Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 34

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 34
G84 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS llin iiiisiliepiiajla tilraun ófriði þeirra á hendur Pólverjum árið 1611. Suvorov fursti barðist gegn stjórnarbyltingunni frönsku, gegn öreigauppreist Pugachovs og gegn Pólverjum. Kutuzov fursti bældi niður bændauppreist, sigr- aði Napoleon og Pólverja. En Donskoi fursti barðist gegn Mon- gólum á fjórtándu öld og er einn af dýrlingum orthodoxukirkj- unnar rússnesku. Listir og bókmentir urðu að sigla í kjölfarið. Listmálarar Eáð- stjórnarríkjanna mála myndir af frækilegum orustum, er Rússar hafa háð á herferðum sínum á liðnum tímum og þeim sem nú standa yfir. Ljóðskáld Ráðstjórn- arríkjanna lofa nú aftur og veg- sama „hina heilögu“ rússnesku móðurmold. Rússneskir rithöfund- ar ryðja nú úr sér bókum um hin- ar gömlu þjóðhetjur Rússlands. Þessar fjórar bækur fengu bók- mentaverðlaun Stalins 1942: Æfi- saga Dimitris Donskoi’s fursta (sbr. hér að framan) eftir Boro- din, Muravi mikli, (þjóðhetja Georgiu, þar sem Stalin er fædd- ur) eftir Antonovsky, Djengis- Kan eftir Yan og uppgjöf Parísar eftir Ehrenburg. Ljóðaverðlaun Stalins sama ár hlaut Gusev. En þektasta kvæði hans hefst á þess- um orðum: „Jeg er rússneskur maður, son- ur Moskvu, arftaki hins rússneska frægðarljóma“ o. s. frv. Verðlaunaleikrit þessa sama árs var ,Vígstöðvarnar“, eftir Korneichuk. Kemur þar fram, meðal annara, gamall bolsev'ka- leiðtogi fi*á tímum byltingarinnar og er hann látinn vera algjör fá- bjáni, enda er hann rekinn úr stöðu sinni áður en lýkur. Sama ár ritaði höfundur „Pjet- urs mikla,“ Alexey Tolstoj, leikrit um ívar grimma, en Eisenstein gerði kvikmynd eftir því. í bók sinni „Stalin og hið eilífa Rúss- land“, segir Kolarz: „Eisen.stein leit svo á, að mest af hryðjuverk- um þeim, sem eignuð eru Ivari, væri uppspuni einn og ýkjur fjandmanna hans utan Rússlands og innan. Er hann bjó kvikmvnd- ina til, réði sú skoðun hans mcstu um gerð myndarinnar, að ívar grimmi, er sameinað hafði Rúss- land og gert það að öflugu ríki og stofnsett hafði fastaher þess, hefði í gjörðum sínum farið að „sögulegri nauðsyn“ “. Eisenstein staðfestir þetta sjálf- ur í viðtali er birtist í blaðinu „Trud“. Endurmatið, sem hér er um að ræða á þessum Caligula Eússlands, svo og sú afsökum fyr- ir ógr.arstjórn hans, að hún hafi verið „söguleg nauðsyn“, ei* hvor- tveggja svo augljóst að skýring er með öllu ónauðsynleg. Það er þingmannaleið á milli kvikmynd- anna „Orustuskipið Potemkin“ og „Ivar grimmi“, — en sá mismun- ur er talandi tákn þess hvert stefnir hin andlega þróun í Ráð- stjórnarríkjunum. Ráðstjórnin hafði horft á það með vingjarnlegu hlutleysi, er nasistar lögðu undir sig, að heita mátti, alla Evrópu. Hún vítti opin- berlega það áform, að hoyja styrjöld vegna ágreinings um lífs- viðhorf (Ideologi). Hún hóf ekki baráttu aö austanveröu, er ró.öist var inn í Frakkland o</ ósigwr Bandamanna var yfirvofandi. Hún greip ekki til vopna fyr en ráðist var á Rússland sjálft og barðist þá til varnar rússnesku þjóðerni og með þjóðernisleg vig- orð á vörum. Þörf ráðstjórnarinnar á því að berjast í nafni Suvorovs en ekki í nafni Marx’s, með þjóösöng í staö alþjóðasöngs, með axlaskúfa frá tímum keisaranna, með vígorð Al-slavanna og blessun síöskeggj- aöra kirkjuhöfðingja, — er end- anleg sönnun þess, að hin örvandi öfl sósialismans vom ekki lengur fyrir hendi. Eldmóðurinn sem byltingin 1917 hafði tendrað í hjörtum og hug- um almennings, hafði smám sam- an dáið út í andrúmslofti því, sem Stalinstjórnin hafði eitrað með hræsni sinni. Þessi eldmóður var nýtt, innra afl, sem var vandfarið með og þarfnaðist stöðugrar uppörfunar og aðhlynningar, bróðurþels og mannúðlegrar hlýju, ef hann átti að dafna og verða varanlegur, og geta að lokum gjörbreytt sálar- ástandi manna, — skapað nýja tegund „homo sapiens liber“ — hinnar frjálsu mannveru. Stjórnarvöldin, sem samgróin voru efnishyggju og haghyggju nítjándu aldarinnar, skildu aldrei hve fortakslausa þýðingu hin andlegu atriði hafa. Þau urðu brátt þreytt á fram- taksleysi og sljóleika bændanna, og í skjóli þeirrar meginreglu. að tilgangurinn helgi meðalið, fóru þau með almenning á sama hátt og farið er með hráefnið í til- raunastofunum. Þau beittu við hann hömrum og meitlum, sýrum og óteljandi áróðurs- „geislum“, með mismunandi bylgjulengdum. í fljótu bragði virtist aðferð þessi bera góðan árangur. Menn virtust trúa öllu, sem þeim var sagt, þeir hylltu leiðtoga sína, unnu eins og vélar og dóu eins og hetjur — eins og vjelarnar og hetjurnar, sem Þjóðverjar og Jap- anir framleiddu. En hið innra með þeim var eldmóðurinn slokknaður, — driffjöðrin brostin, en í hennar stað varð að láta þá fá aftur gömlu driffjöðrina, sem tekin var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.