Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 24
VÍSIR Fimmtudagur re. desember 1975. 6 DAGAR TIL JÓLA Brugðu sér í sund í nótt Fjórir unglingar voru teknir i Sundlaugunum i Laugardal I nótt. Einhverja þörf hafa þeir greini- lega fundiö hjá sér aö fara að synda á þessum tíma, þegar iaug- ar eru lokaðar. Lögreglunni barst tilkynning um þetta rétt fyrir klukkan tvö i nótt. Unglingarnir hafa þá líklega klifraðyfir grindverk til þess að komast inn, og þegar að þeim var komið, sátu þeir i sundskýlum i einum af heitu kerum laugarinn- ar. — EA 2 nýleg pör af karlmanna- skóm hurfu! Að vonum brá þeim i brún mönnunum tvcimur sem koinu út úr ibúö og ætluðu i skóna sina, en sáu þá að skórnir voru horfnir. Þarna var um að ræða tvö nýleg pör af karlmannaskóm. Atvikið skeði i húsi i Austur- bænum, á timabilinu milli klukkan átta og tiu i gær- kvöldi. Mennirnir voru staddir i einni ibúð hússinns og skildu skóna sina eftir á stigapallin- um. Þegar þeir hugðust fara voru skórnir horfnir. Annar maðurinn kærði atvikið til lög- reglunnar, enda skótau orðið dýrt og heldur súrt i brotið að týna þvi svona. — EA Stólu bjór, sígarettum og ófengi Tveir bjórkassar, þrjú karton af sigarettum og þrjár flöskur af áfengi hurfu frá skipverja á tog- aranum Bjarna Benediktssyni sem lá i Reykjavíkurhöfn i gærs 'Það var um klukkan átta sem’ lögreglunni barst tilkynning um að fyrrnefnt hefði horfið. Tveir menn voru grunaðir um að hafa stolið þessu. Þeir náðust og viðurkenndu stuldinn. — EA 3 VARNAR- LIÐSMENN í VARÐHALDI Þrir varnarliðsmenn sitja nú inni á Kcflavíkurvelli. Þeir voru handteknir i gærkvöldi þar sem grunur leikur á að þeir séu viöriðnir fikniefna- mál i Keflavik. í morgun var lítiö hægt að segja um málið, cnda ekki bú- ið að tala viö alla mcnnina. —EA Vörumarkaður Kron í Sundahöfn: Skipulagsnefnd samþykkir — borgarverkfrœðingur ó móti Skipulagsnefnd Reykjavíkur hefur sam- þykkt erindi frá S.I.S. um að framleigja hluta hús- næðis síns inni í Sunda- höfn undir vörumarkað fyrir KRON. Borgarverkfræðingur, Þórður Þorbjarnarson, hefur nú sent hafnar- stjóra álitsgerð sína þar sem hann lýsir andstöðu sinni við þessa samþykkt skipulagsnefndar. Visir hafði samband við borg- arverkfræðing, en hann vildi ekki gera grein fyrir þeim ástæðum sem lægju að baki þessarar álitsgerðar, nema með samþykki hafnarstjóra, þar sem málið væri nú i hans umsjá. Ekki tókst að ná sambandi við hafnarstjóra áður en Visir fór I prentun. Skipulagsnefndin mun hafa veitt heimild til þess að starf- rækja vörumarkað á þessum stað til skamms tima.t.d. fimm ára. E.B. Stórhýsi StS viðSundahöfn þar sem Kron ætlar að opna vörumarkað. — Ljósm. Jim. NAMSLANIN verði verðtryggð að hluta Tillögur Ellert B 1 fyrsta lagi gerir tillaga min ráð fyrir þvi að fleiri skólar verði teknir inn i lánakcrfið. Að öðru leyti gerir tillagan ráð fyrir þvi aö námslánum verði skipt i tvennt. Fyrri hlutinn yrði þá tiltölulega hagstæð ián að fjárhæð allt að 50% af umfram- fjárþörf. Lánið yrði á svipuðum kjörum og nú er, en biðtiminn eitthvaö styttur og vextir hækk- aðir. Seinni hlutinn yrði lán allt upp i 100% af umframfjárþörf en það yrði lánað með fullri verð- tryggingu og á venjulegum vöxtum.” Á þessa leið fórust Ellert B. Schram orð er Visir hafði tal af honum i morgun. Tillögu Ellerts Schram formanns endurskoðunar- nefndar námslána á eftir að ræða i nefnd þeirri, sem hann er formaður fyrir, og endurskoða á námslánakerfið. Ekki er þvi vist að þær nái fram að ganga. Aðspurður um úthlutunar- reglur og fjármögnun sagði Ellert að tillögurnar gerðu ráð fyrir endurskoðun kostnaðar- mats. Hvað fjármögnun varðaði þá væri ráð fyrir þvi gert að rikissjóður stæði undir fyrri hlutanum en lánasjóðurinn sjálfur fjármagnaði seinni hlut- ann með t.d. útboðum. Eftir- spurnin eftir þeim lánum yrði eðlilega minni vegna lánskjara og þvi ætti ekki að vera teljandi erfiðleikum bundið að ná saman nægilegu fjármagni. „Samkvæmt þessum tillögum mundi fyrri hluti lánanna nema um 6 til 7 hundruð milljónum og þvi náegja sú upphæð, sem gert er ráð fyrir á fjárlögum,” sagði Ellert að lokum. Þegar eru fram komnar til- lögur námsmanna, en þeir eiga tvo menn i þessari nefnd. Frá þeim tillögum hefur verið skýrt i fréttum áður. — VS Kirkjusand- ur segir upp kaup- tryggingu Hraðfrystihúsið Kirkju- sandur hf. hefur sagt upp kauptryggingu starfs- manna sinna. Hjá fyrir- tækinu vinna um 150 manns. Arni Benediktsson fram- kvæmdastjóri tjáði Visi i morgun að þetta væri gert vegna hráefn- isskorts. Fyrirsjáanlegt væri að hrað- frystihúsið yrði lokað yfir hátið- arnar. Samkvæmt lögum yrði nú að segja upp kauptryggingunni með fyrirvara. Hinsvegar kæmist allt i samt lag aftur eftir hátið- arnar þegar hráefni færi að ber- ast. — 6T Kvikmyndaver rís við Skipholt Víðsjá sf. hefur fengið úthlutað lóð undir kvik- myndagerðarhús við Skip- holt. Húsið á að rísa vestan Tónabíós. Á myndinni hér að ofan má sjá likan af umhverfi væntanlegs kvikmyndagerðarhúss. Lengst til vinstri og efst sést Tónabió. Vest- an þess sér svo i hið nýja hús. Lengst til hægri má sjá Færey- ingaheimilið. Svæðið milli sjónvarpshúss og Heklu hf., meðfram Laugavegi, verður útivistarsvæði. JÓLASALAN SÍST MINNI EN í FYRRA „Fólk kaupir meira af verð- mætum hlutum nú en áður hefur verið og virðist hreinlega vera aö fjárfesta i hlutum sem koma til með að hækka i verði. Við seijum mikið af demant- skartgripum á biiinu frá þrjátiu til tvöhundruð þúsund, en einnig er óvenjumikil sala i dýrari gripum allt upp i 700 þúsund króna gripúm.” Þetta svar fengum við i Gulli og Silfri er Visirhringdi i nokkr- ar verslanir til að kanna hvort jólasalan i ár sýndi minni fjár- ráð fólks en verið hefði. 1 jólamarkaðinum i Sigtúni er salan sögðálika mikilog ifyrra, en þar er búist við mikilli törn siðustu dagana fyrir jólin. Dæmi eru þess að fólk depli ekki auga við að kaupa jóladót fyrir allt að tiu þúsund krónum. „Salan er svipuð og um sið- ustu jól, en fólk virðist kaupa meira af nytsömum hlutum nú, t.d. ullarvörum,” sagði af'- greiðslustúlkan i tslenskum heimiiisiðnaði. Hvað er orðið af kreppunni? I Adam var salan sögð jafnvel meiri en i fyrra og fólk virðist kaupa þaö sem þvi list best á, en færri hugsa um verðið. t bóka og hljómplötuverslun- um virðist salan sist minni en i fyrra, og eru þessar vörur keyptar mikið til jólagjafa. t Leikfangaveri fengum við þær upplýsingar að sennilega seldist heldur minna magn af leikföngum i ár og algengustu gjafirnar væru i kringum þús- und krónur og frekar minni sala i dýrari leikfönguni. Eftir þessum upplýsingum að dæma virðist jólasalan vera sist minni en i fyrra og sparnað- arviðleitni fólks ekki áberandi þar. Það er þvi kannski ekki ó- eðlilegt að menn velti þvi fyrir sér hvort efnahagur fólks sé virkilega eins slæmur og af hefur verið látið undanfarið. —EB v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.