Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 8
LESRÓK MOIíGUNBLAÐSINS «08 FáírtTði hinna siaiiiiti'iiiiAii ^siinikil istiskt ríki. En bað verður að sanna með haldbetri rökum. Það út af fyrir sig, hversu háttað er hernaði Rússlands, vekur hjá oss þá hugsun, að sje Rússland sósial- istiskt ríki, þá hafi því vandlega verið haldið leyndu, ekki aðeins fyrir umheiminum, heldur og fyr- ir hermönnum landsins og lands- lýð öllum. III. Menn geta neitað staðreyndun- um um Sovietveruleikann bæði óaf- vitandi og vitandi vits. Neiti menn þeim vitandi vits, fellur það undir næsta kafla, en oftast neita menn þeim óafvitandi og er þá fáfræði um að kenna. Fáfræði „hinna sanntrúuðu“ um Rússland eins og það er í raun og veru, er geysimikil. Níu af hverjum tiu fyllast vand- lætingu og vantrúnaði, er þeir eru fræddir á því t. d. að verkfalls- rjetturinn sje afnuminn í Rúss- landi og dauðarefsing liggi við ef út af sje brugðið. Eða ef þeim er sagt, að við kosvingar fái kjósend- ur aðeins að segja já eða nei við frambjóðendalista er stjórnin leggur fram. Þessi fáfræði stafar sumpart af því hve mikíum erfiðleikum er bundið að fá rjettar upplýsingar og sumpart af ósjálfráðum ótta við að verða fyrir vonbrigðum. Það má með nokkrum sanni segja, að því glæsilegri hugmvndir sem menn geri sjer um Rússland. því tregari sjeu þeir til að afla sjer réttrar vitneskju um það. Samfara trúnni er ekki löngun til að vita. Allir lesa biblíuna, en hver les Flavius Josephus? Vegna þess hve vinstriflokkarn- ir voru fúsir, þó óafvitandi væri, til að láta blekkjast, gat áróðurs- starfsemi Soviet-Rússlands unnið þau afrek, sem ekki eiga sinn líka í sögunni. Afrek þessi voru aðal- lega reist á tveim aðferðum: a. Hinni neikvæðu aðferð, — að dylja staðreyndir og b. Hinni jákvæðu, — að halda uppi beinni áróðursstarfsemi. Munum vjer nú ræða þær hvora um sig. a. Staðrevndum leynt. Erlend blöð voru og eru enn bönnuð í Rússlandi. Rússnesk blöð eru enn undir svo strövgu eftirliti, að jafnvel nasisminn í Þýskalandi hefir aldrei gengið svo langt í því efni. I hverri borg í ríkjasamband- inu, og er þá Moskva talin með, koma út tvö morgunblöð. Er ann- r.ð málgagn stjórnarinnar en hitt flokksins. v Öll stjórnarblöðin um gjörvalt landið birta á morgni hverjum sömu forystugreinina, sem annað- hvort er lesin upp í útvarp áður, eða send blöðunum símleiðis. Er þetta sama forustugreinin og birt- ist í Moskvablaðinu Izvestia. öll flokksblöð í landinu birta hinsvegar forystugrein Moskva- blaðsins Pravda. En frjettastofan Tas§ sjer blöðunum á sama hátt fyrir erlendum og innlendum frjettum. Bæjar og sveitafrjettir sjá opinberir starfsmenn um. Afleiðingin af því að frjetta- miðlunin í þessu víðáttumikla landi, er dregin þannig saman á einn stað, er sú, að allur þorri manna er ekki einungis fáfróður um það; sem erlendis gerist, he!d- ur einnig það, sem ber við heima- fyrir, ef það er ekkl alveg við h Ajardyrnar hjá þeim. 'ljer skal tiifært dæmi þess, hvérsu kerfi þetta starfar: Veturinn 19J2—1933 dvaldi jeg að mestu í Kharkov, sem þá var höfuðborg Ukrainu. Þetta var hörmungaveturinn mikla, eftir að fyrsta áhlauoið hafði verið gprt til að taka jarðirnar af bændum og leggja þær undir samyrkjubúskap- inn. Bændurnir höfðu drepið búpen- ing sinn, brent eða falið kornið og voru að veslast upp af hungri og taugaveiki. I Ukrainu einni var dánai talan áætluð um tvær miljón- ir. Að fara um sveitirnar var líkt og að ganga svipugöngin. Á járn- brautarstöðvunum stóðu bændur í hópum með kræklóttar hendur og bogna fætur og beiddust ölmusu og konurnar lyftu upp að vagn- gluggunum börnum sínum, hræði- legum útlits, með gríðarstór tin- andi höfuð, útlimi eins og gi'annar spýtur og uppþembda og fram- setta maga. I skiftum fyrir brauðhleif var hægt að fá ísaumaða ukrainska hálsklúta, þjóðbúninga og rúm- ábreiður. Fyrir skó eða sokka áttu úttendingar kost á því að ganga í eina sæng með hvaða stúlku sem var, ef hún var ekki flokksfjelagi. Framhjá glugganum á hótelher- bergi mínu í Kharkow fór ós'.itin hkfylgd allan daginn. Rafveita borgarinnar hafði bilað og borgin var Ijóslaus og strætisvagnarnir gengu aðeins klukkutíma eða svo á dag, til þess að flytja verka- mennina til og frá vinnu. Ekkert eldsneyti eða olía var til í borginni og veturinn var strangur, jafn- vel á mælikvarða Ukrainu, — alt að 30 stiga frost. Lífið virtist hafa stöðvast og kerfið alt var að því komið að hrynja saman. Af þessum ástæðum komust hinir gömlu framherjar bolse- vikka í andstöðu við Stalin og hófu í örvæntingu sinni, en þó með hálfum hug, samsæri gegn honum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.