Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 12
12 0 ' ' 1---------------------------------------------------------------------------------------— Fimmtudagur 18. desember 1975. VISIR Umsjón: Kjartan L. Pálssor AHORFENDURNIR GETA RAÐIÐ URSLITUNUM! „Við getum ekki sagt að við sé- um öfur.dsveröir, en við erum samt staðráðnir í aö berjast til siðasta blóðdropa ef svo má að orði komast”, sögðu þeir félagar, Axel Axelsson og Björgvin Björg- vinsson, þegar við spjölluðum við þá á siðustu æfingu landsliðsins i gær fyrir leikinn við Júgóslaviu i handknattleik i kvöld. „Danmerkurferðin var mjög erfið en við fengum þar dýrmæta reynslu sem við vonumst til að komi okkur að gagni i leiknum. Þar vorum við að æfa upp ákveð- in leikkerfi sem við erum nú að ná tökum á — spurningin er bara sú hvernig til tekst i kvöld”, sögðu þeir félagar. Segja má að aldrei fyrr þurfi is- lenskir handknattleiksmenn jafn- mikið á hvatningu áhorfenda að halda og i kvöld. Hver man ekki eftir landsleiknum fræga hér um árið, þegar islenska handknatt- leikslandsliðið og áhorfendur unnu landslið Frakklands hér 28:15 1973 og með þeim úrslitum tryggði islenska liðið sér réttinn Frakkar voru flengdir Sovétmenn flengdu frakka i handboltalandsleik i Nantes i Frakklandi 31:16, eftir að þeir böfðu náð yfirburðastöðu i hálf- leik 15:4. Leikurinn var liður i undan- keppni ólympiuleikanna og eru austurrikismenn þriöja liðið i riðlinum, öll liðin hafa nú leikið tvo leiki, sovétmenn unnu Austurriki 36:13 og frakkar unnu Austurriki 23:22. Staðan i riðlinum er þessi: Sovétrikin 2 2 0 0 67:29 4 Frakkland 2 0 0 2 39:53 2 Austurriki 2 0 0 2 35:59 0 Enginn einn leikmaður skar sig úr i sovéska liðinu i gær- kvöldi og skoruðu niu leikmenn mörk iiösins. Lagutin var mark- hæstur með 6 mörk, en sá frægi Maximov skoraði 4 mörk. Eins og kunnugt er sækja sovétmenn okkur heim i byrjun janúar og leika hér tvo lands- leiki og vrður örugglega gaman að fylgjast með þessu frábæra landsliði sem af mörgum er besta i heiminum i dag. BB til að komast i lokakeppni HM. Vonandi tekst landsliðinu jafn vel upp i kvöld og i leiknum gegn frökkum 4. des. fyrir liðlega tveim árum — jafnvel þótt and- stæðingarnir séu sterkari nú en þeir voru þá — ætti piltunum að takast að velgja júgóslövunum undir uggum — fái þeir góðan stuðning áhirfendanna — það hefur allt að segja. Viðar Simonarson hefur nú endanlega valið liðið sem leikur i kvöld og verður þannig: Markverðir: ólafur Benedikts- son og Guðjón Erlendsson. Aðrir leikmenn: Ólafur H. Jónsson, Axel Axelsson, Gunnar Einars- son, ólafur Einarsson, Páll Björgvinsson, Björgvin Björg- vinsson, Jón Karlsson, Stefán Gunnarsson, Sigurbergur Sig- steinsson og Arni Indriðason. -BB Jimmy lét ekki sjó sig! Jimmy Rogers mætti ekki á æf- ingu i gærkvöldi hjá 1. deildar- liðinu I körfuknattleik, sem á aö rnæta bandariska liðinu Kose-Hulman í Laugardalshöll- inni á sunnudaginn. Hann og Curtis Carter áttu báð- ir að mæta á þessa æfingu, enda báðir i úrvalinu, en aðeins Carter lét sjá sig. Þegar hringt var i Rogers i gærkvöldi og itrekað við hann að mæta, sagöist hann meiddur, en lofaði að koma þrátt fyrir það — en lét samt ekki sjá sig. Menn vildu halda þvi fram að hann væri miður sin eftir slags- málin við Carter i leik Armanns og KR á þriðjudagskvöldið og væri það ástæðan fyrir þvi að hann hcfði ekki mætt. Mikið hefur verið rætt um þessi slagsmál meöal iþróttaunnenda hér á landi, og er almennt talið að þau eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Carter. Ilómarar leiks- ins hafa kært málið til Aganefnd- ar KKÍ, og er búist við að Carter fái tvo eða þrjá leiki i keppnis- bann, og jafnvel að Rogers fái svipaðan dóm, þó að liann hafi ekki náð að slá „Trukkinn”. t einu blaöanna i morgun er þvi meira að segja haldiö fram, að svo gcti farið, að„Trukknum” verði visað úr islenskum körfu- knattleik fyrir framkomu sina i þessum sögulega leik. Einn iþróttaunnandi — sem sá ekki leikinn — hélt þvi fram við okkur i gær, að svertingjarnir hafi sett þessi slagsmál á svið og verið búnir að ákveða fyrir leik- inn að gera einhvern umtalsverð- an hasar til að auglýsa sig og körfu knattleiksiþróttina hér á landi. Ekki erum við alveg á sama máli — höggin sem þarna voru gefin voru ekki nein „auglýsinga- högg”. Báðir voru miður sín er við töluðum við þá á cftir, og sögðu að þetta hafi verið gert i augnabliks æsingi. Carter var sýnilega búinn að ná sér á æfingunni i gær, og sagðist vera tilbúinn I „slaginn” á móti löndum sinum á sunnudaginn. Vonandi verður Rogers þá einnig búinn að jafna sig á „meiðslun- um” og getur orðið gaman að sjá þá saman i þeim leik. Rose-Hulman er á leið i keppnisferð um Evrópu og verður fyrsti leikur liðsins i þeirri ferð hér. Þetta er m jög gott lið — varð i öðru sæti 'i körfuknattleiks- keppni t ækniskóla í Bandarikj- unum á siðasta ári. Sigraði liðið þá i 12af 16 siðustu leikjum shium i keppninni og hafnaði í öðru sæti eins og fyrr segir. í islenska liðinu á sunnudaginn verða, auk bandarikjamannanna Curtis Carter og Jimmy Rogers, þessir menn: Kolbeinn Pálsson, KR Jón Sigurðsson, Armanni Kolbeinn Kristinsson, tR Kristinn Jörundsson, ÍR Gunnar Þorvarðss., UMFN Stefán Bjarkason, UMFN Torfi Magnússon, Val Bjarni Jóhannsson, KR Kári Marisson, UMFN Björn Magnússon, Armanni. Strákarnir í liðinu X /Hvað geta tekið það þannig.'l / þejr þú sért i einhverju .sérstöku uppáhaldi meö þaðl hafa sitt hef mittl \ Hann hefur skorað 25 mörk í leik tslenskum handknattleiksunnendum gefsi kostur á að sjá einn besta handknattleiks mann i heiminum á fjölum Laugardalshall arinnar i kvöld, þegar landslið tslands of Júgóslaviu mætast þar i undankeppn Ólympiuieikanna. Hann heitir Hrvoje Horvat og er skothark; hans og hittni sögð með ólikindum. Núna ný lega setti Horvat t.d. nýtt markamet i 1 deildarkeppninni i Júgóslaviu i einum leik — þegar hann skoraði 25 mörk, i 32 tilraunum Eldra metið átti hann sjálfur, 20 mörk. mundir og sögðu leikmenn Luxemborgar eft ir leikinn I Júgóslaviu — að þeir hefðu aldre séð annað eins. En við skulum vona að Hor vat hafi hægt um sig i kvöld og islcnsku leik mönnunum takist að gera hann óvirkan. Finnarnir slegnir út Finnska körfuboltaliðið NMKY sigrað belgiska liðið Maes Pils i Evrópukeppn meistaraliða i Turku i Finnlandi i gærkvöld 87:81 eftir að staðan i hálfleik hafði verið jöfi — 43:43. Þetta dugði finnunum samt ekki til að kom ast áfram i keppninni, þvi að þeir töpuði fyrri leiknum i Belgiu stórt — 124:75 og belg arnir halda þvi áfram á betri stigatöli 205:162. —BB Dankersen fékk FIF Dankersen, liðiðsem þeir Axel Axelsson oj Óiafur H. Jónsson leika með i Vestur-Þýska landi, dróst gegn dönsku bikarmeisturunun FIF frá Kaupmannahöfn i Evrópukeppn bikarhafa i handknattleik — þegar dregið vai i átta liða úrslitum Evrópukeppninnar i Bas el i Sviss i gærkvöldi. Eftirtalin lið drógust þá saman: (EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA) Borac Bauja Luka (Júgóslaviu) — Balonmano Calpisa (Spáni). KFUM Fredericia (Danmörku) — VS Sparta (Finnlandi). Slask Wroclax (Póllandi) — Gummerabach (V-Þýskalandi). Fredensborg (Noregi) — Sportis Sofi: (Búlgariu). (EVRÓPUKEPPNI BIKARIIAFA) Universite Paris (Frakklandi) — Bern (Sviss). FIF (Danmörku) — Dankersen (V-Þýzkalandi). Progres Seraing (Belgiu) — Oppsal (Noregi). Amsterdam (Hollandi) — Balonmano Granollers (Spáni). Fyrri umferðina á að leika á timabilinu fr; 2. til 8. janúar og þá siðari 16. til 22. janúar —BB , :ri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.