltrúi flokks síns, til þess að taka þátt í leynihreyfingunni þar. Hafði hann meðferðis falsað vegabrjef, gefið út á tilbúið n?fn, Wiscinsky, pólskan bókara. Á leið sinni varð hann að fara um pólskt landsvæði, sem var á valdi Rússa. Rússneskum landa- mæravörðum tókst að hafa hendur í hári hans 30. maí 1940 og settu þeir hann í varðhald. Hann ljet þó ekkert uppskátt um það hver hann væri í raun og veru nje um erindi sitt, enda var flokkur hans deild úr öðru alþjóðasambandi verkamanna, sem bannað var í Rússlandi. Á þessum tímum var alt á ringulreið í Póllandi og tugir þús- unda pólskra manna flýðu frá þeim hluta Póllands, er Þjóðverjar höfðu á valdi sínu, yfir á svæði það, er Rússar höfðu hertekið. Blit þóttist vera einn þessara manna og með hann var farið eins og aðra pólska flóttamenn í Rúss- landi. Hann var settur í Lomza-fang- elsið og haldið þar í 10 mánuði, frá 30. maí 1940 til 30. mars 1941. Klefi hans nr. 81, var á þriðju hæð og var um 4 fe'rmetrar að flatarmáli. f honum var eitt eins manns rúm, sem þeir voru þó jafn- an tveir um, — og á þessum 10 mánuðum hafði hann haft 7 rekkjunauta. Þessir átta menn fengu fyrst að ganga um úti í tíu mínútur 22. janúar 1941 og höfðu þeir þá verið innilokaðir í 236 daga. Næst fengu þeir að viðra sig mánuði síðar, 22. febrúar. Þeim var bannað að lesa, skrifa eða hafa nokkurt samband við um- heiminn. Fyrir brot á aga, svo sem með því að tala of hátt, opna glugga, eða tálga taflmenn úr brauðskorpunum o. s. frv. — var mönnum refsað með því, að heir voru látnir standa í 48 klukku- stundir upp við vegg í ísköldum klefanum og í skyrtunni einni sam- an. En ef brotin voru alvarlegri, voru menn látnir standa í 48 stundir í köldu vatni upp í mitti. Síðari refsingin endaði oft með lömun, brjálæði eða dauða. Yfir- heyrslur fóru venjulega fram að næturlagi og fylgdu þeim barsmíð- ar og hótanir um líflát. Barsmíð- um var einnig beitt við kvenfólk, einkum ungar stúlkur, ef þær voru grunaðar um að vera viðriðnar frelsishreyfingar pólskra stúdenta. Mjög var það algengt að menn yrðu vitskertir eða fremdu sjálfs- morð. í klefa Blits vaknaði eitt sinn um nótt sterkbygður bóndi frá Kolnohjeraðinu og fullyrti að hann væri Jesú Kristur og að tími væri til þess kominn að taka hann af krossinum. Hann var með óráði í fimm daga, en á sjötta degi fóru varðmennirnir á brott með hann .... Ungur Gyðingur, sem flúið hafði frá landsvæði því er var á valdi Nasista, yfir til Rússa, hróp- aði dag og nótt í heila viku: ,,Jeg er ekki Trotsky!“ Ef rannsókn málsins leiddi ekki til neinnar sjerstakrar ákæru á hendur fanganum fyrir politiskar ávirðingar, var máli hans vísað frá, en hann var þó, að viðtekinni venju, dæmdur til briggja og allt að átta ára útlegðar og betrunar- vinnu í fangabúðum, fyrir að hafa farið í leyfisleysi inn á rússneskt landsvæði. Þessi sömu örlög hlutu allir Pólverjar, er leituðu á náðir Ráðstjórnarríkjanna undan harð- ýðgi Þjóðverja. Mál Blits fór fram með þessum hætti: „Aðfaranótt 26. febrúar 1341 fjekk jeg fyrirskipun um að taka saman pjönkur mínar, og var síðan farið með mig niður. Skömmu síðar var farið með mig og nokkra aðra fanga inn í dimmt og allstórt herbergi. Þar vár hverjum okkar rjettur brjefmiði án þess að nokkur skýring væri á því gefin, og okkur skipað að undirrita hann. Á þennan miða voru vjelritaðar þrjár línur. Var það yfírlýsing sjernefndar OGPU í Lomza (rússnesku leynilögreglunnar), sem fjallaði um þessi mál, þess efnis að samkv. 120 gr. hegning- arlaga lýðveldisins Hvíta-Rúss- land, dæmdi hún hjer með M. Wiszinsky til þriggja ára betr- unarvinnu í fangabúðum fyrir að hafa farið á ólöglegan hátt innfyrir landamæri ríkisins. Jeg átti einskis annars úrkostar en að skrifa undir. Og það gerði jeg. Síðar sagði forstjóri fang- elsisins mjer, en hann var oinn- ig formaður sjernefndarinnar, að jeg hefði fengið svo vægan dóm, af því að engar sjerVak- ar ákærur hefðu komið fram á hendur mjer! Margir aðrir, meðal þeirra fyrverandi her- menn í pólska hernum, fengu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.