Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 18.12.1975, Blaðsíða 19
VISIB Fimmtudagur 18. desember 1975. 19 Nú hefur maður lesið i Visi fyrir hvað er eigin- lega verið að borga þegar maður kaupir bók. En nú er úr vöndu að ráða — hvaða bók á að kaupa? Ljósm. Visis: Jim. Fyrir hvað er maður maður eiginlega að borga? ||}ffip'R Þegar bækur eru keyptar, blöskrar mörgum veröið á þeim. „3.400 krónur fyrir ÞETTA! Bókin er ekki nema 200 blaðslöur, og bara með nokkr- um teikningum. Bókbandið er ekki einu sinni neitt sérstakt. Fyrir hvaö er maður eiginlega að borga?” Þannig gætu hugrenningar margra veriö. En þessi spurning: Fyrir hvað er maður eiginlega að borga, er einmitt spurning sem þörf er á að fá svör við. Visir leitaði til Orlygs Hálf- dánarsonar, formanns félags bókaútgefenda, og bað hann aö nefna nyjustu tölur um kostnaðarliöivið bókagerð. örlygur lét blaðinu i té sundurliðun á þremur bókum sem komu út nú fyrir jólin. Allar þessar bækur eru frá bókaút- gáfunni Orn og örlygur. Það kemur i ljós, að það er hreint ekki svo litiö sem verið er að greiða fyrir. Bókarkaupandinn er að borga höfundi bókarinnar hluta launanna sem hann fær fyrir skrifin. Og bókarkaupandinn borgar sinn skeri af öðrum kostnaðarliðum. Hann borgar fyrir prófarkalestur, setningu, prentun, pappir i bókina, bókband, teiknivinnu, t.d. kápu- teikningu og auglýsingar. Ein- hverjar krónur fara svo til bókaútgefanda, fyrir alla fyrir- höfnina. Ekki má svo gleyma þvi að fimmti hluti bókar- verðsins rennur i kvörnina si- malandi, rikissjóð, i formi söluskatts. Verslunin fær svo sitt fyriraöhafa bókina til sölu, greiöa afgreiöslufólki laun, auglýsa skúra gólfin eftir viðskipavininn o.s.frv. Verð bóka er auövitaö mis- munandi, eftir þvi hvað mikið er lagt i þær. 1 fæstum tilfellum eru laun rithöfundar umtalsverð. 1 tveimur þeirra dæma er Örlyg- ur Hálfdánarson nefnir er samanlagður kostnaður vegna rithöfundarlauna og prófarka- lestur ekki nema þriöjunguraf auglýsinga- og teiknistofukostnaöi. Sá sem skapar öllum hinum atvinnu, fær minnst fyrir sinn snúð. En svona hefur þaö alltaf verið og mun vlst verða enn um sinn. Prentsmiöjukostnaöur er mestur. Setjari meö 500 til 700 krónur á timann vinnur stans- laust i nokkrar vikur viö aö setja bókina. Pappir er rándýr, og prentunin sömuleiöis. Þvi er þó ekki þar meö haldið fram að prentsmiðjurnar græði svo mikið. Þær þurfa auövitaö aö borga mannakaup , kaupa vélar og halda þeim við, greiöa fyrir húsnæði o.s.frv. Þaö hefur oft veriö sagt að bókarverö fylgi yfirleitt skyrtu- veröi. Nú vilja margir halda þvi fram, aö skyrturnar séu aö meöaltali ivið dýrari. BÓK A. MIÐLUNGSDÝR Bók B. ALL NOKKRU DÝRARI BÓK C. TALSVERT DÝR. Þetta kostar bækur — i framleiðslu og út úr búð. örlygur Hálfdánarson hjá Erni og örlygi útveg- aöi Vísi þetta yfirlit yfir framleiðsluverð þriggja bóka sem forlagið setur á markað nú fyrir jólin. Bók A Bók B Bók C Ritlaun, þýöing, prófarkalestur 270.000 250.000 ‘ 918.800 Prentsmiðjukostnaöur: Setning prentun, pappir og bókband 2.068.000 2.210.000 2.363.000 Teiknistofuvinna o.þ.h. 400.000 400.000 400.000 Annað, auglýsingar o: fl. 210.000 307.000 200.000 Samtals kr. 2.948.000 3.167.000 3.881.000 Söluverð úr búð m/ssk. 2.215 2.810 3.420 Trésmiðjan VÍÐIRht. auglýsir: Eigum mikið og fjölbreytt úrval af skattholum, skrifborðum og skrifborðsstólum Hentugt til jólagjafa Mjög góðir greiðsluskilmálar Trésmiðjan VÍÐIR h.f. Laugavegi 166 sími 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.